Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 16
Lltla-Hraun, úær ekkjunnar. Rúst gamla bæjarins er framan vlð steinhúsið. Eidborg og fjöllin suður af Hnappadal hverfa I regnmlstur. ( miðju hrauninu er lágreist hús í auðn — Landbrot. Gamatl og vel hlaðinn grjótgarður er enn sverð og skjöldur þessa eyðibýlis. Leifar gamla bæjarlns í Landbroti. Mikilúðleg og snæviþakin fjöll I baksýn — Kolbelnsstaðafjall nær, Fagraskógarf jali lengst til hægrl. öll álnarlöng kefli, er á rekann komu, svo sem gömlu rekalögin sögðu fyrir um. Ekki er alls kostar greiðfær leið á milli Stóra-Hrauns og Litla-Hrauns, og hefði mér gengið skrykkjótt, ef ég hefði farið bá leið kvöldið áður í myrkri og slagviðri. Engjalöndum jarðanna hafa sjávarflóð spillt að mun, og verður helzt að sæta sjávar- föllum til þess að komast á milli bæjanna. Þar sem lægðir eru eða dældir á fitjunum, hefur sjór staðið eftir við útfall, og eru þar nú komn- ir hyldjúpir skurðir, leirtjarnir og svarðleysur, sem ömuriegt er á að horfa og illt að komast yfir. Að vetrarlagi verða þessir skurðir ger- samlega ófærir sauðfé og öðrum bú- peningi, er beir fyllast krapi og bólgna upp, og fer þar þá enginn nema fuglinn fljúgandi. Gjótur í hrauninu eru líka viðsjárverðar, og flæðihætta er á skerjum fyrir landi. Þarf því fónaður mikið eftirlit, ef ekki á illa að fara. Því miður var gamli bærinn á Litla- Hrauni að mestu fallinn. Förina hafði ég einkum gert til þess að taka mynd af honum. En af þvi, sem uppi stóð, mátti sjá, að hann hefur verið mynd- arlegur á sínum tíma, traustlega byggður og veggir vel hlaðnir. Trú- lega hefur hann verið frá dögum Ástríðar Benjaminsdóttur, er lengi bjó á Litla-Hrauni, ásamt ráðsmanni sínum, Sigurði Jónssyni. Þau koma bæði talsvert við sögu séra Árna Þórarinssonar. Mörgum þótti ráðsmaðurinn nokk- uð styggur og sérlundaður. Ef til vill hefði mátt rekja ástæðuna til stygg- lyndis hans til þess, að hann hafði fyrr á árum orðið að hrekjast úr heimabyggð sinni fyrir litlar sem eng- ar sakir. Aftur á móti hefur átthaga- þrá hans verið sterk og söknuðurinn mikill. Slíkt er okkur íslendingum í blóð borið. Snoturt steinhús er nú á Litla- Hrauni, byggt rétt áður en jörðin fór í eyði. Þýft túnið var loðið, en þó komið í órækt En vinalegt hefur verið hér og kyrrlátt vorlangan dag- inn við ilmandi gróður hraunsins og iðgræn engjaiönd en evjar og sker fyrir landi með blundandi seli á hleinum og iðandi fuglalíf. í hraunjaðrinum skammt vestan við íhúðarhúsið er sporöskjulaga jarðsig eða gjá, sem nefnist Gláma. Þar er hið ákjósanlegasta fjárbyrgi eða rétt, þegar féð kemur úr hrauninu, enda ævinlega til slíks notað. Suður af eru sker, sem Barnasker heita, og hlýtur saga að felast í því nafni, þótt ekki sé mér kunnugt um hana. Þegar ég hafði þakkað fyrir mig sem bezt ég kunni og kvatt fólkið á Stóra-Hrauni, fékk ég að fylgjast með Kristjáni, syni hjónanna, er hann fór með mjólkina upp á þjóðveginn. Gat 97ó T í M I N N — SUNNUDAGSBLA0

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.