Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 8
er ekki sá vankasauður, að honum
hugkvæmist ekki, hvað glatt getur
skipstjóra og befalningsmann: Enda
þótt herra Júbelíus sé þarna, þá fórn-
ai hann dálítilli gufu á flautuna. —
Fleyturnar ber hvora sína leið, og
bræður hafs og storma skiptast á
kveðjum. Það verður ekki betur séð
en J. G. sé vakandi í tvær mínútur
Þar til herra Júbelíus segir:
„Ætlar skipstjórinn með okkur á
grynningar?"
J. G. 'svarar ekki. Maður er hundur,
hugsar hann — hundur. Maður á að
standa upp og . ■. Og svo hvarflar það
að honum, að í rauninni væri snjall-
ast að sigla bara í strand. Það væru
umtalsverð endalok skipstjórnarferils
hans.
Laugardagskvöld í ágústmánuði —
sumarið bráðum liðið. Nú færist enn
höfugri víma yfir skipstjórann. Hann
a að þræða rétta leið, þar seni eng-
in leið er- Það brakar í höfuðskeljun
-um, og það brakar í sykurkassanum.
Vélamaðurinn sleppir aftur út dálít-
illi gufu — þeir eru komnir að hólm-
anum. Þrjár ferðir tii kvölds.
★
Báturinn heldur áfram um haf
draumanna. Hann stefnir að Sælu-
ströndinni, er á leið til Suðurhafa, og
á stjórnpalli stendur skipstjnri og
befalningsmaður. Meðan Dúfan mjak-
ast hóstandi að hólmanum stýr:r
skipstjóri og befalningsmaður beina
leið í höfn minninganna. Stór, hvít og
kát skip hlýðnast fyrirmælum hans,
þau spóka sig á Miðjarðarhafinu, —
bruna út úr Njörvasundi og beygja
tiJ suðurs. Og önnur skip birtast,
þyngslaleg skip frá Hamborg, Dún-
kirkju, Cherborg og Newcastle- Og
tröllaukin bákn með stjörnuheiti —
(J. G. Botnhamar skipstjóri og befaln-
ingsmaður) sveima á sumrin mil’i
Stokkhólms og Knöskaness, en iíða
um Suðurhöf í blómaangan á vetrum.
í Suðurhöfum kemur veikin yfir
tann, skipstjórann og befalningsmann
inn — hún kemur og hvíslar: Komdu
— Og skipstjórinn fer á önnur skip,
þvi að enn fær hann skip til stjórnar,
og veikin kemur til sögunnar á ný,
skipin verða minni og minni: Farþega
skip á Norðursjó. Eða flutningadali-
ar — aldrei framar á Suðurhöfum.
Og svo lendir hann á Eystrasalti og
kemst ekki þaðan. Hann siglir skip-
um til þýzkra, rússneskra og finnskra
liafna — síðan er það Norrlands-
ströndin. Og menn segja: Skipstjórinn
verður að gæta sín — annars kom-
umst við ekki hjá því að segja honum
upp. Eitt misseri líður, annatímanum
er senn lokið. En skipstjóranum hefur
verið sagt upp áður. Og næst kem t
hann á enn minni bát. Litla og ó-
merkilega báta — á þeim er flutt
mjólk til borgarinnar. J. G- &otnham-
ar er þar skipstjóri og befalnings-
n.aður. í fyrra veiktist hann aftur, vill
snúa til lands með litla dráttarbát-
inn — fara upp á land með hann. En
eigendurnir sögðu það skýrt og skor-
inort, að slíkt tiltæki þyldu þeir ekki
einu sinni fullum skipstjóra og oe-
falningsmanni með verðleika J- G.
Botnhamars. Þá arkaði hann út á
þióðveginn og hélt burt frá hafinu.
Ilann gekk marga kílómetra og lenti
hér — það var undarlegt að íinna
allt þetta þurrlendi undir fótum sér.
Og svo gekk hann um bæinn og flík-
aði skipstj óratitli sínum. Fólk var
vmgjarnlegt við hann, hann óx því
ja/nvel dálítið í augum, og sumir
héldu, að hann ætti peninga. Það
halda menn kannski enn — einmitt
f dag, þegar hann mókir í vímu sinni
og lætur Dúfúna fleyta sér yfir að
ígulhólma. Það lifnar dálítið yfir
honum, þegar vélamaðurinn lætur
í.autuna hvína — hann opnar augun
cins og hann getur — það er raunar
ekki mikið — og skipar fyrir til máia
mynda: Hægja, aftur á bak, hægja.
Og svo leggst báturinn að bryggju.
