Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 2
Sigurður Helgason bjó um tíma á Fitjum í Skorradal, og Borg- firðingar kenna hann gjarnan við þann stað. Hann kvæntist aldraður Ragnheiði Eggertsdótt- ur, prests í Reykholti, en hún var ekkja eftir Björn Jakobsson, gull- smið á Fitjum. Ragnheiður var talin efnuð og þótti glæsileg kona, enda hugði Sigurður gott til ráða- hngsins: Gullkóróna gimstein sett glansar á hjarna tindi. Sigurður var nafnkenndastur hagyrðingur í Borgarfirði þann tíma, sem hann bjó að Fitjum. Harin kastaði fram vísu við hvert tækifæri, sem gafst, öllum til l?i skemmtunar nema konu sinni. Hin stórlynda gullsmiðsekkja sætti sig aldrei við glettur og gaman- semi bónda síns og þcíti orðalag hans heldur hispurslaust. Það leið því ekki á löngu að heyra mátti sáran tón í hörpu gamla skálds- ins: Hér hef ég fargað hug og kröftum, hrelling marga sinnið ber, burt úr varga klóm og kjöftum kýs því að bjarga sjálfum mér. Þessi hörðu orð eiga ekki við nágrarina Siguröar — þeir beittu hann aldrei klóm og kjafti, held- ur munu þau töluð beint til konu hans og líklega sona hennar, því ekki hefur honum alls kostar fall- ið við þá heldur, ef marka má þessa vísu, sem hann orti til Jakobs, stjúpsonar síns, er var að læra til prests: Hann, sem klerkur verða vonar vits með herkið safn, Haralds sterka Sigurðssonar sá ber merkisnafn. Merki Haralds Sigurðssonar hét Landeyða. Helgi, sonur Sigurðar, fór ekki heldur varhluta af ljóðagletting- um hans: Vitinu ekki varpa í skot, vel því heldur beita: Skömm er að vera Skraparot og skólapiltur heita. Helgi varð síðar nafnkenndur klerkur, orti og samdi bragfræði mikla og var einn helzti hvata- maður að stofnun þjóðminjasafns- ins. t Eggert hét annar sonur Ragn- heiðar og Björns. Hann fór í kaupstaðarferð út á Akranes: Eggert fór á Akranes með örum huga, erindið var að skoða Skaga skipin, menn og rostungshaga. haft fleiri karlmenn á heimillnu en prestlingana. Þórður Gíslason í Sarpi, Davíð Snæbjarnarson í Bakkakoti og Guðmundur Vlgfússon í Svanga voru, ásamt fleiri í vegavinnunni, allir ungir menn og gáskafullir. Þeir glettust við Sigurð í orði, og þótti honum nóg um stríðni þeirrh, þó að varla hafi honum orðið orðs vant. Einn daginn kom eng- inn þeirra í vinnuna, og varð Sigurður því feginn og þótti gott að losna við glettingar þeirra: Friður milli bragna býr, braut þó lýi hendur, III. Sigurður Helgason Næstu tvær vísur munu vera ortar á Jörfa, þótt Borgfirðingar lærðu þær: Bragnar ýta beint úr vör, boðinn spýtir hrönnum. Skeiðin þýtur eins og ör undir nítján mönnum. Askana til okkar ber, eikin linna sörva Karólína kosin er, koppatrítla á Jörffi; Ásgeir Torfason bjó á Eng- landi. Það var víst í brúðkaups- veizlu, að Sigurður var beðinn að mæla fyrir brúðhjónaskálinni. Hann færðist undan: Ásgeir með sitt orðaval á fyrir skálum segja, en skáldfífli úr Skorradal skilst mér bezt að þegja. Ásgeir svaraði: Eg hef lítið orðaval óðs í máli beru, en skáldafífl úr Skorradal skilst mér sízt hver eru. Bændur við Botnsheiði tóku að sér að ryðja veg yfir heiðina. Flestir sendu vinnumenn sína, en gamla skáldið á Fitjum fór sjálfur í vegavinnuna, líklega með- fram til að viðra af sér heimilis- erjurnar, því að vísast hefur hann Halldóra B. Björasson tók saman heima sitja þegnar þrir — Þórður, Davíð, Gvendur. Er heiðin var rudd kvað Sig- urður: Þar sem var í götu grjót göngu jós að hamla, fengið hefur búningsbót Botnsheiðin sú gamla. Guðný Gísladóttir, systir Þórð- ar í Sarpi, var ljósmóðir og jafn- framt saumakona. Hún var um tíma á Fitjum og saumaði Sigurði nýtt höfuðfat, en það var henn- ar sérgrein að sauma húfur. Huldi strýið heilaranns hetturýja mögur, en nú er hlý á höfði manns húfan ný og fögur. Fyrir vindi hvössum hér höfði myndar skjólin, ennis strindið upplýsir eins og tinda sólin. Þessi er líka um Guðnýju Gísla- dóttur: Fallega Guðný fötin sker, fagrir saumar prýða, en stakkinn handa sjálfri sér sú kann ekki að sníöa. Vinnukona á Fitjum eignaðist tvíbura: Þér er fregnin þessi rædd þú mátt sæk?u hestinn, tvö eru börn á Fitjum fædd, sem finna þurfa prestinn. 530 T 1 M 1 ÍM N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.