Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 5
ljósa og segulbreytinganna. Þessar athuganir eru gerðar í samvinnu við vísindamenn í öðrum löndum. ísland er ákaflega vel staðsett til norður- Ijósarannsókna, því að norðurljósa- beltið liggur u;n landið, en annars liggur það víðast yfir sæ eða um óbyggð svæði. Við stöndum því ó- venju vel að vígi 1 þessu sambandi. Nú eru norðurljósabeltin tvö. Á suðurhveli jarðar liggur sams konar belti umhverfis segulskautið eins og það, sem er á norðurhveli. Suðurljós ætti líklega að kalla þessi ljós. Ýmis- legt bendir til þess, að þessi fyrir- bæri, Ijósin og segultruflanirnar, fylgi segullínum og hagi sér því eins eða svipað á tilsvarandi stað á suður- hveli og norðurhveli. Þess vegna er okkur kappsmál að fá nákvæmar skýrslur um suðurljósin til að bera saman við athuganir okkar á norður- Ijósunum, svo að hægt sé að sann- reyna þessa kenningu. Og svo heppi- lega vill til, að rannsóknarstöð, sem Japanir reistu á Suðurskautslandinu á jarðeðlisfræðiárinu, liggur nokk- urn veginn í beinni seguilínu við ís- land og segulmælingastöðina hér. Þessar tvær stöðvar, stöðin hér og japanska stöðin, eru þannig bezta stöðvapar, sem til er í heiminum, og vonir standa til, að með samvinnu við Japani og alþjóðlegri samvinnu, megi fá auknar upplýsingar um þetta atriði, komast að því, hvort því sé raunverúlega svo háttað, að norður- og suðurljósin á sömu segullínu hagi sér eins, jafnvel í smáatriðum. — Hafa norðurljósaathuganir ver- ið gerðar hér á landi lengi? — Hér hafa verið gerðar ýmsar at- huganir á norðurljósum, en aldrei samfelldar um langan tíma. Á árun- um 1952—54 fylgdist ég talsvert með þeim, en þær athuganir voru þó hvergi nærri ýtarlegar. Á jarð- eðlisfræðiárinu 1957—58 gerði veður- stofan svo athuganir á norðurljósum, og hafði Eysteinn Tryggvason þar forgöngu um. Þá var fengin hingað norðurljósamyndavél, sem staðsett var á Rjúpnahæð og myndir teknar á heiðskírum nóttum í samvinnu við starfsmenn Landsímans, sem þar eru á vakt. Þetta var ágætt brautryðj- endastarf, en eftir að jarðeðlisfræði- árinu lauk, lögðust athuganir þessar niður, og er skaði, að svo skyldi fara, því að það, sem mest á ríður, er að fá stöðugar athuganir, sem ná yfir langt tímabil. Nú eru norðurljósaathuganir að hefjast á nýjan leik, og standa vonir til, að þær geti orðið bæði yfirgrips- meiri og ýtarlegri en áður. Segul- mælingastöðin, sem komið var á fót á jarðeðlisfræðiárinu, hefur starfað óslitið síðan, og hefur stöðugt verið fylgzt með breytingum á segulsviðinu þar. Frumkvæðið að þessari stöð átti prófessor Þmdv'ö-n Sigurgeirsson, og hefur hann unuið þar mikið starf. Stöðin krefst ákaflega mikils tíma; tækin, sem þar eru notuð, eru mjög nákvæm og má ekkert út af bera með stillingu á þeim. Engir segulmagn- aðir hlutir mega koma í stöðina, og verða því allir naglar í sjálfum stöðvarhúsunum að vera úr kopar eða alúmíníum. Nú eigum við von á að fá mjög fullkomna myndatökuvél frá Ame- ríku. Þessi vél á að taka mynd á mínútufresti, þegar bjart er, og tíma setning hennar verður mjög nákvæm. Önnur vél svipaðrar gerðar er vænt- anleg síðar. En þótt myndavélarnar séu ómissandi til þessara rannsókna, er mjög margt í fari norðurljósanno, sem ekki er hægt að fá íram með myndavél, og þvi þarf líka að fylgj- ast með þeim með augunum. Norður- ljósin breytast oft svo snöggt, að engin leið er að festa það á mynd, og sumar tegundir norðurljósa er mjog erfitt að þekkja af myndum. Litmyndir hafa verið teknar af norðurljósum, en erfitt er að ná rétt- um litum á mynd. í norðurljósum ber mest á grænum lit og rauðum, sem stafa af súrefnisatómum; eins hafa þau stundum rauðan og rauð fjólubláan lit, sem kemur af köfu unarefni. Til þess að athuganir yrðu sem fyllstar, þyrftum við að koma okkur Norðurljósin hafa heilN að margan og hræit suma. En þau þeytast ekki um himinhvoifið af tiiviljun einni saman, heidur lúta þau sínum sérstöku lögmáium, sem vísindamenn um allan heím leggja kapp á að kanna til hlítar. Meðal þeirra, sem taka þátf í norðurljósarannsókn- um, er Þorsteinn Sæ- mundsson, og hér segir hann frá ýmsu í fari þessara fögru himin- upp kerfi athuganamanna um allt land, manna, sem vildu taka að sér að fylgjast með norðurljósum og gefa skýrslur um athuganir sínar. Þetta er þolinmæðisvinna, ekki af þvi að starfið sé leiðinlegt, því að það er það ekki, heldur af hiuu, að það Norðurljós yfir Riúpnahæð. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 965

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.