Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 14
Elliðaey og Bjarnarey, séð af Heimaey. Eyjafjallajökull fjarska. hófst, aðrir reistu loftnet og tengdu það við útvarpstæki, sem þeir höfðu meðferöi En stúlkurnar tóku upp olíuyé fóru að hita kaffi. Lo ; e.v fannst talsvert til um kof- ann i Ljarnarey. í honum voru þrjú herbergi, húsgögn og svefnbálkar handa sex mönnum. Járnþak var á honum og vatnsgeymir undir upsúm. Það mátti skilja, að hér myndi oft glatt á hjalla.- Að þessu sinni bar þó skugga á. Örfáum dögum áður en þeir fóru í Bjarnarey hafði bezti sigamaður Vestmannaeyja, tæplega fertugur að aldri, Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði, hrapað þar við eggja- töku beint niður undan kofanum og horfið í hafið. En það undraði Lock- ley, að hann varð þess ekki var, nð hinir rosknu menn í hópnum hefði uppi neinar viðvaranir við ungling- ana,. sem hlupu fram og aftur um vott grasið á bjargbrúninni. Nú var smalað og féð rekið að ( gömlum, grasigrónum gíg. Síðan hófst rúningin. Lundarnir voru á Sé8 til Bjarnareyjar úr Elliðaey. varðbergi uppi á gígbarminum, og stúlkurnar komu með kaffi. Þegar farið var að troða ullinni í poka, gekk Lockley út á eyna. Maríuerlur og þúfutittlingar voru í óðaönn að bera að hreiðrum sínum, og sólskríkj- ur voru með lítt fleyga unga á brölti í grasinu. Honum hafði verið sagt, að stóra sæsvala ætti sér hreiður í Bjarnarey, en ekki varð hann var við hana. Sólin var nú horfin bak við ský, og það var kominn napur vindur af austri. Mjög var misvinda og varla stætt á bersvæðf' í verstu hrinunum. Mennirnir höfðu sig sem skjótast niður að kofanum og biðu þess, að báturinn, sem farið hafði á fiskislóð- ir í nágrenninu, kæmi aftur að eynni. Ullarpokarnir voru látnir síga niður, og síðan fór hópurinn að fikra sig niður. Unga fólkið greip hér og þar hvannarstöngla til þess að hafa með sér og tuggði þá niðri á klöppinni á meðan það beið þess að komast út í bátinn. Það hafði versnað í sjó, svo að á því varð nokkur töf. En loks var enginn eftir á klöppinni. Báturinn sneri heim til kaupstaðar í snörpum vindi. Þegar Lockley kom heim að Kirk' i bæ, var Helga búin að gera skinnskó, sem hún gaf honum handa konu sinni. Þeim fylgdu rósaleppar, sem gömul móðir Helgu, tóskaparkona á gamla og góða vísu, hafði prjónað. En Þorbjörn bóndi settist á tal við gest sinn um heimsmálin, þó að mestmegnis yrðu þeir að tjá hvor öðrum skoðanir sínar með handa- pati og armsveiflum, nema til kæmi meðalganga bónda í nágrenninu, Magnúsar, er notað hafði vetrar- kvöldin til þess að komast niður í ensku. Síðasta kvöldið, sem Lockley var í Vestmannaeyjum, fór hann með Magnúsi niður að höfninni. Þeir gengu fram hjá miklum hlaða þorsk- hausa, sem höfðu verið kyrfilega bundnir í bagga og biðu útskipunar, skoðuðu skansinn og töluðu um Tyrkjaránið. Síðan fóru þeir að hjálpa til við að taka saman saltfisk, sem breiddur hafði verið til þerris. Þar var að verki fjölskylda manns, sem lá handlama, meðal annars tvö börn undir tíu ára aldri. Þegar þeir Magnús sneru heim á leið, leiddust undar stúlkur í silkisokkum og pilt- ar í enskum fötum á milli þorsk- hausahlaðanna. Þetta var laugardags- kvöld, friður og kyrrð yfir öllu, og sterkur þefur af söltum fiski í loft- inu. Lockley fannst saltfiskslyktin óþægileg. En hann vissi, að hún var það ekki í vitum Vestmannaeyinga. Og hann gat raunar ekki heldur lagt þessum blessuðu eyjum þennan þef til lasts. Þarna hafði honum auðnazt að hafa hendur á stóru sæsvölu og þar á ofan átt margar góðar stund- ir í Kirkjubæ hjá Þorbirni og Helgu. 542 TtHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.