Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Side 6
í norðvesturátt frá Sandvíkureyj-
um, sem sumir kjósa fremur að
nefna Hawaii upp á útlenzku, ligg-
ur nær tvö þúsund kílómetra löng
keðja af smáeyjum og skerjum. Eyj-
arnar næst Sandvíkureyjum eru
.skörðóttar klettaeyjar, leifar af
fomu landi. Fjær eru eldfjallatind-
.arnir löngu komnir niður fyrir sjáv-
armál, og þar væru allar minjar um
land horfnar, ef ekki hefðu stöðugt
hlaðizt kórallar ofan á fjöllin og
piyndað litlar sandeyjar, rif og lón
þarna á miðju Kyrrahafi. Mannaferð-
ir hafa lengst af verið litlar á þessum
slóðum, og það er eflaust því að
þakka, að þarna lifa einhverjar sjald
séðustu skepnur á jarðríki.
Munkselirnir eru einu tegundir
eyrnalausra þ. e. venjulegra sela, sem
, lifa í hlýjum höfum. Ættingjar
þeirra halda sig nær eingöngu í köld-
um sjó. Af munkselum er vitað um
þrjár tegundir. Miðjarðarhafsmunk-
selurinn (Monachus monachus) var
alkunnur hinum fomu menningarþjóð
um við Miðjarðarhaf, en nú eru pkki
eftir nema litlar leifar stofnsins á
einangruðum stöðum við Miðjarðar-
haf og Svartahaf, við Madeira og
Kanaríeyjar og á norðvesturströnd
Afríku. Karabíski munkselurinn
(Monachus tropicalis), sem Kólum-
bus uppgötvaði fyrstur, var áður al-
gengur við Bahamaeyjar og út af
Florída. Hann er að öllum líkindum
útdauður með öllu. Þriðja tegundin
(Monachus schauinslandi) lifir við
fjarlægari enda Sandvíkureyjakeðj-
unnar.
Hvernig stendur á því, að munksel-
ir eru hvergi til nema á þessum stöðv-
um, sem svo er langt á milli? Því
er erfitt að svara með fullri vissu,
en vísindamenn telja, að saga teg-
undarinnar og selaættarinnar sé eitt-
hvað á þessa leið: Fyrstu selirnir eru
komnir af rándýrum, svipuðum otr-
um, sem lifðu í vötnum í Asíu á
míósentímanum fyrir um það bil 20
milljónum ára. Þegar vötnin fóru
smáminnkandi, færðu forfeður sel-
anna sig til strandhafanna. Sumir
héldu norður og komust allt norður
til íshafsins. Afkomendur þeirra eru
norðurhafaselir þeir, sem nú lifa- Aðr-
ir fóru til Tethyshafsins, sem er und-
anfari Miðjarðarhafsins, og frá þe’m
eru munkselirnir komnir (svo og suð-
urhafsselimir og sæfílarnir).
Munkselirnir hafa að öllum líkind-
um breytzt minnst allra sela síðan á
míósentímanum. Þeir hafa ekki þró-
að með sér þau sérstöku einkenni,
sem frændur þeirra, er héldu til kald-
ari hafa, urðu að ávinna sér. Munk-
selurinn hefur borizt út frá Miðjarð-
arhafinu, -bæði vestur um haf til
Karíbahafsins og austur um Kyrra-
hafið til Sandvikureyjaklasans. Tengi-
liðirnir milli þessara þriggja svæða
liaf? svo fljótlega dáið út, og þá hafa
þessir þrír hópar þróazt hver á sinn
hátt, svo að nú má telja þá þrjár
sérstakar tegundir.
Um árþúsundir hefur munkselur-
inn lifað óáreittur í eyjaheimkvnn-
Á MIÐJU KYRRAHAFI LIFIR DÝRATEGUND, SEM AÐ-
UR VAR AÐ ÞVÍ KOMIN AÐ DEYJA ÚT, EN ER NÚ
AÐEINS FARIN AÐ RÉTTA VIÐ AFTUR. ÞAÐ ER
MUNKSELURINN, EINHVER FORNLEGASTA OG
SJALDGÆFASTA SELATEGUND, SEM UM GETUR í
HEIMINUM FRÁ ÞEIRRI MERKILEGU SKEPNU ER
NOKKUÐ SAGT Í ÞESSARI GREIN.
[ 246
T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