Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Side 20
aður greiddist til Reykjavíkur, var
mörgum heimilum hin bezta hjálp
að silungssölunni, því að hún var þá
oft hinn eini tekjustofn vorsins.
Þótt vornæturnar séu Ijúfar við
Þingvallavatn, þá er það ekki alltaf
jafnblítt á svipinn. í stormum og
stórviðrum verður það allt að einu
freyðandi brimlöðri og með öllu ó-
fært hinum litlu veiðibátum, sem við
það hafa verið notaðir. Veiðibátarnir
við Þingvallavatn hafa flestir verið
litil sjóskip. Þeir voru löngum heima
smíðaðir, oft af litlum efnum, enda
miðað við, að einn maður réði við
þá, bæði á Jandi og vatni. Báran á
Þingvallavatni getur orðið nokkuð
stór, og hún er alltaf kröpp og brotn-
ar mjög. Er því einnig þar gæftaleysi,
stundum dögum saman.
ísalög
Það er gamalla manna m-i, að
ekki verði Þingvallavatn alísa fyrir
jól, nema vetur leggist snemma að
með aftaka írosthörkum. Sú er líka
reyndin, að þetta hefur mjög sjald-
an komið fyrir í minni núlifandi
manna. Þó er þess getið í annálum.
Þar er t. d. sagt, að árið 1753 hafi
ís komið á Þingvallavatn viku fyrir
jólaföstu og iegið á því, þangað til
í fimmtu viku sumars. Aftur á móti
þykir það bera vott um mjög mildan
vetur, ef það leggur aldrei allt. En
hversu snemma það leggur og hversu
lengi ísinn helzt, f.er auðvitað állt
eftir tíðarfarinu. Grunnar víkur og
voga leggur oft fljótt, en sá ís brotu-
ar þó tíðast upp aftur í álandsvindi.
Þegar stormar og umhleypingar
ganga, hrekst íshroði stundum um
vatnið tímunum saman, en fer svo
í samfellda hellu, þegar aftur still-
ir til með kælu.
Oft sjást, einkum fyrri hluta vetr-
ar. gufuslæður stíga upp úr vatn-
inu, líkt og upp af laugavelgjum.
Þetta á sér aðeins stað, þegar veður
er stillt og kalt, og stafar þessi upp-
gufun af blöndun hlýja vatnsins frá
botninum við hið kalda yfirborðsvatn.
Fyrir kemur, að allt vatnið leggur
með bláís á einni nóttu, ef kyrrt er
veður, og er þá eins og risastór speg-
ill yfir að líta. Öll fjöllin í kringum
það spegla ásjónur sínar og virðast
standa á höfði, en til botns sést á
margra metra dýpi.
Aldrei verður bláís mjög þykkur.
Það sem fyrst og fremst gerir ísinn
þykkan, er snjór og krap, sem verð-
ur samfrosta, þegar á skiptast snjóa-
lög. hlákur og frost.
Veturinn 1918 varð ísinn á Þing-
valiavatni um einn metri á þykkt, en
meira mun hann sjaldan verða.
Oft heyrast brestir og drunur í ísn-
um, einkum þó í bláísnum, svo að
undir tekur í fjöllunum. Er það talið
boða þíðyiðrí, ef inikið þýtur í ísn-
um.
Þar sem kaldavermslislindir renna
í vatnið, svo sem í kringum Vellan-
kötlu, kringum Þingvelli og vestan
við Skálabrekku, haldast alltaf auðar
vakir við landið, hversu hart sem
frýs. ísinn er ætíð ótryggur þar í
nánd, og þar leysir fyrst á vorin.
Stórir brestir koma í ísinn, þegar
fram á veturinn kemur, og þá jafnan
á sömu slóðum ár hvert. Stærsta -
sprungan liggur venjulega úr Rauða-
kusunesi út í Sandey og þaðan suður
í Hagavíkurhraun eða Lambhaga.
Verður sprunga þessi oft svo breið,
að hún er ótrygg yfirferðar og stund-
um ófær. Háar jakahrannir rísa oft
upp af þessum brestum, því að ís-
inn bifast nokkuð til í stórviðrum,
og rísa þá skarirnar upp á misvíxl.
Einnig gengur ísinn oft nokkuð á
land, einkum þegar aftur linar eftir
langvarandi írost. Rífur hann þá með
sér grjót, möl og sand, svo að eftir
verða urðarhryggir á ströndinni, þeg-
ar ísana leysir.
Umferð var oft mikil yfir vatnið,
er það var á ís, allt fram að því, er
samgöngutæki breyttust á síðari tím-
um. Fóru bændur úr ofanverðum
Biskupstungum, Laugardal og Gríms-
nesi þá tíðum kaupstaðaferðir á út-
mánuðum og fram um sumarmál, til
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, með
langar lestir klyfjahesta yfir vatnið
til að stytta sér leið. Oftast Iögðu
þeir út á vatnið nálægt Arnarfells-
bænum og tóku þá aftur land fyrir
neðan Heiðarbæ. Var þá stundum
ógætilega farið, einkum ef langt var
liðið á vor, og ísinn tók að gerast
ótraustur. Sérstaklega var stundum
djarflega teflt við ísinn á austurleið,
og þá einkum ef menn voru við skál.
Ekki hef ég þó heyrt, að þetta hafi
valdið stórslysum. Þá var það al-
gengt, að vermenn gengju vatnið, er
þeir fóru til sjóróðra. Einnig þeir,
sem heima áttu við vatnið, gengu
ísinn milli bæja, og var þá eigi síður
treyst á fremsta hlunn, enda nokkur
dæmi þess, að það yrði mönnum að
aldurtila og þó furðu sjaldan.
Eitt dæmi skal hér nefnt um djarí'-
lega ísaferð á Þingvallavatni:
Litlu fyrir síðustu aldamót áttu
bræður tveir heima í Arnarfelli, ung-
ir og hraustir og hinir mestu full-
hugar. Lögðu þeir eitt sinn á vatnið,
er lagt var ísi einnættum, og vildu
þeir að Skálabrekku, eða þar í
grennd. Frost var og hreinviðri, og
ísinn sæmilega traustur við land. En
er lengra kom út á vatnið, þar sem
dýpi var meira, varð ísinn ónýtari, og
krossbrast hann undan þeim í hverju
spori. Þótti þeim þá ekki ráð, nema
vera langt hvor frá öðrum, og lögð-
ust þeir síðan niður og skriðu á fjór-
um fótum til að dreifa þunganum.
Sleðakugg lítinn, með létting á, höfðu
þeir með sér, og dró annar þeirra
hann á eftir sér í löngu bandi. Náðu
þeir svo að lokum landi, og þótti
flestum nóg um það ferðalag.
Nú er ferðir um Þingvallavatn að
vetrarlagi orðnar færri en áður var.
Helzt er það, ef æskulýður Reykja-
víkur ekur þangað á sunnudögum og
sprettir úr spori á stærsta skauta-
svelli íslands. Já, og á síðari árum
hafa jafnvel sézt bifreiðir þjóta um
vatnið þvert og endilengt, en það er
vissulega ekki hættulaus leikur.
Slysfarir
Þung er báran á Þingvallavatni í
hauststormunum, og viðsjáll er á því
ísinn, einkum á vorin. Voveiflegir at-
burðir hafa gerzt í sambandi við
þetta, bæði fyrr og síðar, en þó furðu
sjaldan, þegar borið er saman við
Snjóbíll Guðmundar Jónassonar úti á ís á Þingvallavatnl.
260
T ! M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