Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 14
1 sem auga'ð eygir, og hverfur loks inn í bláma fjalla í suðri upp af byggð- um Borgarfjarðar. Yfir gnæfir fjallið, rúið sínu fyrra skrúði; Hítardalurinn breiðir. úr sér í suðaustri og síðan tekur Hraunhreppurinn við með marg breytilegar hillingar og eyjar og sker fyrir landi. Hilará, sem teygist eins og silfurþráður allt til hafs, fullkomn ar þessa mynd. í austri rís mikilúðleg ur, skörðóttur og sandrunninn fjálls- kambur út úr Fagraskógarfjalli, Grettisbæli, þar sem sagan segir, að Grettir Ásmundarson hafi dvalizt um stundarsakir í langri útlegð sinni í ákjóli vinar síns, Bjarnar Hítdæla- kappa. — Héðan er aðeins klukku- stundar gangur upp í skarðið, er skil ur þennan sérkennilega móbergs- ihnúð frá sjálfu fjallinu. Handan við flóann í vesturátt er Barnaborgin, sem miklu hefur ráðið um sköpun þessa tilkomumikla lands lags. Fjær og vcstar gnæfir Eldborg eg umhverfis hana hraun, sem nær allt til sjávar. í norðri eða útnorðri opnast Kaldárdalur hið næsta, og síð ap er Áslaugarhlíð, Kolbeinsstaða- fjall, mynni Hnappadals með fjölda eldbrunninna giga, en fjær og lengra tU vesturs Hafursfell og fjöllin þar norður af. Allir Ihafa Skógabæir verið eign Hitardalsldrk j u hinnar fornu. En er bún var lögð niður 1876 og sóknin sameinuð Staðarhraunssókn, hafa all eigur hennar runnið til Staðar- ‘auns. Var setið um að fá ábúð á ssum jörðuen og þær leigðar hæst- íóðanda, og hfiíur þar miklu ráðið ágæta útbeit í hrauninu og góðar .ægjur í flóanum. Tæplega hefur þá ^eríð þar jafn afskekkt og fáförult tnú er orðið á meðan alfaraleið með fjöllum fram. Og einhvern aa hefur verið fólksfleira í Skóg- iftn en nú er. í Ytri-Skógum býr nú |ðeins ein kona með tíu eða ellefu úra gamlan son sinn. En enn stendur þar stórt tlmburhús, byggt á árun- t)m 1929—1930. Hefur það þótt reisu í’egt á sfnum tíma á svo afskekktuim þæ. En varla trúi ég öðru en hátt geti látið í því, er stórviðri geisa á haustum og vetrum og stormurinn iyðst niður um fjallaskörðin. I Syðri-Skógum býr gamall maður, fagnús Hallbjörnsson, einn síns liðs. íefur hann alið alian aldur sinn í lcógum og nálega aldrei farið út fyr Sveitarmörkin. Hann fæddist í íðslholtum í Kraunhreppi fyrir sjö- íftt og þremur árum, en tæplega tveggja ára garnall fluttist hann með |oreldrum sínum í Skóga og síðustu futtugu og fimm eða þrjátíu árin hef kv hann verið þar einbúi. Magnús | Skógum er maður vel skýr og minn ugur á iiðna tíð, og hef ég flest, sem hlr er sagt, frá honum. Hann er í fæzta lagi nagur á smíðar og ber því Vltni bær^sá, sem l'ann byggði sér fyrir tveim'ur árum. Því miður gaf ég mér ekki tíma til þess að ræða við hann sem slcyldi, því að dagur var senn liðinn að kvöldi, en löng leið í náttst.að. Ekki kom ég heldur í bæ að Ytri-Skóguirn. Konan, sem þar býr, hefur um allmörg ár verið böguð á heyrn, svo að samræður við hana verða að fara' fram skriflega. En fróð er hun eigi að síður og lífs- reynd. Magnús uauð mér í bæ sinn, og varð ég undrandi, hversu öllu var haganlega fyrir komið hjá gamla manninum. Frernsti hluti bæjarins var óinnréttaður og notaður sem geymsla, en þar innar af var allgóð baðstofa, björt og vistleg. Þar hefur hann síma og ýmis fleiri þægindi. Mesta furðu inína vakti stór gauks- klukka, sem hékk þar á vegg. Sagði hann, að illt verk og erfitt hefði ver- ið að kcma henni hér upp í Skóga Hann ók henni á hjólbörum alla leið sunnan frá Hítará, og er orðið ærið langt síðan. Moldbrekka er snertíspöl sunnan við Skóga, og má þar heita í eyði, síðan Sigurður Sigurbergsson fluttist með fjölskyldu sína til Borgarness. Samt nytjar hann jörðina að ein- hverju leyti að sumrinu. Magnús var svo góðviljaður að ganga aneð mér þangað suður eftir, því fremur er leið- inlegt að koma einn að býli, sem ekki er að öllu leyti yfirgefið. Nú