Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 6
Skálafelli 31. ágúst 1728. Hans verður nánar getið í þætti þessum. 2. Anna Eiríksdóttir, fædd á Skála- elli 1731. Hana átti síra Sveinn íalldórsson prestur í Einholti, síðan Hraungerði og prófastur í Árnes- sýslu. Þau hjón eignuðust sextán böm. Anna var „sem allar þær syst- ur öðrum fremur að gáfum og öllu kvenlegu atgjörvi". Hún sálaðist 22. febrúar 1797. ' 3. Jón yngri Eiríksson, fæddur um 1737. Hann las lögfræði við há- skólann í Kaupmannahöfn, en hvarf próflaus frá námi. Umboðsmaður Flögujarða í Skaftártungu og bjó á Ljótarstöðum. Missti búpening sinn í móðu, settist þá að í Nýjabæ við Amarbæli í Ölfusi. Tveim árum seinna fékk hann Vestmannaeyja- sýslu, bjó lengst af í Stakkagerði. Kvæntist Þónurni Ólafsdóttur, þeirra hjónaband bamlaust. Jón sýslumað- ur andaðist holdsveikur 8. desember 1796. 4. Þórdís Eiríksdóttir, fædd um 1740 í Hólmi. Hún varð tvígift. Hennar fyrri maður Einar, sonur síra Brynjólfs gamla Guðmundsson- ar. Einar dó í bólu 1786. Þau áttu tvo syni, annar þeiira, er Eiríkur hét, bjó Iengi á Brunnum. — Seinni maður Þórdísar var Sigurður Gutt- ormsson, bóndi í Borgarhöfn, og þar andaðist hún árið 1802. 5. Guðrún Eiríksdóttir, átti Árna bónda á Smyrlabjörgum, Brynjólfs- son, einn hinna mörgu barna síra Brynjólfs gamla. Þau Guðrún og Árni eignuðust átta börn saman, að- eins tvö náðu aldri: Steinunn tví- gift, húsfreyja á Skálafelli og Hala í Suðursveit, og síra Brynjólfur prest- ur. í Sandfelli, síðar í Langholti í Meðallandsþingum. Guðrún Eiríks- dóttir sálaðist rétt fyrir aldamótin 1800. 6. Kristín Eiríksdóttir, húsfreyja á Hnappavöllum. Ilana álti Þorlákur bóndi Sigurðsson, Stefánssonar, merk- LúSvík Harboe. isbóndi og hagur svo sem þeir ætt- menn fleiri. Þeirra börn tvö. Kristín var orðlögð ljósmóðir: „naut árlega þeirra af konungi gefnu peninga, sem helzta nærkona í Eystri-Skafta- fellssýslu“. 7. Ámi Eiríksson, fæddur i Hólmi 1745. Bóndi í Hjálmholti í Flóa, hreppstjóri og sáttanefndarmaður. Bar gott skynbragð á lækningar og í öllu vel virtur. Kona hans var Margrét, dóttir síra Magnúsar prests í Villingaholti, Þórhallasonar. Þeirra börn sex. Árni Eiríksson sálaðist 2. maí 1807. 8. Ólafur Eiríksson, fæddur í . Hólmi. Nam í Skálholtsskóla. Djákn að Þykkvabæjarklaustri, síðar í Odda og prestur í Holtaþingum, bjó í Guttormshaga, sæmilegur búmaður, en sérlundaður. Hann var hagmælt- ur, og má sjá í Landsbókasafni sýn- ishorn kveðskapar hans. — Ólafur Eiríksson andaðist 12. nóvember 1790, ókvæntur og barnlaus. IV. Sveinninn, sem fæddist í ágúst- mánuði 1728 á Skálafelli í Suður- sveit, varð snemma á orði, gæddur fágætum námshæfileikum. Nam utan bókar bænir og sálma um leið og hann lærði að tala og læs á bók um leið og hann þekkti stafina. Eitt sinn, er hann eignaðist nýtt bænakver, var tekið til óspilltra mála og þulið. Sjálfsagt hefur þetta guðs- orð verið tyrfið, og snáðinn ef til vill illa upplagður. Leiddist iionum þófíð og vildi leita óbrigðulla ráða, svo að bænirnar festust í minni. Reif blöð úr bókinni, tuggði vand- lega og át. Kappgirni var í blóð bor- in. Frumbernska Jóns Eiríkssonar leið í foreldrahúsum undir hamra- hlíð, sem liggur móti morgunsól. En Kolgríma veltur fram snertispöl frá túnfæti, korguð af jökulleir og minn ir á nóttina. Haustið 1736 var honum komið í nám til Vigfúsar móðurbróð- ur síns, sem var nýlega orðinn að- stoðarprestur á Hofi í Álftafirði. Hann átti einkum að nema skrift og barnalærdóm, látið svo heita, að ver- ið væri að búa hann undir fermingu. f þann tíð var ferming ekki bundin við vissan aldur barna, réði fremur kunnátta og skilningur. Kunnáttan var að vísu ósjaldan bágborin, haft fyrir satt, að í landinu væri þá fjöldi fólks, er aldrei hafði staðfest skírnarheit. Sóknarpresturinn á Hofi hét Guð- mundur og var Högnason, kominn á áttræðisaldur, fæddur í Einholti í Homafirði og uppalinn þar. Meðal barna hans síra Högni prestur í Stöð í Stöðvarfirðí. Umræddan vetur var kapelláninn á Hofi sendur til að þjóna í sókn síra Högna, sem lagztur var bana- leguna. Tók síra Guðmundur um leið að leiðbeina barninu frá Skálafelli. Kennslugreinir urðu fleiri en skrift- aræfingar og undirvísun í kristnum fræðum. Má segja, að þarna væri teningum varpað. Gamli presturinn, sem var snjall tungumálamaður, lét drenginn hefja latínunám. Um vorið vék Jón litli heim til foreldra sinna og var fermdur skömmu síðar, þá á níunda aldurs- ári. Næsta vetur var hann í læri hjá prestinum í Einholti. Síra Högni Guðmundsson í Stöð andaðist á miðju sumri. Síra Vigfúsi Jónssyni var veitt brauðið, settist í bú í Stöð, kvæntist ekkjunni. Hún hét Guðrún, homfirzkrar ættar dótt- ir Jóns bónda í Árnanesi, Þorbjörns- sonar. SkílholHstaSur upp úr mlBrl át|ándu Wd. 534 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.