Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 21
erindi. Að loknu embætti varð presti það fyrir, að bann fór með Guðrúnu í Skarðdal inn í svefnhýsi sitt, og varð Siglunesfólk, er búið var til heimferðar, að bíða alllengi. Var það orðið harla órótt, er prestur kom til sjávar. En það voru fleiri órólegir. Elín bústýra stóð við skráargatið og rýndi inn til prests, en varð lítils vísari. Hún sá þau að sönnu á rúm- inu, en bæði voru alklædd — prestur- inn hafði ekki einu sinni farið úr kjólnum sínum Þetta var að vísu allt nokkuð. og síðar brá Elín sér út á Siglunes, ef tii vill meðfram þeirra erinda að ræða málið þar. Bar þá svo vel í veiði, að maddama Anna Þorleiísdóttir, systir Þor- leifs bónda, spurði Elínu, er þær voru tvær einar í eldhúsi, hvað vald- ið hefði því, að Nesfólk þurfti svo lengi að biða prests á annan dag páska. Elín var fljót til svars og tíundaði, hvers hún hafði orðið vís- ari við skráargatið Um þetta 'eyti hefur það líka verið, að hún lýsti því í áheyrn fjölda fólks í baðstofunni í Skarðdals- koti, hvernig hún hefði verið send til þess að sæuja Guðrúnu undir því yfirskini, að presturinn væri farinn vestur í Dali, og einn vinnumanna Níelsar faktors, Ara Arason að nafni, lét hún á sér skilja. að hún hefði útvegað presti stúlkuna í rúmið. En ekki talaði hún ævinlega svo bert. Stundum þóttist hún færra vita og lét sem hún væri að leita frétta hjá öðrum. Einu sinni sem oftar var hún stödd í Skarðdal, og kom þá Bjarni Bjarnason, sambýlismaður Jóns Arnfinnssonar, þar að, er hún stóð á tali við konu hans, Guðrúnu Arnórsdóttur, úti við skemmudyr. Heyrði Bjarni þá, að Elín spurði: „Hvað ætli hún Guðrún hafi viljað ofan að Hvanneyri?" „Baðstu hana Guðrúnu ekki að koma ofan eftir með þér?“ svaraði konan. ,.Eg var að segja það að gamni mínu“, anzaði þá Elín og vildi eyða talinu. vt. Guðrún hafði ekki skorið utan af orðum sínum, þegar þeim Elínn lenti saman á degi Gabríels erkiengils. En nú rak innan skamms að því, að Ingibjörgu, móður hennar. þótti hún gripin undarlegum matleiða. Þó var a'It í all góðu gengi enn um hríð. Vissulega var séra Ásmundur stríð- lyndur, en þeim Guðrúnu virtist semja vel, og tók hann ekki öðrum gestum betur. Um vorið bjóst hann til ferðar vestur í Fljót, ásamt manni frá Höfn, Jóni Jónssyni að nafni, og bauð hann Guðrúnu með sér í þessa ferð. Prest- ur var reiðmaður mikill, svo sem áður hefur verið getið, og átti góða hesta. sem unun var að í ferðalög- um, og þó einn þeirra beztur — Hreindýrs-Rauöur, fjörhestur mikill og úlfaldagripur Ekki er þess raunar getið, hvort prestui setti Guðrúnu á. gæðinga sína þót1 ekki sé það ólík- legt. Hitt er kunnugt, að þau fóru sem leið liggur vestur Siglufjarðar skárð, og á fjailinu sagði prestur Jóni á Höfn að ríða a undan og biða þeirra Guðrúnar niðri í byggð. Nam Jón ekki staðar fyrr en á Hraunakvíum og þar náðu bau Guðrún honum eft ir nokkra bið. Ekki er fleira kunnugt um þetta vorferðalag. En hitt er vitað, að um svipað leyti gerðust tíðindi á Hvann eyri. Prestur rak Elínu, bústýru sína. brott af heífúili sínu hálfum mánuði eftir vinnuhjúaskildaga og vildi ekki lengur þiggja hennar þjónustu, enda hafði honum tekizt að verða sér úti um aðra, unga stúlku af dönsku kyni. Soffíu Pétursdóttur Birk. Stóð Elín nú uppi vistariaus og virðist hafa brugðið á það ráð að ráfa á milii bæja og setjasl upp hjá kunningjun- um tíma og tíma Er jafnvel svo að sjá, að hún stundum staldrað við á Hvanneyri, þótt mjög væri nú tek- ið að halla vinfengi hennar og prests. Fræddi Elín Soffíu þegar á því, að prestur ætti ólétta stúlku í sveit- inni, en hún sagði það