Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 8
furðulegu geðbiluninni. Hnnn benti, eldsnöggt, á sýklafræðinginn, sagði eitt hvað við ökumanninn, vagnhurðinni var skellt, svipan hvein, dráttarhest- arnir ruku af stað með miklum hóf dyn, og eftir andartak var vagninn kom inn á fleygiferð upp götuna og hvarf svo fyrir horn. Sýklafræðingurinn hljóp á eftir honum. Minní lá úti í glugganum dálitla stund. Svo hvarf hún aftur inn í her- bergið. Hún var alveg orðlaus. „Vitanlega er hann sérvitur", hugs- aði hún. „En að hlaupa um í London á sokkaleistunum — og það á þessum árstíma, þegar mest er um að vera . . .” Henni datt snjallræði í hug. Hún flýtti sér að láta á sig hattinn sinn, greip skóna hans, fór fram í forstof- una, tók þar hatt hans og l'éttan yfir- frakka, snaraði sér út á tröppurnar og veifaði leiguvagni, sem til allrar ham- ingju var á leið þarna fram hjá. „Akið með mig upp götur.a og inn á Haveloch Cresent og gáið að, hvort þér sjáið þarna mann á harðahlaupum, í flauels- jakka og hattlausan”. „í flauelsjakka, frú, og hattlaus. — Ágætt, frú”. Og án þess að hika sló hann í hest inn, eins og ekkert væri sjálfsagðara og hversdagslegra en að aka eftir slikri staðarákvörðun. Nokkrum mínútum síðar hrökk hinn venjulegi hópur ökumanna og slæp ingja, sem daglega safnaðist saman v> ökumannaskýlið á Haverstockhæð, upp við það, að vagni, með bleikum hest- um fyrir, var ekið þar fram hjá á ofsa- hraða. Þeir þögðu meðan vagninn fór hjá, en þegar hann fjarlægðist, sagði gamall maður, sem þekktur var undir nafninu gamli Tootles: „Þetta er 'Arry ’lcks. Hvað er hann eiginlega með?” „Hann notar svipuna óspart, það má nú segja!” sagði hestasveinninn. „Ha, ha!” sagði gamli Tommi Byles, „hér kemur annar bölvaður vitfirring- urinn. Fjandinn hafi það, ef þeir eru ekki vitlausir”. „Það ér Georg gamli”, sagði Tootles gamli „og hann ekur líka eins og vit- firringur, eins og þú sagðir. Er hann ekki að hrópa og veifa? Skyldi hann vera að elta ’Arry ’lckes?” Hópurinn við skýlið var orðinn æst- ur. Allir hrópuðu í kór: „Áfram, Ge- org!” „Þetta er kappakstur”. „Þú nærð þeim!” „Sláðu i!” „Skárri er það nú hraðinn!” sagði. hestasveinninn. „Mig sundlar!” hrópaði Tootles gamli „Hana — nú fr: ég nóg af því! Þarna kemur enn þá einn. Eru allir ökumenn f Hampstead að verða vitlaus- ir — eða hvað?” „Og nú er það kvenmaður”. sagði hestasveinninn. „Hún er að elta hann”, sagði Tootles gamli. „Oftast er það nú öfugt”. „Hvað er húr, með i fanginu?” „Það líkist pípuhatti”. „Bölvuð læti eru þetta. Ég veðja þrem á móti einum á Georg gamla", sagði hestasveinninn. „Næsti!” Þegar Minní ók hjá, dundu yfir hana húrrahrópin. Henni féll það alls ekki vel, en hún fann, að hún var að gera skyldu sína. Vagninn hentist niður Haverstockhæð og Camdenborgar- stræti. Hún einbiindi á síkvikan bak- hlutann á Georg gamla, sem ók áfram á fleygiferð með eiginmann hennar á óskiljanlegan flótta. Maðrinn í fremsta vagninum hnipr aði sig saman í einu horni vagnsins með krosslagða handleggi og aðra höndina kreppta utan um glasið, secn innihélt svo ómælanlega möguleika til eyðileggingar. í huga hans börðust um völdin hræðsla og fögnuður. Fyrst og fremst var hann hræddur um, að hann næðist, áður en hann gæti framkvæmt fyrirætlun sína, en að baki þeirrar hræðslu var óljós, en þó miklu djúp- stæðari ótti við ógnir glæpsins, sem hann ætlaði að fremja. En fögnuður hans yfirgnæfði þó óttann. Engum stjórnleysingja hafði áður dottið neitt þessu líkt í hug. Ravachol, Vaillant — allir þessir víðkunnu menn, sem hann hafði öfundað af frægð þeirra, hurfu nú í skuggann við hlið hans. Hann þurfti aðeins að fullvissa sig um, hvar aðalvatnsgeymarnir væru, brjóta síð- an glasið og hella innihaldinu í vatn- ið. Hversu frábærlega vel hafði hann ekki lagt þetta allt niður fyrir sér, falsað meðmælabréfið, komizt