Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Page 21
slysfarir í mörguni öðrum vötnum hér á landi. Eg hef leitað nokkuð í fornum annálum, en þar er lítið minnzt á Þingvallavatn. Enga leið tel ég að vita fyrir víst, hversu margir menn hafi farizt í Þingvallavatni frá upp- hafi íslandsbyggðar. Úr þeim prent- uðum annálum, sem ég hef leitað í, skulu þessi dæmi tekin frá 17. og 18. öld. Árið 1666 drukknaði piltur í Öxar- ármynni, austan úr Þykkvabæ, fannst ekki fyrr en u;n haustið. Árið 1676 drukknaði maður í Þing- vallavatni, Bjarni Einarsson. Árið 1683 drukknaði maður í Þing- vallavatni. Árið 1701 drukknaði í Þingvalla- vatni Jón Einarsson, kallaður lærði. Árið 1702 drukknaði í Þingvalla- vatni meðreiðarmaður séra Einars Pálssonar, prófasts að Gilsbakka Duttu báðir i sömu vök, en séra Einar komst lifs af. Árið 1706 drukknaði búandi maður í Vatnskoti i Þingvallasveit. Þetta tímabil nær yfir 40 ár. Segir. þar frá drukknun sex manna og eru þó naumast allir taldir. Meðal merkra manna, sem vitað er, nð drukknað hafi í Þingvallavatni, er séra Magnús Sæmundsson prestur á Þingvöllum .Hinn 2. febrúar árið 1780 féli hann niður um ís i hina svo nefndu Arnarfellsrifu, en það er brestur mikill, sem oft kemur í ís- inn út frá vestari enda Arnarfells. Séra Magnús var að koma frá messu að Úlfljótsvatni, og var hann ríðandi, einn á ferð. Nokkru áður höfðu menn rætt um-, svo að prestur heyrði, að Arnarfells- rifa ætlaði að verða ótrygg þennan vetur. Er þá mælt, að prestur hafi sagt: „Hún 'oíður eftir mér“. Þótti þetta forspá. Vísa hefur lifað á vörum manna um fráfall séra Magnúsar, en enginn mun þó vita eftir hvern hún er. Vísan er svona: Enginn veit um afdrif hans, utan hvað menn sáu, að skaflasporin skeifberans skörp til heljar lágu. Á þeim sextíu og þremur árum, sem liðin eru af þessari öld, er mér kunnugt um, að sjö menn hafi farizt i Þingvallavatni, sex af bátum og einn gegnum ís. Eftir því, sem hér hefur verið sagt, væri ekki fjarri lagi að ætla, að um það bil tugur manna hafi drukknað í vatninu á öld, og gætu þar því hafa farizt um eða yfir eitt hundrað manns síðan land byggðist. Um stór slys í Þingvallavatni hef ég ekki heyrt getið, þótt sjálfsagt hafi oft hurð skollið nærri hælum. Espólín segir svo í árbókum sín- um árið 1553, en er þó ekki alveg viss um, hvenær þessi atburður gerð- izt: Tíu menn riðu úr Grafningi yfir Þingvallavatn til aftansöngs að Þing völlum. En svo bar til, að ísinn seig undan þeim, svo að þeir lentu allir i vatninu, ásamt hestunum. Þeir kom- ust þó allir upp úr, nema einn. Eft- ir að þeir, sem björguðust, voru komn ir upp úr, biðu þeir nokkra stund, ef vera kynni, að manninum skyti upp. Eflir hálfa eykt, eða vel það, riðu þeir burt, en þegar þeir voru skammt farnir, heyrðu þeir kallað eftir sér, og sneru þeir þegar aftur að vök- inni. Hafði maðurinn þá komið upp hökunni og hélt sér svo. Drógu þeir hann upp úr og færðu hann í þurr föt, og reið hann síðan með þeim til Þingvalla. Sagði hann, að sér hefði virzt svo sem vatninu hefði verið haldið frá vitum sér. Á útmánuðum árið 1917 fór lík- fylgd frá Heiðarbæ suður yfir vatn og ætlaði að Úlfljótsvatni. Með henni voru prestshjónin frá Þingvöllum, séra Jón Thorstensen og kona hans, ásamt tveimur uppkomnum börnum þeirra. Voru þau hjón bæði ríðandi, en flest annað hið yngra fólk á skautum. Þegar komið var fram undir land, nálægt Villingavatni, brast ísinn und- an hestum prestshjónanna, og fóru þau bæði i vatnið, ásamt dóttur þeirra, sem kom þar að og ætlaði að hjálpa. Einar Halldórsson, síðar hreppstjóri á Kárastöðum, var þarna nálægt á skautum, og tókst honum með einstöku snarræði að bjarga öllu fólkinu úr dauðans greipum. Mátti þar ekki miklu muna, að hópur fólks færist á sviplegan hátt. Munnmæli Ekki er margt í munnmælum eða þjóðsögnum undarlegra atburða, er snerta Þingvailavatn, og þó fleira en hér verður greint. Árið 1402 er frá því sagt, að Þing- vallavatn hafi horfið nær til helftar nokkra daga. Vissu ei menn af hvaða orsök var, þvi að regn og úrkoma A.W' I 1 1 M I N N - SUNNUDAGSB.'jlB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.