Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 20
Skarðs eystra væri' lokið, þar sem það huidist hrauni í þessu gosi; og svo hafa ýmsir fræðimenn talið. En máldagi Uirkjunnar í Skarði eystra 1397 og frásagnir annála um eyðingu Skarðs síðar, virðast benda til, að bærinn hafi byggzt aftur. Máldagi kirkjunnar í Skarði eystra, sem Vilkin Vilhjálmsson Skálholts- biskup skráði 1397 er á þessa leið: „ífikulásarkirkja í Eystra-Skarði á hálít heimaland og sex tygi ásauðar og sex ær; fimm kýr. Þrenn messu- klæði og umfram messuserk og höf uðlin; * fontur; kantarakápur tvær; kertistikur tvær og hin þriðja járn- stika; tjöld um kór og hálfa fram- kirkju; merki eitt; klukkur fjórar; Maríuskriftir tvær og krossar þrír; portio Ecclesiæ um sjö ár þrjár merkur; féll aftur sex aurar af por- tione fyrir psalltara er lagður var til kirkjunnar." Sumir hafa álitið, að máldagi þessi væri afrit af öðrum eldri máldaga og hafi verið tekinn upp í máldaga- bók Vilkins einungis vegna þess, að kirkjan í Skarði eystra hafi þá enn staðið á kirknaskrám. Ef þetta væri rétt, yrði hann að vera afrit af glöt- uðum máldaga, því að ekki er hann samhljóða máldagabrotinu frá 1367. sem er næsti be'-'rt; náldaai á und- an honum í máldaganum 1397 er gerð grein fyrir tekjum kirkjunnar- næstliðin sjö ár, en það er einmitt sá tími, sem liðinn var frá lokum Heklugossins 1389—90. Gæti það bent til, að sta ur og kirkja 1 Skarði hafi verið end- ur.eist þegar árið 1390. Aðalheitnildin um eyðingu Skarðs eystra í hið síðara sinri eru Biskupa- annálar séra Jóns Egilssonar í Hrepp hólum. Þar segir: „XXII. biskup var Gottsvin. Ekki er getið um marga hl.uti á hans dögum; þó er sagt, að á hans dögum hafi eldur upp komið i áttunda sinn í Heklu, sumir segja sjöunda sinn, og í þeim eldi hafi tekið af XVIII bæi á einum morgni fram uridir Heklu en norður undan Keld- um, og þar voru í tveir stórir staðir. hét annar í Skarði eystra. en annav Dagverðarnes — —“ Gottsvin var biskup i Skálholti 1437—1448 Frásögn þessi er ekki skráð fyrr en meira en hálfönnur öld var liðin frá atburðinum, enda ber hún það að nokkru leyti með sér Tala bæjanna, sem Jón segir hafa eyðzt í þessu gosi, er til dæmis nokkuð þjóðsagnakennd. Vel má þó vera, að allmargir bæir um ofan- verða Rangárvelli hafi þá lagzt í eyði um stundarsakir,, þótt þeir yrðu ekki fyrir hrauni. Þannig var að minnsta kosti með Dagverðarnes, sem Jón segir einnig hafa eyðzt í þessu gosi. Séra Jón Egilsson, sem skráði Biskupaannála, fæddist árið 1548, kominn af árneskum ættum og ólst upp í Laugardai. Hann dvaldist alla ævi í Árnesþingi, þar af fjörutíu ár sem prestur í Hrepphólum. Á hans dögum hafa enn gengið á Suðurlandi sagnir af þess- urn atburði, og verður að álíta, að það sé rétt hermt, að Skarð eystra haíi eyðzt í þessu Heklugosi, þótt atburð- urinn væri nokkuð farinn að fyrnast, þegar séra Jón skráði frásögn af honum. Annar annálaritari, sem segir frá þessu Heklugosi er Gísli Þorkelsson á Setbergi við Hafnarfjörð, fæddur 1676. Hann segir í Setbergsannál, að gosið hafi hafizt fyrir aðventu 1439 og staðið fram að páskum 1440, — að öðru leyti er frásögn hans byggð á Biskupaannálum. Annáll Gísla er yf- irleitt talinn léleg heimild, og það, sem hann segir um Heklugos frekar en aðrir annálar, er álitið uppspuni hans sjálfs, og verður því ekkert á lionum byggt. Með þessu gosi virðist sögu Skarðs lokið. Skarðs eystra er að vísu getið í máldögum Odda og Breiðabólstaðar frá 1480, eins og þar væri þá enn bú- ið. Er þar sagt, að Oddakirkja eigi að fá frá Eystra-Skarði tvo geldinga tv ævetra, og Breiðabólstaðarkirkja frá sama bæ gelding gamlan og ann an tvævetran og osthleif- Flestir munu hallast að því, að þetta hafi ver- ið tekið' óbreytt upp í máldagana úr eldri máldögum, þó kvöðiri væri þá fyrir nokkru niður fallin sökum eyðingar jarðarinnar. Hér hefur verið rakin eftir þ-.’