Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 12
MAGNÚS KARL ANTONSSON Með fegurð ins að förunaut Á góðvi'ðrisdegi fyrir meira en einu ári, bar mig að garði á fremur afskekktum bæ undir Jökli. Hafði ég þá klifið fjöll ;>g nærri farið jökul þveran. Húsmóðirin bauð mér inn og sagði, um leið og hún opnaði dyr að stofuherbergi: „Hingað inn opna ég fyrir öllum, sem ég veit fyrir fram að hafa löng- un og vilja til þess að heilsa upp á móður mina“. Bærinn var Dagverðará, nú næst yzti bær í Breiðavíkurhreppi — að- eins Malarrif utar. Húsmóðirin var hin gáfaða skáldkona, Helga Hall- dórsdóttir, er móðir hcnnar Ingiríð-’ ur Bjarnadóttir, ekkja Halldórs Jóns sonar frá Elliða. Þau bjuggu lengi að Bjarnarfossíoti og Tröðum í Stað- arsveit. Gamla konan var orðin níutíu og níu ára, en furðanlega hress og and- lega ern, og hafði frá ýmsu að segja frá löngu liðinni tíð — heiðrikjudög- um ævi sinnar. Henni auðnaðist ekki að fylla tíunda tug lífsára sinna, en hundrað jól hafði hún lifað, er hún lézt í janúarmánuði síðastliðnum. Margur mun spyrja: Hvers vegna er maðurinn að tala um þetta? Já, oftsinnis hef ég verið spurður: Hvernig nennirðu að standa í þessu? Af hverju siturðu ekki kyrr heima og lætur fara vel um þig?“ Svarið er ávalll á þessa leið: Ef menn hafa uldrei hug á að skoða það umhverfi, sem menn dveljast í, og láta sig sögu þess og íólksins, er það byggir, engu skipta — hvernig fer þá um þekkinguna á ættjörð okk- ar? Það verða slitur ein, seim maður veit um hana, ef maður sér aldrei neitt og spyr aldrei neins það fólk, er alið hefur mestan eða allan aldur sinn í heimabvggð sinni og geymir í huga og minni sögu hennar og menningarleifð, líkt og forfeður þess hafa áður gert kynslóð eftir kyn- slóð. Því fylgdi andleg sjóðþurrð, ef enginn hirti um að skyggnast inn í þá heima. Þá kæmist enginn framar að þeirri niðurstöðu, er skáldkona frá Auðnum orðaði svo fagurlega: Hver á sér íegra föðurland . . . ? Oft hafði það hvarflað að mér á 4 GretHsbæll vlS Fagraskógar- fjall. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). Ieið minni um þjóðveginn milli Borg arness og byggðarlaganna á Snæfells- nesi, að garnan væri að koma á ýmsa bæi í sunnanverðri Hnappadalssýslu. Og sunnudag einn nú fyrir skömmu átti ég þess kost a'ð koma á tvö merkis setur þar suður frá, Jörfa i Kolbeins- staðahreppi og Lækjarbug í Hraun- hreppi í Mýrasýslu. Ekki ætla ég að ræða um þá för mína að sinni. En ógleymanleg var hún, og hún ýtti undir mig að sjá meira. Kolbeinsstaðahreppur er syðsti hreppur Hnappadalssýslu og þar er Hraunhreppur sunnan við sýslumörk in. Það er Hítará, er skiptir hrepp- um og sýslum í þessum sögufrægu sveitum. Til þess að njóta ferðar um þessar slóðir, er nauðsynlegt að kunna nokkur skil á Landnámu, Bjarn arsögu Hítdælakappa og Grettissögu. En ekki er ætlun mín að endursegja hér neitt úr þeim ritum, heldur drepa einungis á pað, er mér bar fyrir augu og eyru. Landslag í þessum tveimur hrepp- um er næsta ólíkt. Hraunhreppur er víðast hvar scttur flóum hið neðra, en melhryggir, hólar og flóasund um miðbik sveitar, unz við tekur sjálfur Hítardalur. Iíann er hrauni skriðinn og virðist þröngur um miðjan dal, enda lokast hann þar af fellum. Kann ég að minnsla kosti að nefna eitt þeirra, Hróberg eða Hróbjörg, og var samnefndur bær, Ilróbjargarstaðir, lengi í byggð þar inn frá, svo að býlið Hítardalsvellir. En báðir eru bæir þessir fyrir löngu komnir í eyði. Þó mun enn a lífi fólk, sem þar bjó og starfaði. Því miður sá ég mér ekki fært að fara inn í Hítardal að þessu sinni, þótt næga hefði ég löngun til þess. Dagur var farinn að styttast um of til þess og viðsjárvert fyrir fótgang- andi mann að ætla sér of langan á- fanga um ókunnar slóðir án leiðsagn- ar. Ákvað ég því að skoða mig um £ Kolbeinsstaðaiireppi, sem er harla ó- líkur Hraunhreppi að landslagi. Það dregur úr fiatneskjunni og við taka uppblásnir og örfoka melar, er Kaldármelar heita. Hraun, sem nú er allgróið, hefur flætt yfir sveitina ofar lega — Barnaborgarhraun. Aflíðandi brekkur horfa við suðri, og er í þeim töluverður birkigróður sem ðg hraun inu sjálfu. Þennan skóg hef ég alltaf heyrt nefndan Jörfaskóg, og mun það réttnefni. Handan vegarins er svo hið forna Flysjuhverfi með býlunum Flysjustöðum, Jörfa, Snorrastöðum, sem eru mun. vestar, Krossholti, sem áðui var kirkjustaður, og Hítarnesi næst sjónum, Þar suður af er bær- inn Brúarhraun, Skógabæirnir við 972 T I M I N \ — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.