Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 2
að oft víkur út af nugsaðri iínK hins unga manns. Skipið, sem átti að taka kjötið, kom á sama tíma og við og Iagðist á Gleðivíkina Þetta var Ville moes, er síðar nefndist Selfoss. Bátarnir, sem kjötið var látið a, voru dregnir til skiptis út að skip- inu Annai þeirra. vai ggmall bát- ur, breiðui og stöðugur og búinn að þjóna staðnum um t>ugi ára Hinn var fyrir stuttu kominn, sennilega norskur síldarbátur. Hann var kantsettur ug einn þeirra báta, sem fengu orð fyrir að vera hleðsluvaltir Var hann nefndur Hvalur Þega; eg heyri taiað um Jrauma og því haldið fram, að það, sem berdreymi er kallað, sé tilviljun ein, dettur mér oft í hug atburður, sem varð fyrir fjörutíu árum Þar kemur við sögu vélbát ur, sem hét Kári Við bræðui fra Steinaborg á Berufjarðarstiönd áttum Kára i félagi við Sólmund i Fossgerði, og þá bræður þar. Stunöuðum við á honum veiðar, aðallega með línu, nerna cf góðviðri var í stór- strauma — þá fórum við í hákarla legur og lágum þá fyrir föstu. •.rakinn, sem við lágum við, var þó ekki nógu vel gerður til þess að halda á hörðu falli. Fór ég því inn að Berufirði 23. ágúst 3 920 og bað Guð nund Guðmundsson, sem þar bjó, ao smi'ia handa okkur nýj an kraka Járnið, aejn noiað var í krakann, var hringur af siglutré úr skonn ortu, sem strandaði þar eystra upp úr miðri nítjándu öld, og er það eina skipið, sem ég veit til, að -strandað hafi i Beruneshreppi. Erfitt xeyndist að vinna járnið, og var komið undir kvöld, þegár akkerið var fullsmfðað. Smíðaði Hallur, bróðir Guömundar, en Guðmundur var í smiðjunni um daginn og lagði ráð til, ei' honum sýnuist þurfa Þetta var um hasláttinn, og þess vegna mátti láta sér til hugar kcma, að eitthvað myndi þetta kosta. En þegar ég spurði Guð- mund, hvað hann setti upp, svar- aði hann því til*, að þetta rnætti ekki neitt kosta, því að Hall hefði dreymt nóttina áður, að þá um daginn myndi verða smíðaður þar i srniðjuuni einhver sá hlutur, er gæti orðiö til þess að bjarga lífi nokkuna manna á mínum vegum, áður en næstu jól gengju í garð. Þetta var sagt af þeirri prúð- mennsku, að auðheyrt var, að af sannfæringu var talað. Og enn sé eg í anda þessa menn, vinnandi i smiðju sinni og hugsandi um það, fyrst og fremst, að hvaða notum verk þeirra kæmu. Þeir kölluðu þetta greiðasemi og hirtu lítið um borgun. Ef til vill er ég hjátrúar- fullur. En mér hefur oft fundizt. að allt það, sem gert er fyrir aðra af góðum huga, komi að beztum notum. Svo var um þetta akkeri — það reyndist vel. Við fórum síðasta túrinn 8. októ ber þá um haustið, og þann sama dag tókum við úr bátnum allt það, sem heyrði til hákarlaveiði, nema akkerið. Það gleymdist. Það er eina skiptið á ævinni, sem ég hef orðið fyrir láni sökum gleymsku. Við skiptum aðallega við Frai-.i tíðina á Djúpavogi. Eiís Jónsson frá Seyðisfirði, nú kaupmaður í Reykjavík, þar var þá verzlunar- stjóri. Hann var kvæntur Guð- laugu Eiríksdóttur úr Hornafirði. Ég hef ekki hitt fyrir liprari verzl unarmann en Elís, ojj að sama skapi var kona hans alúðleg. Það var eins og andi góðvildar svifi þar yfir öllu, innan húss og utan. Elís lét okkur flytja talsvert af vörum fyrir sig, og var þar drýgst vinna, sem við fengum við útskip- un og uppskipun. 11. nóvember um haustið fékk ég símskeyti frá Elís. Bað hann mig að koma daginn eftir og flytja kjöt frá haustkauptíðinni að skips- hlið. Við Sólmundur frá Fossgerði fórum pessa ferð tveir einir, því að Bjartmar bróðir minn, og Sig- urður ívarsson á Djúpavogi, sem voru skipsfélagar okkar, voru fyr- ir nokkru farnir til Vestmanna- eyja. Það var ákaflega fagurt þenn an hausthiorgun, þegar við kom- um suður á fjörðinn, svo að sjald- an veittist slík sýn. Vorum við harla ánægðir með tilveruna, því að allt sýndist svo létt og auðvelt. En hér íór sem löngum vill verða, Fjara var klukkan ellefu fyrir hádegi, og gekk þá frekar seint að koma kjöttunnunum út í bát- ana. En að liðnu hádegi var syni- legt, að góðviðrinu var lokið. Vindur var af suð-suðaustri og fór smáþyngjandi. Fjórir tarþegar höfðu Deðið skips á Ðjúpavogi. Klukkan háif< fimm var komið rok og farið aíi brima, og lét ég þá þau boð ganga, að ég vildi koma farþegunum strax á skipsfjöl, því að svo kynni að fara, að ferðirnar yrðu ekki fleiri. Ekki varð þó af því, að ífr- þegarnir kæmu, en aftur á móíi var allur farangur þeirra sendur til skips. Á sjötta timanum var veðrið orðið eins vont og suðaustanveður geta orðið við Berufjörð. Þá átti að fara síðustu ferðina. Tuttugu. tunnur voru komnar í Hvalinn. og voru þar þrír menn við vinnu — Guðmundur Þorsteinsson á Stems- stöðum, Guðni Eiríksson á Borg á Djúpavogi og Kristján Eiríksson, er lengi var húsvörður í Austur- bæjarskólanum í Reykjavík, nú kominn yfir áttrætt, faðir Björns Kristjánssonar á Bakkastíg 23. Farþegarnir fjórir fóru einnrg í bátinn til þeirra. Tveir þeirra voru hjón frá Þýzkalandi. Maður- inn hét Ingimundur Stefánsson, bróðir Sveins á Hálsi í Geithellna- hreppi og þeirra systkina, og átti þýzka konu. Hafði hann starfað að því urn sumarið að setja upp hús ið Hvarf á Djúpavogi, er hann kom með um vorið handa Guðrúni!, systur sinni, og manni hennar, Antoníusi Antoniussyni. Þá er enn að nefna unga konu, smf.a vexti, er hafði meðferðis gamla tréfötu af þeirri gerð, sem ie.ngi var notuð á sveitaheimilum, og var nú í henni blóm, sem þar hafði verið ræktað, prýðisfallegt og þroskamikið. Auðaéð var að konunni var mjög umhugaii u:n 290 1 I M I 1N i\ — SUNNUDAGSBI.Aiþi

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.