Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1963næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 13
hraunið, en vestur af því Hraunsmúli, Kaldárbakki og Garðahverfið. Veðri var svo háttað, að á var suð- vestan gola með skúraleiðingum, en bjart á milli. Hlý sólin ljómaði milli skýja og steypti undursamlegu geisla flóði sínu vfir dóggvotan hraungróð- urinn. Upp hrifst þá unaðslegur þakk- aróður þrasta, sem flögruðu til og frá um kjarrið og lofuðu hina ósegj- anlegu dýrð. Fagraskógarfjall og Grettisbæli eru tvö örnefni, sern ávallt fylgjast að. Undir Fagraskógarfjalli eru enn tveir bæir í byggð, Skógabæirnir, en yfir vegleysuhraun er að fara þangað heim. Þetta eru afskekktustu bæirnir á þessum slóðum. Ég sveigði út af þjóðveginum rétt vestan við bæinn á Brúarhrauni og hélt upp í gegnum hraunið. Ekki hafði ég langt íarið, er ég rakst á allgreinilegan stíg eða troðning — það hlaut að vera leiðin heim að þessum bæjum. Er kom að hraunjaðrinum að ofan, sást heim að bæjunum. En þá tók við allbreiður flói, sem ekki vai sérlega árennileg- ur eftir stórfelldar haustrigningar. En útsýnið írá bæjunum þarna í hlíð- inni við fjaiisræturnar var margróm- að, svo að ég lét flóann ekki aftra tnér, heldur óð yfir hvað sem fyrir var. unz takmarkinu var náð. Skógabæirnir eru nú kallaðir Ytri- Skógar og Syðri-Skógar, svo og Mold- brekka litln sunnar. En heyrt hef ég, að þessir bæir hafi heitið Litli-Skóg- ur og Miðskógu'- og væri freistandi að ætla, að Moldbrekka hafi heitið Syðri- eða Syðsti Skógur. En kotbær einn, sem eitt sinn var í byggð og miklu vestar í sýslunni, hét Mold- brekka. Á landnámsöld hefur verið hér öðru vísi umhorfs en nú er. Hlíðar fjallsins hafa allar verið skógi vaxn- ar að efstu hamrabeltum, er Finnbogi Kolbeinsson klakkhöfða settist hér að og nefndi bæ sinn Fagraskóg eða Fögruskóga. Seinna, þegar margbýlt var orðið, hefur Skóganafnið færzt á hina bæina Það er tilvinnandi að leggja lykkju á leið sína og fara upp að Skógum, þótt ekki verði hinum glæsilegu öku- tækjum nútímans við komið. Útsýn er þaðan i senn stórfengleg og undur fögur, og alls staðar blasa við sögu- frægir staðir. Klettahyrnan efst í fjallinu heitir Skógahyrna, og neðan við snarbratt- ar skriður hennar liggja tún bæjanna saman. Margur steinninn hefur þar oltið niður hliðina og allt heim á tún. En aldrei hafa orðið þar slys á mönn- um, svo að vitað sé. Hið neðra vefast mýrar, flóar, fen, vötn, hólar og hraun saman í eina undursamlega heild. — Mildir og myndauðugir litir hausts- ins eru sem opinberun og eiga sér engin takmörk. Öll þessi fegurð hvílir böðuð döggvuðu sólmistri svo langt Jörfi í Kolbeinsstaðahreppi — höfuðból að fornu og nýju. Greinarhöfundurinn, Magnús Karl Antonsson i Ólafsvik, tók allar bæjamyndirnar. Bær Magnúsar Hallbjörnssonar f Syðri-Skógum undir Fagraskógarfjalli. T I M 1 N N — MUNNUDAGSBLAÐ 973

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 41. tölublað (24.11.1963)
https://timarit.is/issue/255646

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

41. tölublað (24.11.1963)

Aðgerðir: