Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Side 14
izt að lögum, með því að hann hefði
fullnægt öllum formsatriðum eins og
íhér er 6kráð, og afturkallaði alla
ftrrri erfðagerninga eða yfirlýsing-
ar um síðasta vilja sinn, hvort slíkt
finnst skráð af honum einum eða
með tilstyrk annarra fyrir þcnnr.r,
dag, þar eð það er hans vilji og á
kvörðun, að allir slíkir gernin.gar og
ihver einstakur þeirra skuli álítast
sem ógerðir“.
Nú er sýnt, að hina næstu daga
hefur prestur lúterska safnaðarins
vitjað Björns, því að fjórum dögum
síðar hefur verið bætt við svolátandi
ákvæði:
„Með skírskotun til fyrirvarans
gefur hann eftir undirskrift lúterska
söfnuði 200 Höfðaborgardali“.
Degi síðar, hinn 4. dag janúaimán
aðar, andaðist Bjöm.
IV.
Björn hefur sjálfsagt mælt svo
fyrir, að fregnum um andlát hans
yrði komið til Kaupmannahafnar o,g
vísað þar til Gríms Thorkelíns, móð-
urbróður síns. Ræðismaður Dana i
Höfðaborg, Hancke að nafni, lét
það ekki dragast úr hömlu. Fáum dög
um eftir dauða Björns skrifaði hann
skipstjóra einum í Kaupmannahöfn
Kröyer að nafni, og bað hann að
snúa sér til Gríms. Lét hann þess
getið, að Björr*- heíði látið ættingjum
sínum á íslandi eftir talsverðan avf
seen hann bauðst til að ná út og koma
áleiðis, ef hann fengi lögmætt um
boð til þess Lagði hann til ýmis
ráð hversu hyggilegast myndi að
haga tilkalli til arfsins
. Grímur Thorkelín var orðinn ald?-
aður maður og nafði legið sjúkur
á sjöunda n.ánuð, er Kröyer skip
stjóri flutti honum þessar fregnir
Samt sem áður tók hann sér penna
í hönd í rúmi sínu og skrifaði Bjarna
amtmanni Þorsteinssyni á Arnar
stapa. Það bréf fékk Bjarni með vor
skipunum 1827.
Sigríður, móðir Björns, var lát-
in, þegar hér var kocnið, og má
ráða það af erfðaskránni, að honum
hefur verið kunnugt um það. Syst-
kini hans voru aftur á móti sjö á
lífi og búsett víðs vegar um Dali og
Snæfellsnes — Jór, bóndi á Gunnars
stöðum, Hallgrímur bóndi á Dunk
árbakka, Bjarni'bóndi í Lækjarskógi,
Magnús, er síðar gerðist bóndi í
Skálholtsvík á Ströndum, Sigurður
bóndi í Arnartungu í Staðarsveit
Þóra vinnukona á Skarði, Elísa
bet húsfreyja á Gunnarsstöðum og
Ragnhildur er átti heima úti í
Rifi. Lét Bjarni amtmaður ekki und
ir höfuð leggjast að tjá þeim öllum
tíðindin. Var nú ráðgazt um, hvað
gera skyldi, og varð það ofan á, að
sex systkinanna veittu þeim bróðurn-
um, er átti heima næst amtmann-
um, Sigurði í Arnartungu, skriflegt
og innsiglað umboð sitt til þess að
kalla eftir arfinum. Áritaði Skúli
sýslumaður Magnússon á Skarói
þetta uimboð til frekari staðfestu.
Sigurður framseldi síðan Bjarna amt
manni umboðið, en hann sneri ser
til kansellísins danska, bað um að-
stoð þess í málinu og stakk upp n
því, að sendiherra Dana í Lundúu-
um yrði falið að grennslast eftir því,
hvort þeim systkinum bæri arfur-
inn og hve mikið fé væri um að
tefla.
V.
Auðvitað gat ekki hjá því farið
að það vitnaðist fljótt vestan lands,
að þau Hlíðarsystkin ættu í vænd-
um arf eftir bróður sinn. Bárust út
hinar mestu tröllasögur um auð
þann, er Björn hefði dregið saman,
og dró það ekki úr, að sum syst-
kinanna þóttust hafa sanna sögu a:
því, að hann væri firnamikill. Meðal
annars var það haft fyrir satt, ao
hann hefði átt átján þúsund spesíur
í útláni í Kaupsnannahöfn og ekki
verið greiddir vextir af því láni i
tíu ár. Gerðist margur til þess að
öfunda systkinin en jafnframt óx
virðing þeirra til muna, er það komst
í almæli, að þau myndu innan tíðar
verða stórrík. Hvar sem þau fóru,
biðu þeirra framréttar hendur fólks,
sem vildi koma sér vel við slík óska-
börn gæfunnar, og allir höfðu uppi
heillaóskir og margvísleg fagurmæli.
