Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Síða 19
steinum kastað út að því og barið í
vatnið með árunum, en þetta er ein-
mitt aðferðin til þess að reka þann
silung í netið, sem fyrir innan það
kann að vera.
Þama er svo grunnt, að flárnar á
netinu standa upp úr. Engin t'iá
hreyfist. í þetta skiptið hefur ekk-
ert „komið við". Við höldum nú að
þeim endanum, sem byrjað var að
leggja, og ég dreg netið tómt inn í
bátinn. Þannig höldum við áfram
næstu lögn, en þá sjáum við, að
flámar fara í kaf öðru hvoru, þrjár
til fjórar saman. Það hefur „komið
við“, og þá er von um veiði. Þegar
ég er um það bil hálfnaður að draga
netið, sé ég blika á stóra og fallega
bleikju. Eg tek heldur meira í neðri
teininn, svo að poki komi á netið
fyrir neðan hana, því að ég geri ráð
fyrir, að hún sé alveg laus í netinu.
Síðan innbyrði ég fenginn, bráðlif-
andi og sprettharðan. Svona höldum
við áfram fram eftir nóttinni og er-
um búnir að fá allmikla veiði. Það
er aðeins eftir ein lögn, sem ekki
hefur verið reynd.
„Oft hafa urriðar verið á þessari
lögn“, segir Lalli um leið og ég byrja
að leggja netið. Lalli rær nú inn fynr
það eins og venja er til, en allt í einu
færist netið í kaf um miðjuna.
„Urriði!“ verður okkur báðum að
orði. Við sjáum snöggvast á sporðinn
upp úr vatninu og boðaföllin ganga
langt út frá honum, eins og þegar
stórum steini er kastað í djúpt vatn.
Eg byrja að draga netið hægt og
gætilega og því hægar, sem nær dreg-
ur veiðinni. Urriðinn hreyfist ekki,
og ég sé á módröfnótt bakið rétt unl
ir yfirborði vatnsins. Hann er utan
við netið aðeins flæktur á tönnunum,
svo að með einu snöggu átaki gæti
hann rifið sig lausan. Eg halla mér
út yfir borðstokkinn og tek báða
teinana á netinu, sinn með hvorri
hendi, sveifla bvi utan um urriðann
niðri í vatninu og innbyrði „snurt-
inn“ í einni svipan. Lalli tekur svo
við honum og kastar honum fram í
barka.
Eftir litinn tíma er róið heim á
leið. Napur vestankaldi golar á móti
okkur, en svo lygnir von bráðar aft-
ur. Öll náttúran hefur vaknað við
geisla morgunsólarinnar, og alls stað-
ar er líf og fjör.
Við lendum í svokölluðu Hrauns-
nefi, setjum bátinn í naust og teljum
silungana, þrjátíu og fjóra, ofan í
pokann og iátum urriðann ofan á.
Lalli snarar pokanum á bak sér, og
við höldum heimleiðis. Eg lötra á
eftir, hálfdofinn af kulda eftir hreyf-
ingarleysið í bátnum.
Blágrár reykurinn liðast upp úr
eldhússtrompinum heima. Mamma er
farin að hita morgunkaffið.
Já, það er margs að minnast fyrir
þá, sem lifað hafa hinar fögru vor-
nætur við Þingvallavatn, séð fjalla-
hringinn brenna í aftanskini hinnar
hnígandi kvöldsóiar, og eftir andar-
taksstund allt austurloftið í logabáli
fagnandi sólstafa nýrrar dagrenning-
ar. En næturþokan getur líka verið
töfrandi, þegar hún umlykur hólma,
nes, víkur og voga í mjúklátum faðmi
sínum, dýpkar kyrrðina, sVæfir sil-
unginn og blessar starf veiðimanns-
ins.
En þessi afli hafðist þó ekki með
sitjandi sældinni. Margur var blaut-
ur, þreyttur og kaldur eftir írekstr.
arveiðina. Það tók í bakið að leggja
og draga alla nóttina. En slíkt gleymd
ist furðu fljótt. Svo kærkomin var
blessuð björgin, ljúffengt nýmetið,
eftir hinn gamla og fábreytta mat
vetrarins. Hin síðari ár, eftir að mark
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
259