Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 11
Hallgrímsdóttir Thorlacius var aó dómi allra þeirra, er af henni höfðu lcynni. . Af þvi, sem að framan er sagt, fékk ég upplýst um afdrif Elínar SesseljU Pálsdóttur og hverra manna hún var. Reyndust því megindrættirnir í þjóð sögunni um hana sannir. En engan dóm vil ég leggja á sanngildi frásagn ar Stefáns í Árgerði um sönginn 1 Djúpadalsárgljúfrunum, því að hvort tveggja er, að fyrir mér er það auka atriði í sögu Elínar Sesselju, og svo h.itt, að ég tel ekki hyggilegt að harð neita dulrænum fyrirbærum, enda þótt sýnilegar og áþreifanlegar sann anir séu ekki fyrir hendi. VI. Ljóst er, að Páll Sigurðsson og öll hjónabandsbörn hans, er á legg komust, fluttust sunnan úr Borgar- fjarðarsýslu norður í Eyjafjörð cg Þingeyjarsýslu. Karitas Pálsdóttir kocn að Austar'- Krókum 8 ára og var alin þar upp. Þegar hún var 20 ára, fór hún að Hofi á Flateyjardal. Þar giftist hún Jóna- tan Hallssyni. Sonur þeirra var Guö- mundur bóndi á Brettingsstöðum. Eitt af bömum hans var Lovísa, móðir Gríms Sigurðssonar á Jökulsá, jiú á Akureyri. Páll Pálsson kom sunnan úr Borgar firði 1819, 13 ára, að Ljósavatni til Guðna bónda þar, Hallgrímssonar, en ihann var sonur Valgerðar Sigurðar dóttur, húsfreyju á Ljósavatni, systur Páls Sigurðssonar. Páll Pálsson sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar gullsmíði. Þaðan kom hann aftur 1835, og settist þá að í Mývatnssveit. Hann kvæntist 1836 Guðnýju Sigurðardótt ur, ekkju á Grænavatni. Hún lézt eftir tveggja ára hjónaband, 1838. Eft ir það var Páll Pálsson á reki hár og þar, mest í Þingeyjarsýslu. Um feril og afdrif Elínar Sesselju Pálsdóttur er áður getið. Soffía Pálsdóttir mun hafa komið í Eyjafjörðinn um 1840. Hún giftist Einari bónda í Miðhúsum í Grundar- sókn, Magnússyni, bónda þar, Magn ússonar, prests að Tjörn í Svarfaðar dal, Einarssonar. Einar og Soffía eign uðust einn son, Magnús Eyjólf fæddan 30. október 1849. Hann var aknennt nefndur Miðhúsa-Mangi. Ilann fór til Ameríku. Páll Sigurðsson fluttist suður á Álftanes, eftir að hann sleit samvist um við konu sína. Þar lenti hann f imálavafstri út af barnsfaðerni. En ekki verður nánar að þvi vikið að sinni. Það virðist hafa orðið hlutskipti hans að hrekjast af einu landshorni á annað og milli margra staða. Ekki er vitað með vissu, hvenær hann kem ui í Þingeyjarsýsluna. En kominn er hann að Hofi 1844 til Karitasar dóttur sínnar, þá talinn 75 ára. Virðist hann þá vera orðinn lítt vinnufær, því aö þess er getið í manntali 1845, að hann sé „framfærður af ættmennum'1. Hann dó á Ljósavatni 25. júlí 187S, hjá Guðna Hallgrímssyni, systursyni sínum. Framhald af 294. síðu. Þetta var hvergi nærri þægi- legt. En ég lauk þó við að troða í pokana, áður en ég gæfi þessu frekar gaum. En þá sagaði ég skaft ið af nálinni og fægði endann með sandpappír, svo ryðsvarf færi ekki í sárið. En þá var eftir að ná nál- inni, og eftir að hafa glímt við það skarrtma stund, fannst mér skynsamlegast að láta lækni fást við þetta og lét vitja Páls Kolka, sem þá var