Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 3
 Þessi er eignuð /Sigurði, en tilefnið líklega gleymt: Nú er vætan ærið ör, ekki bætir vega, hvað sem mætir fyrða för, farið þið gætilega. Fitjaá rennur eftir Skorradaln- um skammt frá túnfæti Sigurðar. Hún er oftast vatnslítil og hæglát í fasi, getur þó skipt skapi í vor- leysingum. Jakaföll á bakka bar, beljaði snjöll með óra ofan úr fjöllum fram í mar, Fitjagjöllin stóra. Þarna er Sigurður sýnilega með hugann á öðrum slóðum, því að hann kallar Skorradalsvatnið mar. Guðrún hét vinnukona Sigurð- ar. Hún hafði vistaskipti og fór til Bjarna í Yatnshomi. Guðs- er héðan gengin -rún, grátlegt er að tarna, Vatns- í -horni verður hún viðhjálpin hans Bjarna. Það hefði getað verið þessi sama Guðrún, sem geymdi ein- hverjar eigur sínar í hesthúsi og Sigurður kvað um: í húsi jálka hefur sinn helming aðdráttanna grönn á kjálka, grett á kinn Guðrún dálkamóðirin. Guðrún svaraði fyrir sig: Móðir dálka, ef ég er, ert þú sannur faðir, þundur jálka, það ég sver þín á hálku gæfan er. Sigurður kom í vorharðindum að Draghálsi og falaði með hálf- um huga heytuggu handa hesti sínum. Hungruð kindin hímir mörg, heyjamyndir dvína, nú er synd að biðja um björg fyrir beizlahindi mína. Næsta vísa mun vera um jarða- bætur Sigurðar meðan hann bjó á Fitjum. Túnabatinn tókst mér vel, sem töðuflatir sanna, ræktað gat á grýttum mel garða matjurtanna. Og enn yrkir hann til konu sínnar. Hörð því valda hretviðrin með hærufaldinn gráan, nú er kaldur karlinn þinn, kominn á aldur háan. Um heimilislífið er hann ómyrk- ur í máli. Daglegt brauð er dauflegt hér með deilu og þungum orðum, þykir hátíð, þegar er, þögn og fýla á borðum. Óvíst er, hvort'það var gestur eða heimilismaður, sem brá sér afbæjar og var minnzt svona hlý- lega: Þó hér færist fátt í lag, feginn verð ég hinu, að fjandinn burt í fyrradag fór af heimilittu. Þessi staka er líka eignuð Sigurði: f fornum skála fjörgamall fram við álaranna bjó þar Mála-Marteinn karl, meistari tálbragðanna. Vinnukona á Fitjum lánaði Sigurði svuntu, er hann þurfti að bregða sér í smiðju. Hún fékk þetta fyrir lánið á svuntunni: Sjaldan kemur lán í lagi, lauf- sól fína setti ég gat á svuntu þína, synd þá fyrirgefðu mér. Sigurður hefur farið í smiðju sína og slegið járnið fram í háa elli. Um það vitnar vísa, er hann orti eftir að hafa dengt ljái: Áttræður með ellibrag elds við sterkan hita ljái tvo ég lamdi í dag löðrandi í svita. Einhver hrósaði Efstabænum við Sigurð, en hann var á öðru máli: Um þó gægist alls staðar öðrum dægilegastar, af mér frægjast ekki par Efstabæjarholurnar. En um Fitjar kvað hann: Fitjar eru falleg jörð, fyrnast þó að kunni, hún er vel úr garði gjörð af guði og náttúrunni. Tilefni næstu vísu er það, að áreið var gerð vegna landamæra- deilu. Mun Sigurður hafa verið einn hinna tilkvöddu. Mannfylking til mennta gjörn, málaslyng og fleyg sem örn, sat í hring að sókn og Vörn, sett var þing við Smyrlatjörn. Bjarni Hermannsson í Vatns- horni, nágranni Sigurðar, varð honum oft að yrkisefni, og er sumt af því ekki prenthæft, þótt það gengi manna á milli. Sigurði þótti hross Bjarna sækja nokkuð freklega í Fitjaengjar: Taði úr Bjarna tryppafans, sem til er í Fitjalandi, óska ég í askinn hans með áláti af hlandi. Bjarni bað hann að reyna að lækna folald, sem fótbrotnaði: Ekki hef ég efni til eða vizkukjarna undir setja fætur fyl fyrir hann gamla Bjarna. Eldhúsið í Vatnshorni hrundi og þetta sama ár gekk hundapest: Ár, sem hundar Hárs- um -sprund, heljar fundu dofann, illa bundin báls á grund Bjarna hrundi stofan. Mannýgur boli frá Vatnshorni var settur inn á Fitjum, er hann kom óboðinn í heimsókn. Vatnshornsbolinn vonzkusnar, sem vendi hingað, í svarta holið settur var til svívirðingar. Sigurður kom að Vatnshorni til Bjarna, og er ekki að sjá annað en vel hafi farið á með þeim. þrátt fyrir kveðskapinn. Má því ætla, að hann hafi verið græsku- laus að mestu. Ráðskonu hafði Bjarni þá, er Snjólaug hét. Þau veittu Sigurði vín, ásamt fleiri góðgerðum, og þegar hann fór. lánaði ráðskonan honum grátt gæruskinn, sem hún átti, þvi að hann reið berbakt mun hafa teymt með sér hest til að sitja á honum yfir ána, því að ekki ei nema spölur milli bæjanna. Eftir stjá og ölföngin, oft sem spáir gleði, sitt hið gráa gæruskinn gulls mér náin léði. Framhald á bls. SSO T f U I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 531

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.