Hér hafði skipazt svo veður í lofti,
að það var ævintýri líkast. Bræðurn
ir voru samstundis dubbaðir upp )
signora og settir til jafns gildusta
nefndarbændum.
Sum Hlíðarsystkina höfðu búið við
fátækt, og ekkert þeirra var meira
en bjargálna. Nú hefði mátt ætla,
að fólk, sem lengi hafði þraukað þol
inmótt og ekki látið baslið buga sig,
hefði getað þreyð nokkur misseri við
sömu kjör og áður í von um það,
að senn rættist úi, svo að um mun
aði. En þessu virðist hafa verið öðru
vísi farið. Vitundin um hin mikl:i
auðæfi virðist hafa gert systkinin,
að minnsta kosti sum þeirra, ósáttari
við lífið en áður: Fjárvonin olli því,
að þau fundu meira til þess en fyrr,
hve að þeim kreppti. Og undir niðri
brann þessi spurning. Hvernig
skyldi ganga að ná arfinum frá
Höfðaborg? Allir vissu, að sá stað-
ur var órafjarri, en sumir hafa þó
sjálfsagt ,haft óljósa hugimynd um,
hvar á hnettinum hann var. Það gat
ekki hjá því farið, að nokkur uggur
um það, að treglega gengi að heimta
arfinn, læddist að mönnum.
Það er auðséð, að hina helztu kaup
sýslumenn vestan lands hefur fljót-
Iega farið að klæja í lófana, þegar
þeir heyrðu nefndar hinar svimháu
tölur, sem menn báru sér í munn,
er rætt var um auð hins látna
beykis frá Hlíð í Hörðudal. Þess var
þá ekki heldur langt að bíða, að
þeir færu að hugsa um, hvernig þeir
gætu komið svo ár sinni fyrir borð,
að þeir yrðu sjálfir aðnjótandi ein-
hvers af þessum auðæfum. En til
þess þurfti talsverða kænsku, þó a‘5
sú væri bót í imáli, að bændur voru
auðtryggnir við þá, sem voru þeim
veraldarvanari.
Um þessar mundir var Jón Kol-
beinsson kaupmaður í Stykkishólmi,
ríkur maður og fremur vinsæll og
átti mikil skipti við Dalamenn. Hon-
um lék hugur á því, að Höfðaborg-
ararfurinn færi ekki með öllu fram
hjá honum. Hann var gagnkunnugtir
þeim bræðrum frá Hlíð, og munu
sumir þeirra, að minnsta kosti Hall-
grímur á Dunkárbakka, hafa verið í
talsverðri skuld við hann.
Upp úr miðjum febrúarmánuði
1828 var Hallgrímur staddur í Stykk-
ishólmi, og virðist augljóst, að Jón
Kolbeinsson hafi kvatt hann þangað
á sinn fund. Sýnt er og, að hann hef-
ur verið búinn að erja jarðveginn
rækilega — ala á fjárþörf Hallgríms
og þeirri tvisýnu, er vsgri á því, að
arfurinn næðist, þó að vitanlega væri
alls engin reynd komin á það, þar
eð vitneskjan um andlát Björns hafði
fyrst borizt hingað til lands vorið
áður, en málarekstur allur varð að
ganga í gegnum margar stjórnar-
skrifstofur í Danmörku, Englandi og
Höfðaborg, áður en von var urn, að
svör fengjust. Að sjálfsögðu hafði
Jón Kolbeinsson svipu á Hallgríim,
þar sem voru verzlunarskuldir hans,
þó að ekkert verði um það sannað,
að hann hafi beitt því vopni. Hitt
er jafnvel líklegra, að honum hafi
dugað fortölur einar og gyllingar til
þess að koma ætlun sinni fram.
Af því er skemmst að segja, að
hinn 18. febrúar gerðu þeir Jón og
Hallgrímur næsta furðulegan samn-
ing, sem verður að virða Hallgrími
til mikillar fákænsku og Jóni til
ófyrirleitni í skiptum við þennan
hrekklausa bónda. Meginatriði samn-
ingsins felast í þeim kafla hans, er
hljóðar svo:
„1. Ég, Hallgrúmur Magnússon, tek
mér hér með fullmektugan og með
ráði bræðra minna og fleiri góðra
vina áfýsingu innset herra kaup-
mann J. Kolbeinsen í öll mín rétt-
ugheit til, mín vegna, innkalla og
bestýra höfuðstólnum af arfalóði því,
er mér ber . . .
2. Ef kapítalinn af mínu arfalóði
yrði upp á 6000 spesíur, þá er minn
vilji, að 3000 setjist á rentu, annað
hvort á kóngsins kassa eða annars
staðar, móti gildu hypóteki, 1000
254
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