Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 16
Frans fráAssisí Miðja vegu milli Flórens og Róm- ar er smábærinn Assisí eins og fugls- hreiður á fjallsöxl í miðjum Apenn- inafjöllum. Þaðan er fögur útsýn, og þar ríkir kyrrð og friður. Þarna fæddist árið 1182 drengur, sem varpaði slíkum ljóma á fæðingar stað sinn, að síðan hefur nálega hvert mannsbarn í heilum heimsálfum kannast við Assisí. Þessi drengur var skírður Frans. Faðir h'ans var ríkur kaupmaður i Assisi. Þegar Frans komst á legg, varð hann brátt al- þekktur sakir gáska og glaðværðar. Roskið fólk hristi höfuðið af hneyksl un, en foreldrar hans létu sér vel líka léttlyndi hans og settu það ekki fyrir sig, þó að honum héldist illa á fjármunum. Þeim virtist þarna vera að vaxa á legg efnilegur riddari, því að drengurinn var kurteis og eðal- lyndur, þó að hann bærist mikið á. Frans var skrautgjarn og tilhalds- samur, og vísur trúbadoranna, far- andsöngvaranna, voru yndi hans og eftirlæti. Hann var barn síns tíma, og lét sig dreyma um að gerast sjálf- ur riddari og trúbador. En hann var tilfinninganæmur og fljótur að hríf- ast. Frá því er sagt, að hann var dag einn í verzlun föður síns að selja klæði. Þá kom þangað betlari, sem bað hann í guðs nafni að gefa sér ölmusu. Frans rak hann burt með höstum orðum. En að andartaki liðnu skaut upp nýrri hugsun: „Ég hefði gefið honum eitthvað, ef hann hefði beðið um það í nafni einhvers greifa eða baróns", hugsaði Frans. „Hefði ég þá ekki fremur átt að liðsinna honum, úr því að hann bað mig í nafni guðs?“ Og jafnskjótt og Frans hafði þetta hugsað, hljóp hann út úr búðinni, náði manninum og gaf honum alla þá peninga, sem hann fann á sér. Þennan sama dag hét hann sjálfum sér því að láta betlara aldrei synj- andi frá sér fara. Frans lét sér ekki lengi lynda að selja föt í búð föður slns. Hann þráði svaðilfarir og ævintýri, og þess vegna réðst í hann herför jafnskjótt og færi bauðst. En hann stóð ekki lengi í mannvígum. Hann var tekinn höndum og sat í varðhaldi í eitt ár. Þetta bugaði hann þó ekki. Hann var glaður sem fyrr og þráði sífellt að vinna sér frægð og frama. Þess vegna hugðist hann leggja af stað í nýja herför. En þá veiktist hann fyrsta kvöldið, er herflokkurinn sett- ist um kyrrt. Hann fékk mikinn sótt- hita, og á meðan hann lá" sjúkur í búðunum gerðist það, að hann heyrði í draumi rödd, sem spurði hann, hvert hann ætlaði. „Ég er á leið til Apúlíu til þess að gerast riddari“, svaraði Frans. „Segðu mér, Frans“, svaraði rödd- in — „hvor er þér meira virði, herr- ann eða þjónninn?“ „Herrann“, sagði Frans forviða. „Hvers vegna yfirgefur þú þá herr- ann sökum þjónsins og konunginn sökum hertogans?“ sagði röddin. Þá þótti Frans skilja, hver til hans talaði. Hann hrópaði: „Hvað viltu, að ég geri?“ Röddin svaraði: „Farðu aftur til heimkynna þinna, og þar munt þú fá að vita, hvað þú átt að gera“. Síðan þagnaði röddin, og Frans vaknaði. Honum kom ekki dúr á auga það, sem eftir var nætur, og þegar morgunn rann, reis hann úr rekkju söðlaði hest sinn og reið til Assisí. Sá Frans, sem heim kom, var allt annar maður en lagt hafði af stað í herförina. Hann hafði jafnan sælzt eftir félagsskap glaðlyndra manna, en nú reikaði hann einn síns liðs um fáfarnar slóðir. Oftast lagði hann leið sína að helli fyrir utan bæinn. Þar lá hann hálfa daga á bæn og bað drottinn að vísa sér þá leið, sem hann ætti að fara. Félagar Frans tóku að forðast hann, en fátæklingar 544 TtHINK - SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.