★
Hann heyrir í harmoniku og fiðlu
uppi við danspallinn. Og fótatak á
þilfarinu og uppi á bryggjunni. Og
hann finnur, að báturinn vaggar, þeg-
ar herra Júbelíus yfirgefur hann. í
þessari stóru höfn á að liggja, og
lesta bátinn lofti - lig.gja hér í tíu min
útur. Það þarf ekki einu sinni að gera
sér það ómak að líta á úrið. Og svo á
að halda út á hafið á ný, fara hvorki
cneira né minna en allan þennan kíló
metra til bæjarins og taka þar varri-
ing og farþega. Varningurinn er lím-
onaðikassar og brauðkörfur. Einum
og einum lítra er líka smyglað yfir
landamærin — úr bænum út í sum-
arið. Fólk segir við skipstjórann og
befalningsmanninn: Hann vill kann-
'•ski dreypa á? Og hann dreypir á. Þó
oS hluthafarnir hafi sagt, að hann
rnegi ekki drekka.
Herra Júbelíus stendur uppi á
bryggjunni o.g horfir niður á hann.
Magi herra Júbelíusar hvelfist út í
geiminn, og göngustafur hans er
kvarði, sem hann mælir með, hversu
mikið þeir, secn út í hólmann koma,
hafa í fari sínu af reglusemi og hátt-
vfsi. Hann mælir skipstjórann, og
skipstjórinn nær ekki hálfri alin: —
Skipstjórinn hiröir sem sé ekki um
að líta upp, þegar hann er ávarpað-
ur — svarar ekki aukateknu orði.
„Þetta getur ekki gengið svona
lcngur, Botnhamar — laugardag eftir
laugardag. Einn og einn laugardag
ættuð þér að minnsta kosti að reyna
að gæta yðar. Vera fær um að standa
á löppunum".
Og Júbelíus stendur þarna uppi, bí
sperrtur, stuttfættur og gildfættur,
cg rýnir niður á sitjandi skipstjórann
og befalningsmanninn, sem ekki
skeytir um að svara, þótt til hans sé
talað.
„Eruð þér heyrnarlaus, maður?“
„0-o-o“, umlar í skipstjóranum.
Og nú lítur hann upp. í sjóinn með
hann, hugsar hann. Veikin er að
koma yfir hann. Bátarnir eiga að faia
upp á þurrt land, en fólkið í sjóinn.
í sjóinn með hann, hugsar hann.
Hann rís upp af sykurkassanum sín
um- Hann reikar ekki minnstu vitund
í spori — allt í lagi með það. 0?
nú stendur hann uppi á bryggjunni
og starir á magann á herra Júbelíusi:
í sjóinn með hann.
Hann stjakar ofurlítið við herra
Júbelíusi — það er ekki að sjá, að
þessu sé fylgt eftir. En Júbelíus hrat
ar samt sem áður i sjóinn. Hann æpir
eins -og hann sé að því kominn að
drukkna — samt mega allir vita, að
dýpið er ekki meira en einn metri.
En það verður auðvitað ógurlegur
gusugangur.
Það, setn næst gerist, lætur skip-
stjóri og befalningsmaður sig engu
skipta. Hann hefur enginn orð um
þetta. Vélamaðurinn hjálpar herra
Júbelíusi upp á bryggjuna, og herra
Júbelíus lætur Kristján ná í stafinn
sinn — til þess er Kristján fús. Nú
buna orð, sem skipstjórinn skilur
ekki, út úr herra Júbelíusi, og sva
færir hann sig einu skrefi nær. En
hann blakar ekki við skipstjóranum
— það áræðir hann ekki. Og skip-
stjórinn og befalningsmaðurinn snýr
við þeim bakinu og horfir út á sjóinn.
Herra Júbelíus fer aftur út í Dúfuna
— hann ætlar heim til þess að þurrka
fötin sín og senda lögreglunni kæru.
Og vélamaðurinn á að bera ábyrgð á
Dúfunni í þessari mikilvægu ferð. —
Þegar báturinn rennur aftur á bak
frá bryggjunni, stendur skipstjóri og
befalningsmaður þar enn kyrr, og
auðvitað hefur sægur unglinga hóp-
azt í kringum hann. Þeir mæna á
hann, fullir forvitni, og kannski líka
rneð nokkurri virðingu. Og einhver
segir eitthvað, sem hann lætur seni
vind ui.n eyrun þjóta. Hann stendur
þarna og horfir út á þetta auvirði-
lega haf.
Hann hugsar: Nú er/þessu þó að
rcinnsta kosti lokið. Lokið fyrir fulit
og allt. Og hann finnur ró færast yf-
ir sig — liggur við, að hann sé glaö-
ur.
Þarna koma bræður hafsins róandi.
Þeir hafa fengið mótvind og geta
ekki slagað. En nú skal verða slagað,
ef þeir fá skipstjóra og befalnings-
mann í bátinn til sín. Þeir sjá, að
hann bíður þeirra. Þeir eru nýbúnir
að kalla upp á gufubátinn Dúfuna,
og vélamaðurinn svaraði þeim af
virðingu og ábyrgðartilfinningu, að
Botnhamar væri svo fullur, að hann
gæti ekki verið skipstjóri lengur. Og
296
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAB