Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Síða 22
ir götunni. íbró nemur staðar og leggur við hlustirnar: Tengdasonur hans var liðsforingi í skæruliðasveit. Og hann hafði fengið heiðursmerki og mynd af honum verið prentuð í blöðunum. Úr hinni áttinni kemur ungliðasveit í skipulegri fylkingu. Ungliðarnir syngja líka. Hann kann- ast ekki við þennan söng og veit ekki, hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru hér. En Semsa hans hafði þó verið í þessum ungliðasveitum. Frá því var sagt í blöðunum. Fólk hefur lesið það þar. Og þeir prent- uðu það, að hún hefði dáið pislar- vættisdauða og verið félagi mikillar hetju. Og það var líka prentað, að hún hefði haft göfugt hjartalag og fórnað sér í þágu stórbrotinnar fram- tíðar. Ó — já — þetta var satt, sem þeir sögðu um hjartalagið. En ekki prentuðu þeir samt allt — þeir slepptu mörgu, sem þeir hefðu átt að skrifa og prenta. Falleg var hún líka — ekki gátu þeir þess. Soldáns- dóttir — ekkert minna. En hjartalag- ið — það þekkti hann manna bezt. Hún gat hughreyst með augnaráðinu einu saman — ekki einungis ógæfu- saman föður sinn, heldur allt, sem lífsanda dró. Þannig var liún. „E-eldiviður!“ Ungliðasveitin er t'arin hjá, en söngurinn heyrðist enn. Á eftir henni kemur enn ein hersveit. Söngn um lýstur saman, orðin og lögin lenda í einni bendu. Það er sungið allt í kringum hann, og allhvstefna léttum skrefum í sömu átt. Og þarna er einn, sem stýrir og stjórnar ferð- innl. Heyrðu mig, hvers vegna eruð þið hér og hvert eruð þið að fara? Hann skilur þetta ekki og veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið. Hann kennir aðeins 'sársauka undir síðunni. Þegar hann fer i suðrið, þá hleypur alltaf eins og verkur í gamia sárið, sem hann fékk i skotgröfunum við Tolmínó. En þessi verkur minnir hann ekki framar á neitt — hann þjáir hann bara. Og þó — eitt vejt hann: Hann átti dóttur og tengda- son ' þessum sveitum. Hann \ tir litla vagninum sínum inn i næsta sund, og allt í einu tangar hann t.il þess að hrópa: „Já, hún dóttir min, piltar — því- lík dóttir! Og tengdasonurinn. Það er . . já, það er annars ekki vert að flíka því“ Hann ýtir vagninum rösklega á undan sér, lyftir höfði og hrópar hás- um rómi: „Eldivi-i-i-ður!“ Ung stúlka kallar til hans úr glugga á neðstu hæð og segir hon um að koma inn með tvö föng. Ibró neitar því umsvifalaust, þóttafullur og móðgaðui. • „O-o, þú skalt fá dínar fyrir vikið“. „Ég ber ekki neitt fyrir neinn. Ekki þó að ég fái dínar og ekki þr að þú fengir mér þúsund snepla, Skilurðu það? Viljir þú fá eldivið þá geturðu komið út og sótt hann“. Unga stúlkan hreytir í hann ónot- um. En hann heyrir ekki til hennar. Hann leggst af öllum þunga sínum á vagninn, ýtir honum upp brekkuna og hrópar hátt: „Eldi viður, e-e-eldi-vi-i-iður! “ J.H. þýddi. SigurSyr Helgason — Framhald af 531 síðu. Sigurður var að járna hest, sem sló hann. Er hann kom inn til konunnar, kvað hann: um, Gísla i Sarpi, Ijóðabréf. í síðustu vísu bréfsins biður hann fyrir kveðjur til nágrannanna og er vandlega þrædd bæjaröðin allt, í kringum Fitjar, en þeim bæ sleppt. Þögnin ein segir hug hans þangað: Háafelli, horni Vatns og Sarpi, Efsta- kveðju -bæ að ber og Bakkakoti í sveit hjá þér. (Vísur Sigurðar frá Jörfa hef ég flestar lært af föður mínum, en nokkrar þeirra kenndi mér Ingibjörg Gísladóttir frá Stóra- Botni.) Hálfrotaður, heyrnarsljór, á höfði særður þinn er maður mjög órór og mikið ærður. Sigurður kom heim frá smíð- um seint um kvöld, er fólk var gengið til náða. Hann lagði frá sér smíðatólin í bæjargöngunum við bæli hundsins og kvað þetta við konu sína: Fala ég í skyndi skal skjól hjá minni faldasól, ala blund svo týnist tal, tólin legg í hundaból. En hin stolta húsfreyja, Ragn- heiður Eggertsdóttir, kunni ekki að taka gamansemi bónda síns og reiddist vísunni. Yfirleitt hafði henni fundizt skáldskapur bónda síns heldur lítið búsílag. Það var því svo komið eftir nokkurra ára sambúð, að flest var breytt, sem skáldið kvað um konu sína í upp- hafi: Frans frá Assisí - Framhald af bls. 547. En til allrar hamingju eru rit hans enn til, og þau eru ómetanlegar heimildir um hann sjálfan. Testa- menti það, sem hann gerði læri- sveinum sínum, veitir innsýn í hug- skot hans. Sjaldan hafa mikilmenni veraldarsögunnar látið eftir sig svo ótvíræðan vitnisburð um sig sjálf. Einn lærisveina hans, Tómas frá Celanó, hefur líka dregið upp eftir- tektarverða mynd af meistaranum, er telja verður sanna. Áhrif þau, sem Frans hafði á framvindu menningarinnar, eru mikil. Engin stofnun hefur haft jafnmikla þýðingu yfir kaþólsku kirkjuna og reglur betlimunkanna, og enn í dag eru grábræður af reglu heilags Frans frá Assisí hvarvetna mikils metnir. Þeir eiga enn greiða leið að hjört- um manna í þeim löndum, þar sem þeir hafa starfað. (Veraldarsaga Grimbergs). Það er sú, sem hlýtur hrós af hugvits góðum nytjum, Eggertsdóttir reflarós Ragnheiður á Fitjum. LeiíSrétting: í næstsíðasta blaði hefur föður- nafn Símonar Dalaskálds misprent- azt. Hann var eins og alþjóð er kunn- ugt Bjarnarson, en ekki Bjarnason. En nú er hann farinn að kveða við þennan tón: Þótt ég fari margs á mis, mundi ég una högum, ef friðarögn til fágætis fengi á sunnudögum. Loks rísa öldur sundurþykkj- unnar svo hátt, að hið aldna og orðbaldna skáld hrökklast burtu. Eftir að hann var kominn vestur aftur, sendi hann nágranna sín- Lausn 19. krossgátu 550 T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.