Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 21
Höfðinginn sagði: „Hvernig stendur á ferðum þínum?“ Zinnah mælti: „Við faðir minn fórum út í skóginn til þess að veiða. Við fengum ekkert nema einn héra. Hann lét mig halda á honum. Hérinn var lítill, og ég kastaði honum inn í kjarrið. Þeg- ar okkur tók að svengja, bað hann mig að sjóða hérann. En ég sagðist ekki hafa verið að halda upp á hann. Þá reiddist hann og laust mig með öxinni. Ég rotaðist. Með kvöldinu náði ég mér aftur, reis á fætur og hélt hingað. Þannig stendur á ferðum mínum.“ Höfðinginn hafði nokkrum ár- um áður átt í ófriði og einkason- ur hans, sem þá var smáangi, hafði verið tekinn höndum og drepinn. Og nú sagði höfðinginn við Zinnah: „Vilt þú varð- veita leyndarmál fyrir mig?“ Drengurinn sagði: „Hvert er það leyndarmál?“ Höfðinginn svaraði: „Ég á eng- an son. í fyrramálið ætla ég að segja, að þú sért sonur minn, sem handtekinn var í stríðinu, og að þú hafir loks strokið og sért kom- inn heim.“ Zinnah féllst á þetta og sagði: „Það getur verið erfitt." Höfðinginn fór þá inn í húsið og skaut af byssu sinni út í myrkrið. Húsmóðirin vaknaði, gekk út og sagði: „Ljónhrausti konungur, sem allir óttast, hvers vegna skýtur þú af byssu á nætur- þeli?“ Höfðinginn sagði: „Sonur minn er kominn heim aftur.“ Húsmóðirin rak þá upp gleðióp, og allir borgarbúarnir vöknuðu og spurðu hver annan: „Hvað hefur gerzt heima hjá höfðingjanum? Hann er að skjóta á þessum tima nætur.“ Og sendimaður frá höfð- ingjanum sagði, að sonur höfðingj ans væri kominn — sá, sem hafði verið tekinn til fanga í stríðinu. Sumir glöddust við þetta, en aðr- ir efuðust og sögðu: „Jæja já?“ Þegar morgnaði, fór drengur- inn í bað og klæddist ríkmann- lega. Höfðinginn gaf honum gjaf- ir, og hann fór inn í borgina, til þess að fólkið gæti séð hann og fagnaði honum. Sumir ráðgjaf- anna sögðu: „Þetta er ekki sonur hans.“ Aðrir sögðu: „Víst er það sonur hans.“ En efinn magnaðist, og dag nokkurn komu öldungarn- ir sér saman og sögðu: „Bíðið þið við. Við skulum ganga úr skugga um, hvort hann raunverulega er sonur hans.“ Ráðgjafarnir kölluðu á syni sína, klæddu þá í ríkmannleg klæði og söðluðu stríðsfákana. Drengirnir stigu á bak, og feður þeirra sögðu við þá: „Farið að húsi höfðingjans og segið syni hans, að þið ætlið út úr borginni til þess að reyna hestana. Þegar þið hafið þeyst um hríð, skuluð þið nema staðar og stíga af baki. Síðan verið þið að drepa hestana og snúa aftur heim.“ Allir ráðgjafarnir gáfu sonum sínum sverð til þess að bera yfir öxl sér. Síðan lögðu þeir af stað til húss höfðingjans. En sögusmetta ein hafði heyrt ráðabrugg öldunganna og skýrði höfðingjanum frá því. Þá hugsaði höfðinginn ráð sitt og sagði: „Ef nakinn maður getur dansað, hve betur dansar þá ekki sá, sem klæddur er.“ Hann hafði fengið viðvörun, og var þess vegna reiðu búinn. Hann kallaði Zinnah til sín og sagði við hann: „Þegar þú ferð með þeim, skaltu gera allt, sem þú sérð þá gera.“ Drengirnir komu innan skamms kölluðu á son höfðingjans og héldu af stað. Þeir- riðu nokk- urn spöl frá borginni. Þar stigu þeir af baki og hjuggu hestana með sverðunum. Zinnah tók eft- ir öllu, sem þeir gerðu, og gerði eins :— drap meira að segja sinn dýrmæta reiðskjóta. Þegar þeir komu heim, sögðu drengirnir öldungunum, að Zinn- ah hefði staðizt prófið. Aðeins höfðingjasonur hefði getað sýnt verðmætum eignum og lífi jafnal- gera fyrirlitningu. En ráðgjafarn- ir trúðu ekki ennþá og undir- bjuggu nýtt prof. Næsta dag gáfu þeir hverjum sonanna fallega amb átt og sögðu: „Farið með þær út í skóginn og drepið þær.