héraðslæknir á Blöndu- ósi. Þegar Páll kom, vildi hann svæfa mig/en þa<3 aftók ég með öllu — sagði honum, að hann skyldi ekkert hlífast við að taka til höndunum, enda þótt ég vekti meðan á aðgerðinni stæði. Páll maldaði í móinn, en ég kvaðst þá mundu gera þetta sjálfur án hans tilkomu. Þegar Páll fann, að ég lét ekki af mínu, tók hann tii við nálina. Hann skar dálítið fyrir oddinum, og svo tókst þetta vel. Ilann sagði mér að liggja í rúm- inu að minnsta kosti viiku, en ég var kominn á fætur eftir tvo daga og farinn að vinna. Einu sinni lét ég taka úr mér tuttugu tennur í einu. Þá var lælknirinn orðinn máttlaus og gat ekki meira. Eg neitaði að láta deyfa. Smíði binna nýju tanna, sem ég fékk, tókst illa. Þær vildu sporðreisast uppi í mér. Eg fór með þær aftur til læknistns, og í félagi gátum við lagfært þær, svo að bót varð að.“ „Hefur þú aldrei lent í svaðil- förurn?" „Nei, ekki teljandi — get varla sagt, að ég hafi fengið vont veð- ur. Helzt mætti þá nefna göng- urnar 1916. Við vorum á Réttar- hól — urðum að vera þar úti næt- urlangt, því að maðurinn, sem flytja átti tjaldið, kom aldrei. Eg sagði þeim að drekka kaffi og Páll Sigurðsson niun hafa verið vel gefinn og hinn þekkilegasti maður, en aFmarglyndui’ á ýmsa lund. Allmjög var hann við konur kenndur og átti nokkur launbörn utan hjónabands Ofí eftir slit þess, en þau koma ekki við þennan þátt. setja út í það steinolíu — það ylj- ar. Eg svaf vel alla nóttina — hinir gengu um og börðu sér. Það var í þessari hríð, sem gangnamenn- irnir villtust í Þjófadölum. Þar með voru tveir gangnaforingjar. Sá eini, sem kom óvilltur til byggða, var Sigurjón á Rútsstöð- um. Hann var þá unglingur á Grund. Hann fór aðra leið — setti beint norður." „Hefur þú ekki ferðazt um æv- ina, Eysteinn?“ „Lítið mun það nú kallast. Eg hef komið ti-1 Reykjavíkur og far- ið með Birni Bergmann í Heklu- för, árið sem hún síðast gaus — hálfgert ævintýraferðalag og mjög skemmtilegt. Þetta var óþurrka- sumar, og fannst mér lágkúrulegt á að líta heyskapinn sums staðar sunnan lands undir upplituðum strigahærum. Eldur var mikill í Heklu, og rann glóandi hraun- straumur niður fjallið. Þarna urðu á vegi okkar tvær stúlkur, og kom Björn mjög riddaralega fram við þær sem og sjálfsagt var. Eg reyndi að vera ekki eftirbátur hans, að svo miklu leyti sem ég gat því við komið — var fús að fara á göngu, ef þess þótti með þurfa og þá ekki síður að þrengja ofurlítið að mér í bilnum, væri S þess óskað. Öll þessi riddara- 1 mennska ýarð þess valdandi, að við fengum heimboð, þegar til Reykjavíkur kom. Eg gat ekki far- ið — Björn fór auðvitað." „Hvað svo að endingu, Ey- steinn?“ „Eg hef allíaf haft nóg að gera og alltaf verið ánægður. Mér er vel við Strandamenn og hugsa gott til þeirrar byggðar. Eg fékk þaðan margan góðan raft — já, og svo hana Guðríði. Eg hef ekki verið svikinn á neinu því, sem frá Ströndum hefur komið.“ _ — 1 Bóndinn á Beinnkeldu er karl í krapinu — T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 999

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.