inn í rannsóknarstofuna og gripið tækifær- ið, sem gafst, til þess að stinga á sig glasinu. Veröldin skyldi Ioksins heyra hans getið. Allt þetta fólk, sem hafði hætt hann og lítilsvirt, tekið aðra fram yfir hann og hliðrað sér hjá félags- skap hans, skyldi nú verða að taka til- lit til hans. Dauði, dauði, dauði! Það hafði alltaf umgengizt hann eins og einskis nýtan mann. Allur heimurinn hafði gert samsæri til þess að koma honum undir. Hann skyldi kenna þeim, hvað það gat kostað að fara þannig með mann. Hvaða gata var þetta, sem kom honum svo kunnug- lega fyrir sjónir? Stóra Andrésarstræti, auðvitað! Hvað leið annars eltingar- leiknum? Hann gægðist út úr vagnin- um. Sýklafræðingurinn var tæplega fimmtíu metra á eftir þeim. Það leit ekki vel út. Hann myndi nást og verða stöðvaður. Hann greip niður i vasa sína eftir peningum og fann tíu shill- inga pening. Þessu tróð hann í gegn- um gatið. sem var uppi undir þaki vagnsins, og rak það framan í öku- manninn „Meira“ æpti hann, „ef við bara komumst undan“ Peningarnir voru gripnir úr hendi hans. „Rétt er nú það”. sagði ökumað- urinn. Hlerinn skelltist aftur, og svip- an small á svitagljáandi lend hestsins. Vagninn sveigði til hliðar og stjórn- Ipvsin'rinn. sem stóð hálf-uppréttur undir gatinu, bar fyrir sig höndina, sem hélt utan um glasið, til þess að missa ekki jafnvægið. Hann fann, að það hrökk í sundur — annar helm- ingurinn datt á vagngólfið. Hann lét fallast aftur á bak í sæti sitt, bölv- andi, og starði svo dapur í bragði á tvo eða þrjá dropa af innihaldi glass- ins, sem - sátu á vagnhlífinni. Það fór hrollur um hann. „Jæja. Ég verð víst fyrsta fórnar- l'ambið. Svei! Ég verð þó að minnsta kosti píslarvuttur Það er þó alltjent nokkuð. En það er viðbjóðslegur dauð- dagi, engu að síður. Skyldi það vera eins kvalafullt og af er látið?” Allt í einu datt honum nýtt í hug — hann þreifaði fyrir sér á gólfinu milli fóta sinna. Dálítill dropi var enn eftir á botni brotna glassins, og hann sötraði hann til öryggis. Það var bezt að vera viss í sinni sök. Hvað sem öðru leið, vildi hann ekki láta þetta mistak- ast. Svo áttaði hann sig skyndilega á því, að engin ástæða var lengur til þess að flýja undan sýklafræðingnum. — f Wellingtonstræti bað hann ökumann- inn að stanza og steig út úr vagninum. Honum skrikaði fótur á vagnþrepinu, og honum fannst hann vera eitthvað skrýtinn í kollinum. ^að var fljótvirkt, þetta kólerueitur. Hann veifaði ákaft til ökumannsins, eins og hann væri að banda honum burt frá sér og stóð svo kyrr á gangstéttinni með handlegg ina krosslagða á bringunni og beið komu sýklafræðingsins. Það var eitt- hvað í fasi hans, sem minnti á harm- leik. Vitundin um yfirvofandi dauða gæddi hann eins konar virðuleik. Hann heilsaði sýklafræðingnum með övrandi hlátri. „Vive l’anarchie! Þér komið of seint, vinur minn. Ég er búinn að drekka það. Kóleran er þegar að ná tökum á mér”. Sýklafræðingurinn, sem sat enn í vagninum, horfði á hann forvitnisaug- um gegnum gleraugun sín. „Þér hafið drukkið það! Anarkisti! Nú skil ég”. Hann var í þann veginn að segja eitt hvað, en hætti við það. Brosviprur voru í munnvikjunum. Hann opnaði vagn- hurðina eins og hann ætlaði að stíga út, en þá veifaði stjórnleysinginn til hans í kveðjuskyni, á mjög leikrænan hátt, og stikaði af stað í áttina til Waterloo-brúarinnar. Hann gerði sér far um að reka sig á og nudda sínum sýkta líkama utan í sem flesta þeirra, sem á vegi hans urðu. Sýklafræðingur- inn var svo niðursokkinn í að horfa á hann, að hann lét svo að segja enga undrun í Ijós. þegar Minní birtist á gangstéttinni með hatt hans, skó og yfirfrakka í fanginu. „Það er elskulegt af þér að færa mér fötin mín”, sagði hann og hélt á- fram að horfa á eftir anarkistanum, Framhald á 982. síðu. 968 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.