Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1963, Blaðsíða 5
Desjarmýri í Borgarfirði eystra. (Ljósmynd: Páll Jónsson). aS á tveggja mánaða fresti, og eftir röðuninni fóru bæði ölmusuveitingar og álit pilta inn á við og út á við. En á ’pví bar nokkuð, að piltum væri mismunað, þannig, að ef piltor, sem kennurum var vel til, stóðu sig lak- lega í eitt skipti, var það ekki bók- fært, en þeir áttu hins vegar víst að koma upp aftur næsta dag og fengu þá tækifæri til að standa sig betur. En þessi tækifæri fengu ekki allir. Af þessum sökum vildu piltar láta afnema daglegu einkunnagjöfina og ég man, að til okkar var komið og við beðnir að skrifa undir skjal, þar sem .farið var fram á þetta. Þetta skjal var sent stiftsyfirvöldunum og þau báru sig upp við rektor, sem þá var Björn M. Ólsen. Að sögn lagði hann til, að þau tækju enga nótis af skjalinu, hefðu það sem sagt að engu. Annars bekkingar ákváðu þá að sýna mótþróa, og þeir samþykktu að reyna að eyðileggja blöð úr eink- unnarprótókollinum. En það var á- kaflega erfitt að koma því í kring, því að kennarinn kom með prótókollinn með sér í fyrsta tíma og hafði hann á borðinu hjá sér í tímanum, en í frímínútunum var umsjónarmaður- inn látinn gæta hans. Það var því ekki hægt að taka prótókollinn í frí- mínútum, því að þá hefði umsjónar- maðurinn verið ábyrgur, heldur varð það að gerast í tíma. Og ráðið fannst. Stærðfræðikenn- arinn, eldri maður, var oft ákaflega niðursokkinn í starfið. Dag nokkurn áður en hann skyldi kenna í öðrum bekk, hafði einn pilturinn útbúið flókið reikningsdæmi, og þegar kenn arinn kom inn, sátu piltar í hóp yfir dæminu. Hann spyr þá, hvað þeir séu þarna með, og þeir svara, segj- ast vera með dæmi. Hann biður þá blessaða að koma með dæmið á töfl- una, þeir geti reiknað það í sam- einingu þar. Síðan hnappast piltar í kringum kennarann uppi yið töfluna, en prótókollinn l'iggur á kennara- púltinu á meðan. En þegar kennar- inn hefur lokið við að leysa dæmið og er setztur við púltið, verður hann þess var, að búið er að nema burtu blöð úr prótókollinum. Enginn í bekknum vill kannast við, að hann viti um afdrif þessara blaða, en ein- hverjir segjast hafa séð á eftir bæj- armanni út úr stofunni, en dyrnar stóðu opnar. Kennarinn fer þá rak- leitt til rektors og segir lionum frá þessu. Hann verður fljótur til, kem- ur, og eitt það fyrsta, sem hann gerir, er að kafa í ofninn, og þar finnst urmull af blöðunum. Síðan upphefjast yfirheyrslur, en ekkert kemur fram, og þá er ákveðið, að bekkurinn skuli teljast samsekur, þar til upplýsist, hver sá seki sé. Síðar var úrskurðað, að fjórir skyldu verða brottrækir, þeir, sem rektor hafði mestan ímugust á. Nokkru síðar man ég eftir, að ég var að ganga niður Laugaveginn á sunnudagseftirmiðdegi, og var á leið í kirkju. Veður var bjart og nokkuð frost, og ég hef verið kominn niður á móts við skólaportið, þegar allt í einu kvað við þetta dómadagsskot, svo að drundi í öllu og tók undir í götunni. Þarna var margt fólk á ferli, og menn kipptust við og skildu sízt í, hvað þetta gæti verið. Sumir gátu sér þess helzt til, að herskip hefði komið og þar verið hleypt af fall- byssu. En um kvöldið fréttist, að það hefði orðið sprenging í Latínuskólan- um, ofninn í öðrum bekk hefði verið sprengdur upp, og af því hefði þessi hvellur stafað. Morguninn eftir, þegar við komum í skólann, höfðu verið settir verðir við allar dyr, og öllum var skipað upp á bænasal. Þar heldur rektor þrumandi ræðu og segir, að ofninn hafi verið sprengdur, og það væri T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 941

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.