“ Sögusmettan skýrði höfðingjan um aftur frá ráðabrugginu, og hann gaf Zinnah tvær ambáttir og sagði: „Farðu með hinum og gerðu það, sem þú sérð, að þeir gera.“ Og Zinnah gerði öðru sinni allt eins og hinir drengirn- Framhald af 539. síöu. um augun á íbró, og þau fylltust tárum. En samt þekkti hann tengda- son sinn á myndinni: Jú — þetta var hann, bara dálítið þreklegri, há- vaxnari og fallegri en áður: Þetta var liðsforingi. Og með heiðursmerki var hann. íbró fann herðablöðin á sér titra. En skæruliðinn ungi, sonur grannkonu hans, stóð þarna fyrir framan, broshýr og elskulegur, samt dálítið fjarrænn á svip, og sagði sög- ur af kappanum, tengdasyni hans. Og svo fór hann að tala um lífið og starfið og skaðsemi áfengisneyzlunn- ar. Hvers vegna var hann að tala um þetta við hann? Hvaða drykkjuskap var hann að tala? Þeir sögðu honum í kránni, að það ir. Að þessu sinni sannfærðust ráðgjafarnir og sögðu: „Þetta er sonur hans, því að aðeins sonur hans gæti þannig hunzað auðæfi og líf.“ Tímar liðu fram, og Zinnah bjó í húsi höfðingjans sem sonur hans. En dag nokkurn kom veiði- maðurinn, faðir Zinnah, til Qu- endeh. Hann var að leita að syni sínum. Hann spurði alla, sem hann hitti, og þegar hann hafði heyrt nægju sína, fór hann heim til höfðingjans. Hann gekk inn og heilsaði höfðingjanum, sem sat með Zinnah við hlið sér. Þá sagði veiðimaðurinn við son sinn: „Ætlarðu ekki að standa á fætur og koma með mér, svo að við getum veitt saman á ný?“ Drengurinn þagði. En höfðing- inn sagði: „Veiðimaður, varð- veittu leyndarmálið, og allt það, sem þú girnist, skal ég gefa þér.“ En veiðimaðurinn neitaði og hélt áfram að neita, þrátt fyrir þrá- beiðni höfðingjans. Þá skipaði höfðinginn að söðla þrjá hesta og lét Zinnah fá sverð. Þeir stigu þrír á bak, veiði- maðurinn, höfðinginn og Zinnah. Er þeir voru komnir á ákveðinn stað í skóginum, námu þeir staðar og höfðinginn sagði við Zinnah: „Heyr þú mál mitt, Zinnah. Við erum óvopnaðir, en þú ert með sverð. Það er aðeins um eitt að ræða. Annaðhvort verður þú að drepa mig og taka öll þessi auð- æfi og fara með föður þínum til borgar hans og heimkynna, eða þú verður að drepa föður þinn og síðan snúum við, ég og þú, aftur heim og lifum áfram eins og við höfum gert.“ Drengurinn vissi ekki, hvað hann skyldi gera. En hefðir þú verið í hans sporum, hvorn hefð- ir þú drepið? Hefðir þú drepið veiðimanninn eða höfðingjann? hefði verið skrifað um Semsu í blöð- in. Ekki skildi hann það heldur til fullnustu. En hann grét hljóðlega með saman- herptan munn og saup upp í sig tárin með brennivininu. Og enn gleymdi hann öllu saman og lagði af stað með litla vagninn sinn. Hann varð að afla peninga, svo að hann gæti keypt brennivín og tóbak . . . já, og brauð líka. íbró Sólak var i þessum hugleið- ingum, er hann kom að Maríjin dvor. Þar var hann vanur að fara á ská yfir aðalgötuna og sveigja inn í brött og þröng sundin, sem enn heita hin- um gömlu nöfnum: Magribija, Odoba sína. En í þessurn svifum kem- ur syngjandi berdeild! þr„mmandi eft ELDIVIