Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 18
in er sett fram svo umöúðalaust og ? svo einfaldan en sterkan hátt, að fáir nútímahöfundar fá leikið það eftir. Á Bretlandshátíðinni 1952 setti Browne á svi'ð margar mysteríur, og að sjálfs hans sögn, hrifu þær áhorf- endur meir en hann hafði þorað að gera sér vonir um. Síðan hafa myster- íur verið leiknar á öllum trúarleikja- hátíðum í York, sem haldnar eru á þriggja ára fresti, og hafa þar að jafnaði komið um tvö þúsund áhorf- endur á hverja sýningu. En þetta cr engan veginn eina myndin, sem endurvakning mysteríanna hefur tek- ið á sig. Margir rithöfundar hafa að ve:-jlegu ieyti tekið tækni myster- íuleikjanna og notað hana í hliðstæða nútímaleiki. Þar á meðal má nefna Dorothy Sayers, en verk hennar The Zeal of Thy House var flutt á Kant- araborgarhátíðinni næst á eftir Morð- inu í dómkirkjunni. Hámarki náði þessi stefna í útvarpsleikritaflokki Sayers, The Man Born To Be King. England var síður en svo eina land ið, þar sem trúarleg leikritun var í uppgangi, en í engu öðru landi var til félagsskapur, sem starfaði að efl- ingu hennar. Þó var í mörgum lönd- um lögð mikil rækt við trúarleiki, og víða stóðu þeir í nánu sambandi við eða voru hreinlega afsprengi þjóð legrar leikhefðar heimalandanna. Gleggsta dæmið um þetta er Japan. Á Indlandi, þar sem leikhefð er eng- in, en hins vegar sterk hefð dansa og látbragðaleikja, eru sýningar trú- arleikja stundum gerðar í anda hinna þjóðlegu lista. En á hihn bóg- inn eru auðvitað til fjöldamörg önnur lönd, sfctn hiafa aldrei átt sterka þjóð- lega leikhefð, og þessi lönd kjósa að öllu jöfnu að þýða leikrit úr frönsku eða ensku, og túlka þau í sama stíl og er ríkjandi í upphafslöndum verk- anna. Þar eð England var eina landið, þar sem félag til eflingar trúarleikja starfaði, var ekki nema eðlilegt, að það land hefði forgöngu um að bofia til alþjóðlegrar ráðstefnu, þar sem hægt væri að skiptast á hugmyndum og miðla öðrum af ólíkri reynslu af útbreiðslu trúarleikja. Þetta var geit árið 1955 og veitti Rockefellerstofnun in fé til styrktar ráðstefnunni. — Fimmtíu fulltrúar frá fimmtán þjóð- löndum komu þá saiman í Oxford til skrafs og ráðagerða. George Bell sat í forsæti á ráðstefnunni, en hann var þá látinn af forsæti í Félagi trúar ieika í Stóra-Bretlandi, en E. Martiíi Browne tekinn við. Árangur þessar- ar ráðstefnu varð svo góður, að sam- þykkt var einróma að halda samskipt unum áfram. Á næstu ráðstefnu, sem haldin var í Royaumont í nágrenni Parísar árið 1960, var komið á fót þremur miðstöðvum, í Hollandi, Sví- Framhald á 310. síðu. VALGEIR SIGURÐSSON: FORNIR BÆIR UNÐ- IR HEKLUHRAUNUM Svo er talið, að næstu aldirnar áð- ur en ísland byggðist hafi ekki orð- ið eldgos í Heklu. Hafa því hraun- in kringum fjallið verið gróin á land- námsöld, enda reis v þá byggð allt að rótum þess. Vitað er um nöfn nokkurra bæja í nágrenni Heklu, sem eyðzt hafa af völdum hrauna úr fjallinu. Nafn- kenndastur þeirra bæja, sem urðu fyrir Hekluhrauni, var landnámsbær- inn Skarð, sem nefnt var hið eystra til aðgreiningar frá öðru stórbýli með sama nafni í næstu sveit, Skarði á Landi, sem þá var nefnt Skarð ytra. Landnámsmaður í Skarði eystra hét Þorsteinn Ásgrímsson. Frá honum er sagt í Landnámabók, og auk þess er sérstakur þáttur af honum í Flateyj- arbók. Foreldrar Þorsteins voru Ás- grímur á Fíflavöllum á Þelamörk, sonur Úlfs gyldis, ríks hersis þar, og kona hans, Þorkatla bringa. Ás- grímur var hinn mesti mannsóma maður. Á hans dögum var Haraldur hárfagri að leggja undir sig Noreg. Hann sendi frænda sinn, Þórorm úr Þrumu, að heimta skatt af Ásgrími og þeim Þelamerkurbúum, en Ás- grímur neitaði að gjalda. Þá sendi konungur Þórorm annað sinn til höf- uðs honum, og lét Þórormur þá þræl sinn drepa Ásgrím. Þorsteinn var þá í víkingu, er þetta gerðist, en er hann nokkru síðar kom úr hernaði og varð þessa vís, seldi hann föðurleifð sína fyrir silfur og lausafé og bjóst til íslandsferðar og með honum Þorgeir, bróðir hans, og Þórunn, móðursystir þeirra. En áð- ur en' Þorsteinn fór úr Noregi, hélt hann til Þrumu, brenndi þar inni Þórorm og sveit hans alla og hjó búið. Síðan lét hann í haf og kom skipi sínu í Rangárós. Þorsteinn nam land að ráði Flosa Þorbjarnarsonar í Skarfanesi fyrir ofan Víkingslæk út til móts við Björn landnámsmann í Svínhaga og bjó í Skarði eystra. Þorgeir Ásgrímsson keypti Oddalönd af Hrafni Hængs- syni og bjó þar. Dóttir hans var Helga, langamma séra Sæmundar fróða. Þórunn, móðursystir þeirra, nam Þórunnarhálsa. Talið e'r, að land- námsbær hennar hafi verið Næfur- holt. „Þorsteinn var drengur góður og sér gnógur um alla hluti". Um hans daga kom út skip í Rangárós. Þar var á sótt mikil, vildu menn ekki liðsinna skipverjucn. Þorsteinn kvað það ekki sæmandi, að þeir færust af bjargarskorti, fór til þeirra og færði þá heim með sér. Gerði hann þeim tjald skammt frá bænum, og þjónaði þeim þar sjálfur á meðan þeir lifðu, en þeir dóu allir. Af þessum atburð- um var Þorsteinn tjaldstæðingur kallaður. Þorsteinn tjaldstæðingur var tví- kvæntur. Hét fyrri kona hans Þuríð- ur Gunnarsdóttir, en hin síðari Þuríð- ur Sigfúsdóttir. Voru feður þeirra bræður, synir Sigmundar, er veginn var við Sandhólaferju, Sighvatsson- ar rauða landnámsmanns á Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Bræður Þuríðar Sigfúsdóttur voru Þráinn á Grjótá og þeir Sigfússynir, er frá segir í Njálu. Börn Þorsteins með fyrri konu voru Gunnar, Þórhallur, Jdsteinn og Jór- unn, en með síðari konu Skeggi, Þór- katla, Rannveig og Arnóra. Sonur Skeggja Þorsteinssonar var Gunnar faðir Skeggja, föður Lofts, föður Guð- laugs smiðs. Ekki er vitað hvar þess- ir langfeðgar bjuggu og engir búend- ur í Skarði eystra eftir daga Þor- steins tjaldstæðings þekkjast nú, fyrr en í lok tólftu aldar. f Guðmundarsögu dýra í Sturlungu segir frá því, að eftir vígin í Laufási haustið 1198, héldu þeir til Suður- lands, synir Önundar Þorkelssonar í Lönguhlíð, Vigfús og Hámundur, og mágur þeirra, Þorgrímur alikarl Vig- fússon. Dvöldust þeir fyrst í Klofa á Landi hjá Einari Bárðarsyni, sem kvæntur var Guðrúnu Gísladóttur, systur Þorgríms alikarls. Síðan fóru þeir að Odda til Sæmundar Jóns- sonar og dvöldust þar í hálfan mánuð. „Þaðan fóru þeir upp í Skarð ið eystra til þeirra bræðra, Eyjólfs ins óða og Halls prests Þorsteinssonar. En þeir voru systkinasynir, Hallur prestur og Önundur Þorkelsson." — „Eyjólfur úr Skarði fór til fundar við Sæmund og beiddi, að hann legði til með honum og Þorgrími um vetur- inn, og fékkst þar ekki af. Síðan bauð Eyjólfur þeim öllum þar um vetur- inn. Hallur var fémikill, bróðir hans, 306 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.