naut ég þar hvorki glaðlegs bros og hlýrra orða af vörum húsfreyjunnar né drakk hjá henni rjúkandi kaffi og skrifa ég það á hennar reikning, þar til fundum olckar ber næst saman. Ég furðaði mig á hinum mörgu rústum, sem þar voru í túni. Magnús sagði mér, að sumt af þessu væru leifar útihúsa, en þar væru einnig tvær gamlar bæjarrústir. Fyrst þegar hann mundi eftir sér stóð bærinn vestar og ofar tn nú er. Síðar var hann fluttur á holt neðar í flóanum, en loks byggöur þar, sem nú stendur hann. Er það allþokkalegt einnar hæðar steinhús, en ekki vel við hald- ið, sem varla er von, þar eð eigend- umir eru fluttir brott. Ekki er útsýn eins tiikomumikil héðan sem frá Skógum. Þó sést vel suður yfir Hítará og heim að Staðar- ihrauni. Sagði Magnús mér, að allir þessir bæir settu kirkjusókn þangað, þótt í aðra sýslu væri að sækja og yfir vont vatnsfell að fara, þar sem er Hítará. Er það kallað að fara ána undir Bæli, en hún rennur með fram Grettisbæli austanverðu. Kolbeinsstaðasókn, sem áður heyrði til Staðanhraunsprestakalli, var lögð til Miklaholtsprestakalls, er prestsetrið var flutt frá Hítarnesi að Staðarhrauni árið 1891. Virðist sem þessir bæir hafi einhvern veginn gleymzt og halöið áfram að heyrá til sinni gömlu sóknarkirkju. Trú- lega hafa þessir bæir átt kirkjusókn niður fyrir hraun í hið gamla Flysju- hverfi á meðan kirkja stóð í Kross- holti eða að hálfkirkjunni eða bæn- húsinu á Jöfra, jafnvel að bænhús hafi vcrið í Skógum, Brúarhrauni eða Kaldárbakka, þegar fjölbýlla var á þessum slóðum. En þetta eru aðeins getgátur mínar. Þegar ég hafði kvatt gamla mann- inn, hélt ég eftii leiðsögn hans yfir flóann meðfram jaðri Barnaborgar- hrauns að norðan og niður að Hrauns múla, sem er næsti bær byggður í vesturátt. Hraunsmúli stendur á syðri bakka Kaldár. Þar knúði ég dyra til þess að spyrjast fyrir um þa'ð, hvort tiltækilegt væri fyrir mig að stytta mér leið með því að vaða ána. Ung og elskuleg kona kom til dyra og bauð mér inn. Taldi hún alla ann- marka á því að va'ða ána, sem hefði vaxið til muna síðustu dægur, enda ekki lengra niður á þjóðveginn og brúna sunnan ár en vestan. Mun nú vera í ráði að færa gömlu brúna, sem enn er á Hítará við Brúarfoss, vest- ur að Hraunsmúla og setja hana á Kaldá. Er þeíta býli þá komið í verð- ugt samband við þjóðveginn, en áin hefur löngum verið fólki, sem þar hefur búið, mikill farartálmi. Á leið minni niður með Kaldá sá ég, hve illilega hún hefur brotið land báðum megin. Syðri bakkinn hefur þó orðið verr úti, og hafa flóð í ánni og ísruðningur hjálpazt að í leysing- um. Og melarnir, sem áður voru nefndir, Kaldármelar, eru öirnurlega blásnir og rúnit öllum gróðri, þótt vel mætti rækta þá, og tók ég eftir því, að á einum stað við veginn hafði íil- raun verið gerð í þá átt. Þó eru enn viða fagrir hvammar og grasbollar niður með ánni, og munu þar oft hafa verið selnar kvíaær á meðan sá siður hélzt. Einn hvammurinn heitir Mannamótahvammur, og hefur verið á annan veg um að litast þegar fólk safnaðist þar saiman til mannfagnaðar. Nú hallaði óðum degi. Ég hafði einsett mér ao komast alla leið niður að Stóra-Hrauni, sem er neðst býla í hreppnum að vestanverðu. Og lánið lék við mig. Ég var nýkominn yfir brúna á Kaldá, þegar bíll ók fram á mig. Greiðviknir mælingamenn á leið á heiðar til mælinga á vötnum, sem ég forðast að nefna, buðu mér sæti í bílnuim, og þáði ég það með þakk- læti. Ég kvaddi þá við Haffjarðará og hélt niður með lienni, áleiðis að hinu merka setri, Stóra-Hrauni, þótt ekki sé þess nú eins oft gettö í daglegu tali fólks og meðan séra Árni Þórar- insson bjó þar. Það hafði lengi verið ofarlega í huga mínurn að koma að Stóra- Hrauni. Fyrr um daginn hafði ég hugsað mér að fara þvert í gegnum Eldborgarhraun svonefnda, Þrælynd- 974 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.