Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 18
og óvænt, fyrir yndislegu fjarrænu brosi. Þetta var í byrjun októbermánað- ar og limgerðið, báðum megin veg- arins, sem hún gekk, var nú því líkast sem kveikt hefði verið í því. Dimm- grænn litur sumarsins hafði horfið fyrir purpurarauðu og gulu litaflóði, sem bar við gráan, þungbúinn him- ininn, eins og dansandi, flöktandi eldtungur, þegar limið bærðist fyrir golunni. Alla sína ævi hafði hún þekkt þennan veg og sandhólana, sem risu upp þar, sem honum lauk, og víðáttumikinn hafflötinn, er tók svo skyndilega við að baki hplanna, sem enduðu þar í átta hundruð feta háu, nöktu þverhnípi úr hvítum eða bl'eikrauðum kalksteini. Því hún var borin og barnfædd í Netherhinton og hafði aldrei komið lengra austur en til Bournemouth, lengra vestur en til Sidmouth, né lengra norður en til Dorchester. Hún var af fátæku foreldri komin. Faðir hennar hafði verið vinnumaður og móðir hennar verkamannsdóttir, og það hafði verið álitin mikil gæfa fyrir hana að giftast gestgjafanum í Gullna Ljóninu. Hún gekk hröðum skrefum, leit hvorki til hægri né vinstri og jafn- vel ekki fram fyrir sig. Hún gekk í rauninni alls ekki eins og hún væri' að ganga göngunnar vegna, heldur eins og þegar maður gengur til að ná ákveðnu marki, og þegar hún var komin á vegarenda, lagði hún þegar í stað á brekkuna, án þess að hika eða líta í kringum sig, og þræddi bratta fjárgötp, sem hlykkjaðist upp sandhólinn. í erfiði uppgöngunnar hægði hún smám saman ferðina, og á miðri leið stanzaði hún lafmóð og sneri sér við til að horfa, án þess þó að sjá marg- l'ita akrana fyrir neðan sig, og — handan þeirra — hnípin þökin í þorp- inu undir gulnandi álmtjánum og hrörlegar, gráar rústir Evesdon kast- alans, sem Cromwell hafði sprengt upp. Þegar er hún hafði jafnað sig, hélt hún áfram upp brekkuna, en er hún var næstum komin alla leið upp, og var komin að virkisveggnum, hvarf hún fyrir skurðbrúnina, en kom að vörmu spori aftur í Ijós, þar sem hún klifraði á hnjám og höndum upp snar brattan virkisve'gginn. Bráðlega komst hún upp á brúnina, stóð þar andartak og bar við himin, hverfull, þverstæður hlutur, sem braut langar láréttar línur hæðabrúnanna og virk isveggjanna. Svo hvarf hún sjönum á ný. - Grasigróna flötin innan virkisveggj anna fór smáhækkandi fram að hamrabrúninni,,- svo að þaðan sem hún stóð, sá hún ekkert af hafinu, að- eins gráan, skýjaðan himin. HUn kærði sig heldur ekki um að sjá haf- ið, því að hún vissi, að í dag myndi það ekki vera eins og það hafði verið fyrir réttum átján áxum, blátt og glitrandi eins og krónubl'öð írisbióms ins, ljósara því nær dró landinu, og svo tært, að kalksteinsrifin á botn- inum sáust sem í gegnum tæran íöl- bláan kristal — heldur' blýgrátt og eyðilegt. Kuldanepja þess myndi nísta mann inn að hjarta. Hún gekk þess vegna ekki fram á hamrabrúnina heldur meðfram virkis veggnum innanverðum, þar til hún kom þangað, sem veggurinn beygði þvert yfir hæðina. Þar nam hún stað- ar og settist niður í beygjunni, sem var eins og hom á þaklausu herbergi. Um stund sat hún hreyfingarlaus, fjarhuga. Svo hallaði hún sér aftur á bak upp að aflíðandi grasgrónum veggnum, sneri sér á vinstri hliðina og lokaði augunum. Og brátt fann hún, að hann var kominn tU hennar, Jim Ansell, eins og hann var fyrir átján árum. Hún fann enga líkamlega snertingu, engan yl, og rödd hans var án hljóms, en hann var þarna hjá henni og hún gat talað við hann, ekki með vörunum, ekki upphátt — því að það var engin þörf á því að tala upp- hátt — heldur í hjarta sínu, með máli, sem var miklu raunverulegra, miklu innilegra en það kuldalega, heyranlega mál, sem hún talaði við eiginmann sinn, nágrannana og ferða- mennina, sem komu til veitingahúss- ins. Og á