jafnskjótt öðrum. Fleiri veðraorigði voru í aðsigi á Hvanneyri. Þegar að því rak, að Guð- Framhald af 966. síSu. eins og norðurljósabeltið færist suð- ur á bóginn. — Hafa rannsóknir á þessu sviði færzt 'í vöxt síðustu árin? — Athuganir á norðurljósum og segulbreytingum var fyrst íarið að gera á 18. öld, en þá ekki samfellt og auðvitað við misjöfn skilyrði. En núna síðustu árin hafa rannsóknir á efri loftlögunum farið mjög vax andi, t d. vegna hugsanlegra geim- ferða. Áhuginn á þessum rannsóknum fór mjög að aukast eftir aó farið var að skjóta á loít eldflaugum og gervi tunglum, og um leið hefur fengizt meira fé til slíkra rannsókna. Banda ríkjamenn hafa s^nt svo mikið upp af gervitunglum, að þeir hala eigxn- lega getað boðið út rannsóknirnar, þ.e. sagt við vísindamennina: við höfum rúm fyrir þetta mikið af tækjum, hvað viljið þið láta rann- saka? En eítir því sem fleiri upp- lýsingar fást, eftir því verður úr- vinnslan meiri og rneira, sem þarf að skýra. Sem betur fer, hafa þessar síðustu athuganir oftast staðfest það, sem menn töldu áður, en a íðvitað hefur bætzt mikið við af nýjum upp- rún orðaði það við prest, að hún myndj vanfær jg eignaði honum þung- ann, brást harin ókunnuglega við. Þótti honum hað með miklum ólík- indum og gat pess til, að Níels faktor eða Davíð nok.rur Sveinsson, örbirgur uppgjafamaður er þessar mundir var viðloða í Skarðdal, myndu valda því, ef hún væri larin að þykkna undir belti. En Guðrún taldi sig aftur á móti ekki vita til þess að þeir ættu þar hlut að máli Eigi að síður Kvisaðist það urn sveit- ina. að Davíð rynni eiga þunga Guð- rúnar, hvort sem það hefur verið að undirlagi prests eða ekki, og kom það fyrir eyru fólks í Skarðdal. En inni á bæjunum fyrir f.iarðarbotn- inum virðist nó enginn hafa vitað til þess, að neinn samdráttur hefði verið með þeim Guðrúnu og Davíð. í þessum vöfun kom sú til skjalanna, er ólíkleg málfi virðast til þess að vilja greiða fyrii presti, úr því sem komið var: Eiin Jónsdóttir. Hún hafði verið við þetta mál riðin frá upphafi, og nú reypdi hún að höggva á hnút- inn. Hún átti tal við Guðrúnu í búr- inu á Hvanneyri o'g sagðist vita um mann í sveitinni. sem myndi vilja eiga hana eins og hún væri á sig komin. Maður þessi var Jón Einars- son, vinnumaðui í kaupstaðnum. En Guðrún beit ekki á agnið. Hún k'<aðst hvorki trúa því að þetta væri satt, né heldur vi.Ua betta þekkjast, þótt satt væri lýsingum. Eldflaugar hafa t.d verið sendar upp í norðurljósin og þannig gengið úr skugga um, hvaða raf- agnir yllu norðurljósunum. Þa hefur einnig komið í Ijós, að samfara norð- urljósunum á sér stað mikii rönlgen- geislun, en um það var ekki vitað fyrr en háloftstæknin kom til. — Er hægt að segja, að þessar athuganir hafi praktíska þýðingu? — Já, hálcftsathuganir eru þýðing- armiklar, ekki einungis fyrir hugsan- legar geimferðir. heldur líka vegna þess, að segulstormar hafa mikil og truflandi áhrif a útvarp Því væri æskilegt, að hægt væri að segja fyrir um þá, eins og reyndar er að nokkru hægt um raðstorma. Annars leiðast mér alltaf heldur þessar sífelldu spurningar um praktíska þýðingu og gagn í öllu sambandi. Það er aldrei hægt að vita fyrir fram, hvaða þekk- ingu er hægt að hagnýta, og þekk- ingaraukinn sjálfur er alltaf mikils virði. Og áhrif sólar á jörðina eru margvísleg; sólin er ekki bara ljós- gjafi oþkar, heldur hefur hún margs konar ahrif' á veðurfar og ýmis líf- fræðileg fyrirbrigði, t.d. halda sumir, að yöxtur trjáa fylgi sólblettum. Rætt um norðurljós - f I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 981

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.