Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Blaðsíða 18
Oftast er háð atvikum allmargt það, er hendir mann í lífinu, eða svo má virðast. En . . . skyldi ekki ein- mitt eitthvert afl vera þar á bak við, afl, sem einstaklingurinn ræður ekki við, afl, sem er að einhverju leyti utan við sjálfs-vit og -vilja hans? 18 ár eru liðin frá því að ég las í „Lesbók Morgunblaðsins'- 30. sept. 1945 (þ. e.: í 38. tbl., XX. árg.) dá- litla grein — auðsjáanlega þýdda (þó af mál-vanefnum) úr ensku, og virt- ist höfundarnafnið enskt. Greinin hét: „Galdraheilinn“. Vegna þeirra fullyrðinga í grein- inni, að úr 23-stafa tölu væri ekki hægt að lesa og að „sú tala héti ekk- ert“, ætlaði ég mér að sýna fram á annað, þar sem mér hafði, þá fyrir 44 árum, verið bent á það. Því lagði eg blað-eintakið til hliðar og geymdi betur en' venjulega. En árin hafa liðið — — liðið — og ótal margt breytzt.---------Og nú er þessi „Lesbók“ Mbl. ekki lengur til.-----Og Ámi minn, vinur, Óla, hættur slíkum störfum. Sunnudagsblað Tímans er komið fram og virðist hafa erft vaxtar-lagið svo að það verði geymt í BÓK og lesið, öðru vísi en sem „dægurfluga“, líkt og var með „Lesbókina“ hans Árna, þótt ekki sé mikinn annan skyldleika að finna------------og þó ---------þjóðlegu og sögulegu fræðin m.m. Af þessum ástæðum bið ég vaxtar- arftakann að geyma eftirfarandi minningu og fróðleik. Þegar eg fyrir 18 árum las fyrst- nefnda grein, kom mér upp í huga eftirskráð atvik, sem nú er orðið yfir 60 ára gamalt. En þar sem ég (af einhverjum ástæðum, — líklega tímaskorti þá) framkvæmdi ekki strax að færa þetta í letur og senda vini mínum og samfélaga Árna Óla til birtingar í Lesbókinni sinni, hef- ur verkið dregizt allt til þessa. Af því að eg hef hvergi heyrt getið um né séð leiðbeiningu um að skrifa rétt upp og les-merkja rétt tölur, og svo að lesa úr tölum, — og enn þar sem getan er takmörkuð til að gera annað en að beita penna einfaldlega — þá reyni eg hér að skrásetja þessa gömlu minningu bæði til þess, að efni hennar týnist ekki en verði geymt, og til þess, að þeir megi njóta leið- beininganna, er það vilja þiggja, svo og í minningu hins góða, löngu látna og síréttláta kenara, sem þá lét mér og um 11 öðrum félögum mín- um þessa kennslu í té. — Blessuð veri alltaf minning hans Líklega hefði mín ævi lagzt um annan farveg, hefði hann mátt halda heilsu og, lif- að lengur og í sínu starfi. Guð einn veit þó, hvort það hefði orðið mér eða samferðamönnum mínum ham- ingjuríkara. Og nú sendi eg þetta Sunnudags- blaði Tímans af því að það er að formi til arftaki Lesbókarinnar hans Árna, getur því geymzt þar í bókar- Desiljónir. Síóviljónir. Öftiljónir. jSeptitjónw. œSexijónir. 123 ’fóóhsQ'lodlSQ '102^897*361 [230*871 RIC FRANK RUSSEL EINA LAUSNIN FRAMTÍÐARSÖGUR þurfa ekki að fjalla urn framtiðina. Þœr geta a>llt eins verið tímalausar eins og goðsögur, eða hafa gerzt í fjarlægri forneskju. Dœmi um slíka tímalausa sögu, er smásagan eftir Eric Frank Russell, sem hér birtist. Hún gerist í upphafi tilverunnar, er sköpunarsaga fyrstu Mósebókar fœrð í búning framtíðarsagna. Hann sat í myrkri og þar var eng- inn annar. Ekki rödd, ekki hviskur. Ekki snerting handar. Ekki hlýja frá öðru hjarta. Myrkur. Einvera. Eilíf innilokun þar sem allt var svart og þögult og ekkert bærðist. Fangavist án undangengins dóms. Refsing án syndar. Hið óbærilega, sem varð að bera, nema finna mætti einhverja leið til undankomu. Engin von um björgun frá neinum öðrum. Engin sorg eða samúð eða meðaumkun frá annarri sál, öðrum huga. Engar dyr til að opna, engar skrár til að snúa, engar slár til að saga í sundur. Aðeins djúp niðdimm nótt til að þukla og ekkert að finna. Fálma til hægri og þar er ekkert. Rétta höndina út til vinstri og finna algert tóm Ganga áfram í myrkrinu eins og blindur maður, sem hefur villzt í geysistórum sal og þar. er ekki gólf, ekki fótatak, ekkert til að tálma förinni. Hann gat aðeins snert og skynjað eitt. Og það var hans eigið sjálf. Þess vegna voru einu tækin til að losna úr prísundinni þau, sem leynd- ust með honum sjálfum. Hann varð sjálfur að frelsa sjálfan sig. Hvernig? Enginn vandi er óleysanlegur. Vísindin lifa á þessari kenningu. Án hennar dæju vísindin. Hann var hinn fremsti vísindamaður. Hann gat því ekki neitað þessari skírskotun til hæfileika sinna. Plágur hans voru leiðindi, einvera, andlegt og líkamlegt aðgerðarleysi. Við þær var ekki hægt að búa. ímynd unaraflið leggur til auðveldustu undankomuleiðina. Þeir, sem eru i spennitreyju, flýja líkamsfjötrana yf- ir í draumaland, sem þeir eiga sjálf- ir. En draumar nægja ekki. Þeir eru óraunverulegir og allt of skammir. Frelsið, sem skyldi unnið, varð að vera ósvikið og varanlegt. Það þýddi, að hann varð að skapa veruleika úr draumum, veruleika, sem fengi stað- izt um eilífð. Hann varð að viðhalda sér sjálfur. Ekkert minna gerði und ankomuna algera. Hann sat í myrkrinu og barðist við 978 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.