Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 5
II. Hjónin á Skálafelli hétu Eiríkur Jónsson og Steinunn Jónsdóttir. Þau voru fátæk á veraldarvísu, en mestu merkishjón, einkum voru gáfur og dyggðir húsfreyju rómaðar. Eiríkur var sonur Jóns bónda á Skálafelli, Jónssonar bónda á Kví- skerjum, Sigmundssonar á Hnappa- völlum. Móðir Eiríks hét Anna, dótt- ir Jóns bónda í Heinabergi á Mýr- um, Þórarinssonar, og konu hans, Guðrúnar Eiríksdóttur, sem komin var áf síra Ormi prófasti á Kálfa- tjörn, Egilssyni. Við manntal 1703 bjuggu foreldr- ar Eiríks á Skálafelli, hánn var þriggja ára, einnig þar átta ára göm- ul stúlka, Guðleif Jónsdóttir, senni- lega systir hans fremur en nákom- inn ættingi. Alnafna hennar finnst þá hvergi í sýslunni og ekki í næstu sveitum austan heiðar. En um 1720 og á næstu áratugum bjó í Vík í Lóni bóndi, er Einar hét, Árnason, kona hans Guðleif Jónsdóttir, um ætt hennar og uppruna mun allt á huldu. Nánustu afkomendur þeirra hjóna áttu heimili báðum megin Lónsheiðar og Guðleifarnafn langært í ættinni. Jón, faðir Steinunnar húsfreyju á Skálafelli, var sonur Vigfúsar bónda á Hofi í Öræfum, Jónssonar, og konu hans, Vilborgar Þorsteinsdótt- ur bónda í Árnanesi í Nesjum, Jóns- sonar prófasta, Hakasonar. En móð- ir Steinunnar var Þórdís Jónsdóttir frá Bæ í Lóni. Jón Vigfússon og Þórdís bjuggu 1703 á Borgarhól í Fellshverfi í Suðursveit. Hann 33 ára, hún ári eldri. Þrjú börn eru talin þar: Vil- borg 7 ára, Gróa 1 árs og Vigfús 20 vikna. Steinunn fæddist tveim ár- um seinna. Trúlega hafa börn þeirra verið fleiri, eftir siðvenju þess tíma má ætla, að Þórdis hafi reynt að koma upp nöfnum foreldra sinna. Fyrrnefnd börn á Borgarhóli, Vil- borg og Vigfús, sem báru nöfn föð- urforeldra, hafa víst dáið ung. Hjón- in á Borgarhóli áttu að vísu son, er Vigfús hét og varð prestur í Stöð í Stöðvarfirði, en hann var ekki fædd- ur fyrr en 1711. Gróa, dóttir þeirra, sem er ársgömul í manntalinu, má vera sú, sem óx úr grasi, giftist aldrei, en átti son, Jón að nafni, sem varð bóndi á Reyðará í Lóni. Hann var Salomonsson. Þórdís, móðir Steinunnar á Skáia- felli, var eins og áður er sagt aust- an úr Lóni. Hennar móðir Arndís, dóttir Gísla bónda í Bæ, Bjarnason- ar prests í Stöð, Jónssonar. Faðir Þórdísar var Jón Jónsson bóndi í Bæ, kallaður siglingamaður eða eng- elski, sú nafngift þannig til komin, að hann var í sjóferðum hjá enskum í heilan áratug. Hér eru þó heimildir á reiki, því að Jón siglingamaður er stundum „sagður Árnason, Gunnars- sonar að norðan“. Við manntal 1703 bjó í Bæ, Jón- Árnason 69 ára, Arndís Gísladóttir hans kona 61 árs. Jón þessi hafði, svo vitanlegt er, búið um skeið í Bæ, hann er meðal ábúenda þar árið 1682, „betalar í stríðstollinn" 17% Ra. Manntalið greinir ekki frá því, hvort eða hvernig heimamenn voru í ættartengslum við húsráðendur. En í fjölskyldu nefndra Bæjarhjóna hafa sjálfsagt verið fjögur eftirtalin: Valgerður Jónsdóttir 38 ára. Markús Jónsson 35 ára. Þórkatla Jónsdóttir 25 ára. Árni Jónsson 20 ára. Þetta eru vafalítið allt börn hús- freyju, Valgerður hefur til dæmis borið nafn föðurmóður hennar. Ef Jón Árnason er siglingamaður- inn svonefndi, hefði hann ungur að árum farið utan, komið út um 1660 eftir 10 ára volk erlendis, setzt að í Lóni og fengið heimasætunnar í Bæ. Annað er það, að hann hafi ver- ið hreinn ævintýramaður, hlaupið frá konu og börnum, snúið heim að liðnum áratug og tekið upp þráðinn við búskap og barnasmíði. Aldurs- munur barna Arndísar gæti rennt stoðum undir þá getgátu, sem þó má telja fjarstæðukennda. Hitt er líklegra, að Arndís hafi verið tvígift. Fyrri maður hennar Jón siglingamaður Jónsson, misst hann eftir fárra ára sambúð. Börn þeirra: Valgerður og Markús og Þórdís húsfreyja á Borgarhól í Suð- ursveit. Seinni maður Arndísar hefur ver- ið „Jón Árnason, Gunnarssonar að norðan“. Þeirra börn Þórkatla og Árni. Gísli Bjarnason, faðir Arndísar, átti 6 hundruð í Bæ. Einhverra or- saka vegna selur hann jarðarhundr- uðin. Kaupsamningur gerður 30. apríl 1671. Kaupandinn var síra Halldór FYRRI Eiríksson, prestur í Eydölum, auð- ugur að jarðeignum. Þeir, sem glöggir reyndust við ávöxtun veraldlegra fjármuna, voru I iðnir við kolann að krækja í jarða torfur. Ábýlisjarðir seldu menn ó- ' gjarnan fyrr en fokið var í skjól og I komið í efnaþrot. Svo mun háttað I högum Gísla Bjarnasonar, og þarf ' lítið hugmyndaflug til að geta í eyð- i ur: Eldri böm Arndísar, dóttur hans, I eru fædd áður en jarðarsalan fór j fram, hún stendur uppi forstöðulaus ' í ekkjudómi, börn í ómegð, þröng í búi. Þá verður fangaráð að breytl jarðarhundruðum í mynt. Heimildir segja, að þau Eiríkur Jónsson og Steinunn hafi flutzt bú- ferlum vorið 1737 frá Skálafeili aust- ur í næstu sveit, setzt að í Hólmi á Mýrum. í þjóðskjalasafni er varð- veitt ártalslaust bændatal úr Austur- Skaftafellssýslu og er eftir Skúla sýslumann Magnússon. Þegar þetta bændatal var tekið, er Eiríkur Jóns* son kominn að Hólmi, enda má ætla að það sé frá sumrinu 1737, þá skil- aði Skúli af sér sýslunni og fluttist með allt sitt til Skagafjarðar. Árið 1762 bjuggu þau enn í Hólml, níu manns í heimili, þar af tvei* synir hjónanna, annar sagður 18 árfc, hinn 17, dætur tvær, 20 ára og 19. Eiríkur lifði Steinunni konu sína. Eftir dauða hennar brá hann búi, hvarf að Einholti til dóttur sinnar og tengdasonar, lifði þar stutt. Dán- arár hans er óþekkt, en vitað að hann hefur nndazt laust fyrir 1775. III. Þeim hjónum, Eiríki og Steinunni, varð auðið átta barna, er til þroska komust: 1. Jón eldri Eiríksson, fæddur á Við Hólm á Mtfrum. Ljósm.. Sigurjón Jónsson. TIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 533

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.