í sem finnst í heimildum saga Skarðs eystra. En hvar stóð þá Skarð? — Elzta heimildin, sem getur um þaö, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1711. Þar segir um Slóra-Skarð (Eystra-Skarð): „Þykjasí menn heyrt hafa í gamaldaga hati bær so heitið, þar sem nú kallast Skarðshólmar, og eru munnmæli, að hraun hafi yfir bæinn fallið í einu Hekluhlaupi; er nú eftir pláts nokk urt innaní hrauninu þar nálægt, sem byggðin skyldi verið hafa, að vídd sem stórt túnstæði. Kann aldrei aftur byggjast, því slægjur eru engar, gras lítið; vatn ekkert“. Skarðshólmar eru milli Kolviðar- brauns og Eldviðarhrauns í landi Keldna. Engin önnur heimild getur Skarðs eystra á þeim slóðum. Nöfn hrauna þeirra, er umlykja Skarðs- hólma, benda til, að þau séu mikl.i eldri en eyðing Skarðs, o,g mun sögn þessi að engu hafandi. Aðrar sagnir herma, að Skarð evstra hafi staðið suðaustanundir Selsundsfjalli (Háafjalli), og orðið fyrir hraunflóði því, seim rann suður með Selsundsfjalli að austan, fyrir suðurenda þess og síðan nokkuð norð ur með því að vestan og nefnt er Selsundshraun syðra eða Suðurhraun. Suðausían í Háafjalli er grasbrekka sem heitir Skarðstorfa og talir. er kennd við bæinn Skarð. í brekkunni hafa menn þótzt sjá túngarðsbrot út undan hraunjaðrinum. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, sem fór þang að rannsóknarför, taldi þó efasamt, að það væri mannaverk. Sögnin um að Skarð eystra haii staðið austan Selsundsfjalls hefur ver ið álitin óyggjandi fram á síðustu ár. En í grein, sem dr. Ari Brynjólfs- son eðlisfræðingur reit í 3. hefti Náttúrufræðingsins árið 1959, færir hann mörg rök að því, að hún sé röng — Bæði hafi hæð þar yfir sjó, ver- ið um 300 metrar áður en Suðurhraun rann, og því meiri en á nokkru öðru býli við Suðurlandsundirlendi nú á dögum og einnig hafi verið vatns- laust þar og ekki búsældarlegt fyrir tvö stórbýli á þeim slóðum. Auk þess sýni öskulög, að Suðurhraun sé runn ið fyrir 1389, i síðasta lagi 1341, en líklega þó fyrr. Jafnframt því, sem dr. Ari færir rök gegn því, að Skarð hafi staðið austan Selsundsfjalls, béndir hann á annan stað, þar sem líklegt er, að bærinn hafi staðið. Það er í dalnum milli Bjólfells og Botnafjalls, þar sem nú er Selsundshraun nyrðra eða Norðurhraun. Áður en Norðurhauu rann hefur þar verið víðlent gras- lendi, og auk þess er þar mun rninni hæð yfir sjávarmál en á fyrrnefnda staðnum. Telur dr. Ari, að Norður- hraun sé runnið 1440 og byggir það á öskulagarannsóknum eins og aldur Suðurhrauns, og kemur það heim við frásagnir annála um éyðingu Skarðs 5 því gosi. Bærinn hefur þá verið kenrylur við Skarð það innan við Miðmorgunshnúk, sem freimsti og og elzti hraunfossinn í Hraunfossa- brekku hefur komið niður um. Hann er eldri en Norðurhraun, en yngri en Suðurhraun og undir honum hef- ur Skarð lent, er það eyddist i Heklti gosi 1389. Eldvarpið, sem kom upp í skógun- um, litlu fyrir ofan Skarð, telur dr. Ari, að hafi verið fremst í Hekluöxl- inni, skammt frá hestaréttinni, sein þar var fram að gosinu 1947. Þar upp af var gjá mikil og uppvörp sitt hvor- um megin, sem vel mátti nefna fjö<l. Gjá þessi fylltist að nokkru í Heklu- gosinu 1845. Við hraunfossinn fyrrnefnda heit.a Stóraskógsbotnar. Þar kemur upp lækur, sem hverfur undir Norður- hraun nokkru neðar, en áður en það rann, hafa þar verið upptök Selsunds- lækjar. Munnmæli herma, að á þess- um slóðum hafi staðið bær, er heitið hafi Stóri-Skógur. Nokkru framar með Botnafjalli, undir Skyggni, heit- ir Litli-Skógur. Þar á einnig að haía staðið bær, samnefndur því örnefni. Jarðabók Árna Magnússonar, sem get 308 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.