Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 17
/ hefur verið sýnt í miklum ljöida ieik húsa um allan heim. Morðið í dómkirkjunni er Ijóðleik- rit, sem fjallar um morð erkibiskups- ins og dýrlingsins Thomasar Beckets árið 1170. Þetta verk var engan veg- inn síðasta trúarleikrit Eliots. Hann hefur ort þau mörg síðan, en þau hafa breytzt frá því að vera sviðsetn- ing sögulegs atburðar í það að verða nútímaleikrit, þar sem vandamál vorrar aldar speglast í Ijósi kristin- dómsins. Eitthvert frægasta verk hans, The Cocktail Party, var frum- sýnt á Broadway arið 1950. Með því verki voru trúarleikrit flutt inn á það svið, sem veraldleg leiklist hafði áður talið sér bera einni að skipa. Þetta verk ruddi brautina ekki aðeins fyrir síðari verk Eliots, heldur einnig fyirr leikrit eins og The Living Room og The Potting Shed eftir Graham Greene, A Man for All Seasons eftii Robert Bolt og Luther Osbornes. Árið 1951 var Félagi trúarleikja i Bretlandi falið að annast leiksýning- ar í kirkjum i sambandi við listahá- tíð Bretlands, sem haldin var það ár. Félaginu tókst þá að fá Christop- her Fry til þess að skrifa leikrit sér- staklega til þeirra nota. Fry hafði hafið rithöfundarferil sin með fögru trúarleikriti The Boy with a Cart, og síðan getið sér mikið orð- sem lei ritaskáld með The Lady’s Not for Burning, sem sýnt var lengi í leikhús um í Lundúnum. En nú samdi hann Svefn fanganna, verk, sem látið er gerast í kirkju. þar sem fjórir her- menn eru fangar um næturskeið. Svefn fanganna var sýnt í fjölmörg- um kirkjum um gjörvallt England og síðan hefur það verið leikið unl all- an heim. Þetta verk er öflug h:- hvöt þess, að venjulegir menn, ég og þú, höfum hugrekki kristinnar sannfæringar til að bera. Margt hefur lagzt á eitt til þess að efla kristilegar leikbókmenntir. Á stríðsárunum gafst tækifæri til þes-3 að flytja góða trúarleiki fyrir fólk sem flutt hafði verið frá heimkynn- um sínum og þarfnaðist trausts og aukins krafts í trúnni. Browne stóð þá fyrir leiksýningum farandflokka, sem tóku til meðferðis flest þau t’ arleg leikrit, sem þá voru fyrir hendi. Þessir umferðarleikflokkar settu verk sín á svið í kirkjum, samkomuhús- um, skólum, tjaldbúðum og loftvarn- arbyrgjum, ekki síður en í leikhús- um. Þetta háfði í för með sér að hægt var að ná til miklu stærri á- horfendahóps en unnt hefði verið á friðartímum. Einnig hleypti þetta leikritum inn í margar kirkjur, sem annars hefðu verið lokaðar fyrir leik sýningum, og forystumenn þessara safnaða sáu, að trúarlegar leiksýning- ar voru verðmæti, sem þeir síðar vildu ekki verða af. FjárhirSirinn er bandariskt leikrit, sem fjallar um sögu Abels og Kajns. Þar er sú saga sögS sem ævintýri úr villta vestrinu. Upp úr þessu spratt gnótt nýrra skáldverka, ekki sízt hjá þeim söfn uðum, sem höfðu vaknað til skiln- ings á gildi trúarleikja við komu um- ferðarflokkanna. Pamela Keily hafði þar mjög forgöngu, en hún hafði sjá leikið á stríðsárunum, en eftir strí ið tók hún við forystu um útbreiðslu trúarleikja í Norður-Englandi. Eink- um lagði hún rækt við sýningar ai því tagi, sem höfðu hafizt í Englandi, þegar Browne setti á svið Veg kross- ins, stuttan passíuleik eftir Ilenri Gion, en það var eitthvert eftirsótt- asta leikrit stríðsáranna. Það er skrif- að fynr lítinn hóp leikenda, sem hef- ur hlutverk kórs, en einstakir Jeik- endur stíga til skiptis fram og fara með einstaklingshlutverk. Richard Ward beitti sömu aðferð í Holy Family, en vinsælasta leikritið í þess m flokki mun þó vera Christ in the Concrete City eftir Philip Turner, sem var prestur í Leeds, pegar hann samdi leikritið. En þróunin beindist í fleiri áttir en þessa. í mörgum verksmiðjum var telcið á móti leikflokkum í matartím- anum, ef þeir höfðu eitthvað það að flytja, sem erindi ætti til manna. Með aðstoð stáliðnaðarmanna í Sheffield samdi K. M. Baxter stuttan leikþátt um vandamál þeirra sjálfra T ’Other Shift (Hin vaktin), sem hefur verið sýndur í fjölmörgum kaffisölum og jafnvel í verksmiðjusölunum sjálf- um. Félagið lét leikflokka sína koma þessum verkum á framfæri. Um leið og fitjað var upp á ýmsum nýjungum af þessu tagi, var reynt að endurvekja mysteríuleiki miðalda, alþýðuleiki þeirra tíma, þar sen' , 1 i M I M N - SUNNUUAGSK’ AÐ 305

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.