þessu óveraldlega, andlega máli, svaraði hann henni. Hún hafði algjörlega bægt frá sér og gleymt þeirri staðreynd, að hann var þarna hvergi sýnilegur. Með lokuð augu og öll skilningarvit innhverf lá hún nú í örmum hans, fann ylinn frá andliti hans við andlit sitt, og lyktina — eins og af lyngi og marhálmi — af kaki- jakkanum hans. Enn einu sinni var hún l'ifandi, flúin úr helgreipum nú- verandi tilveru sinnar til lífs ylríkra æskudaga. Það líf var henni svo raun- verulegt, að hvenær sem hún komst á stefnumótsstað þeirra, hallaði hún sér aftur á bak og lokaði augunum, hætti núverandi sjálf hennar að vera til, og það hafði aldrei hvarflað að henni að neitt væri undarlegt við það, að þreytt, fölnuð kona, um fert- ugt, hvíldi í örmum dökkhærðs tutt- ugu og tveggja ára unglings, né hafði hún hugsað um það, að ef barnið þeirra hefði lifað, hefði drengurinn nú verið aðeins fimm árum yngri en faðir hans, og ekki heldur um það, að eins og til var önnur Mary, hin föln- aða Mary dagsins í dag, svo var einn- ig annar Jim Ansell, visnaður með tómar augnatóttir, grafinn í ókunnum grafreit einhvers staðar í Frakklandi. Slíkar hugsanir ónáðuðu hana aldrei, því að hann og hún mættust í óumbreytanlegri veröld, þar sem enginn tími var til, veröld, sem þau áttu ein. Þetta horn við virkisvegg- inn var alveg sérstaklega þeirra stað- ur, en þau hittust líka annars staðar, því hún bar með sér hið innra þessa leynilegu veröld þeirra og gat því horfið til hennar, hvenær sem tæki- færi gafst. Þegar hún var alein í veitingahús- inu við vinnu sína í eldhúsinu eða sat og stoppaði inni í litlu setustof- unni, kom það oft fyrir, að hún lét þolinmóðan líkama sinn einan um að halda vinnunni áfram og steig sjálf yfir þrepið. Og á kvöldin, um leið og ljósið hafði verið slökkt og hún var lögzt út af í rúminu við hliðina á Sam, var hún á bak og burt, skildi b’ónda sínum aðems eftir hina þreyttu, hlýðnu Mary Brakefield, líkt og lík, sem er haft til sýnis, en flýtti sér á fund Jims og hins sanna lífs síns. En stundum, þegar hún var mjög þreytt, hafði hún ekki þrek til að flýja. Umhverfið — Sam Brakefield, veitingahúsið, nágrannarnir — bar hana ofurliði. Hana skorti þrek til þess að standa undir og viðhalda draumaheimi sínum af eigin ramm- leik. Hvílík hjálp og hughreysting hefði það ekki verið, ef einhver annar hefði vitað um hann og viðurkennt tilveru hans, einhver, sem hefði talað við hana um Jim, eða jafnvel kallað hana frú Ansell, en ekki frú Brake- field.. En um það var ekki að ræða, eng- inn vissi um leyndarmál hennar. Þetta nafn: Mary Ansell, sem hún hafði aldréi raunverulega borið, var það nafn, sem hún í huganum nefndi sjálfa sig. Hún hafði jafnvel skrifað það á þær fáu bækur, sem móðir Jims hafði arfleitt hana að, þegar hún dó fyrir fjórtán árum. Það var áhættu- laust að gera það, vegna þess að móð’ir Jims hafði heitig Mary Ansell, og ef Sam hefði einhvern tíma veitt því eftirtekt, hefði honum ekki komið það neitt á óvart. Frú Ansell hafði ekki aðeins eftir- látið henni bækurnar, heldur einnig heiðursskjal Jims, snoturlega inn- rammað — heiðursskjalið, sem henni hafði verið sent að Jim latnum. En að því er Mary bezt vissi, hafði Sam aldrei litið í bækurnar. Hann hafði enga undrun látið í ljós, þegar bæk- urnar og skjalið var flutt heim til konu hans, því að hann vissi, að hún og frú Ansell voru gamlar vinkonur. Þegar -hún opnaði pakkann, hafði hann tekið skjalið upp og skoðað það. „Það fer vel á veggnum", hafði hann sagt og spurt síðan: „Hver var hann?“. „Sonur hennar“, hafði Mary svarað, og svo lét hún bækurnar í bókahilluna á veggnum í setustof- unni og hengdi heiðursskjal'ið þar upp á vegg. Sam sat aldrei í þessu 690 T í 1V1 I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.