Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 2
ORÐABÓKIN NÝJA Hin nýja orðabók Arna Böðvars- sonar, sem Menningarsjóður gaf út nú í haust, er fjársjóður, sem hvorki á í þagnargildi að liggja né geymast ávaxtarlaus í bóka- hillum. Það hefur ekki annar meiri atburður gerzt á þessu sviði síðan orðabók Sigfúsar Blöndals var prentuð á árunum 1920—1924 og mun ekki stærri tíðinda að vænta, þar til orðabók háskólans, hið mikla höfuðrit, kdhaur til sög- unnar. En af eðlilegum ástæðum mun þess sennilega nokkuð langt að bíða, því að vísindaleg orðabók er ekki hrist fram úr erminni. Ekki er ósennilegt, að málkennd sé eðlislæg gáfa. En samt sem áð- ur er það ekki einhlítt að hljóta slíka vöggugjöf. Hver sá, sem vill ná góðu vaidi á máli, verður víða að leita sér fanga. Það er nauðsynlegt að þekkja lög málsins, en það er ekki nóg. Það má kom- ast langt með lestri þeirra bóka, þar sem málið birtist tærast og auðugast — ljóða og sagna. Sá, sem hefur lært að skilja himsið frá kjarnanum, getur enn aukið við sig með því að hlusta eftir hljómi þess af vörum fólksins. En þessu öllu til viðbótar eru nauð- synlegt náin kynni af góðum orða- bókum. Hin nýja orðabók er með- færileg að stærð, en þó orðmörg, og þess vegna kemur hún í mjög góðar þarfir öllum þeim, sem vilja læra að vanda mál sitt, auðga það 'að orðaforða og blæbrigðum og fullvissa sig um rétta notkun orða og máltækja. Margir þeir, sem hnotgjarnt verður á ritveliinum, svo sem daglega má sjá í blöðum og fjölmörgum ritum, gætu sneitt hjá vanza og málspjöllum, ef þeir hefðu þessa bók nærtæka og hirtu um að líta í hana, þegar vanda- mál, sem þeim er um megn að ráða fram úr án leiðsagnar, verða á vegi þeirra. En það er um þessa bók sem önnur hjálpargögn, að notin fara eftir því, hve feginsam- lega hún er þegin. Það er þó ekki einungis kunn- átta, sem sækja má í þessa bók: Öllum þeim, sem tungan er hug- stæð, má vera hin mesta unun að blaða í henni. Við sjáum til dæm- is, að óstyrkur sá, sem grípur skólaunglingana tíðum, þegar líð- ur að vori, heitir hinu skemmti- legasta nafni: fræðahrollur. Það mmmmmassmm hljómar ólíkt betur en hið hvim- leiða nafn, sem oftast er notað. Piltarnir tala mikið um skvísur og skutlur. Það er sýnilega engin nýlunda, að þeir gefi stúlkunum margvísleg heiti. Skólapiltar á dögum Jónasar Hallgrímssonar, virðast hafa kallað þær byldrini — svo nefndu þeir Siggu prestsdótt- ur í Móum, „móbíldóttan stelpu- hnoðra". En einhvern tíma hefur líka verið talað um hveðrur og fluðrur og ménur, svo að nokkuð sé nefnt, allt eftir útliti, fram- göngu og eigindum. Og þegar þær snyrtu sig, þá voru þær að mé- minta sig. Þaö er margt, sem fyrir augun ber, þegar blöðunum er flett: Skaftfellingur táknar ekki einung- is þann, sém heima á í Skaftafells- sýslu eða er þaðan ættaður — þaö er líka smellið nafn á hnífi, sjálfskeiðingi. Og hvernig er sá maður vaxinn, sem er hlaunamik- ill? Hvað gera menn, þegar þeir stíga gípinn? Hvað er lúsaband, dagsljóri, glytja, staurvika, bausn, margindi, ádes, falhendisgjöf? Við getum að minnsta kosti fullyrí', að orðabókin sú arna er engin fal- hendisgjöf. Við hótum stundum að taka í lurginn á þeim, sem við eigum í höggi við. Hér sjáum við, að lurg- ur merkir þylckt hár, loðið bak á dýri, herðakistil og máttleysi. Kyrningur merkir ekki aðeins hálfysta mjólk eða gróft skyr, Framhald á 982. slSu. Árnl Böðvarsson, aSalhöfundur orSabókarinnar. 962 TlniNN - sunnudagsblao

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.