Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 4
Ég gekk vestur í ÞjótS- minjasafn og hélt |>ar upp á efsta loft. I lítilli skonsu nær því uppi á hanabjálka hitti ég ungan mann, sem var önnum kafinn viÖ atS færa spjaldskrá. Þór Magnússon heitir sá, og hann hefur ný- lega lokíð prófum í fornleifa- frætJi og þjóÖháttafræÖi vií Uppsalaháskóla í SvíþjóÖ. Ég spyr Þór atS því, hvert verksvitS hans og starfs- heiti sé í þessu húsi. — Ég er safnvörður við þjóðhátta- deild þjóðminjasafnsins. Deildin var stofnuð frá síðustu áramótum, og ég tók hér við störfum í janúarlok. — Starfsvið deildarinnar er að safna og lialda til haga öllum fáanlegum upp- lýsingum um þjóðmenningu íslend- inga, þjóðhætti, þjóðtrú og þjóðsiðu. Drög að þessari starfsemi voru þó lögð fyrir stofnun deildarinnar, 03 safnið sendi út fyrstu spurnin.gaskrá sína árið 1960. Hún fjallaðl um slátrun og sláturverk. Þórður Tómas- son safnvörður að Skógum tók þann lista saman í samráði við Kristján Eldjárn þjóðminjavörð, en Kristján á upptökin að þessari starfsemi og er frumkvöðull þess, að þjóðhátta- deildin var stofnuð, að því er úg bezt veit. — Og hafa margir listar verið send- ir út? — Við erum að ganga frá þeim ell- efta. Hann fjallár um gestakomur og verður sendur mönnum nú alveg a næstunni. — Um hvað hafa þeir listar fjallað, sem þegar hafa verið sendir út? — Þeir hafa mest fjallað um bú- skaparhætti til landsins, en sumir þó fremur um þjóðsiðu og þjóðtrú en at- vinnuháttu. Fyrsti listinn fjallaði um slátrun og sláturstörf, eins og ég nefndi áðan. Síðan var snurt um naut- pening, þá um haugburð, vallarvinnu og hirðingu eldiviðar. Fjórði listinn var um andlát og útfararsiði, og þá kom listi um ljós og eld í þjóðhátt* um og þjóðtrú. Sá sjötti nefndist A5 koma r>-%:ólk í mat, og sá sjöundi var um kvöidvökuna. Þá var spurt um fráfærur, og síðan um orf, ljá og hrífu. Sá listi var.sendur út í sam- ráði við orðabók háskólans, og meg- ináherzla var því lögð á heiti á þeiin verkfærum. Tíundi listinn fjallaði um barnið, fæðingu þess og fyrsta ár, ug nú er sá ellefti á leiðinni, gestakoin- ur. Með þessum ellefta lista breytuin við dálítið um form frá því, sem var á fyrri listunum, og því völdum við handhægt efni meðan menn eru að venjast nýja forminu. Við ætlumst ekki til þess, að honum sé hægt að svara einfaldlega með einu eða tveim ur orðum, heldur viljum við fá sjáit- stæðar greinar.gerðir um þau atriði, sem um er spurt, og því ýtarlegri sem þær eru, því betra. — Hvað sendið þið þessa lista mörgum mönnum? — Við höfum haft um 150 heimild- armenn, en sú tala er þó dálítið breyíi leg. Margir heimildarmannanna eru orðnir rosknir og heltast úr lestinni. Yfirleitt hafa þeir, sem leitað hefur verið til, brugðizt vel við, sumir á- gætlega, en hjá öðrum eru svörin þynnri, eins og gengur, sumpart af því, að þekkingin er minni, áhugi kannski af skornum skammti eða tími ónógur, en það tekur talsverðan tima að gera listunum full skil. En yfir- leitt hefur árangurinn af fyrirspuri’- unum orðið góður, raunar merkilega Rætt við Þór Magnússon um (Djóðháttasöfnun 292 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.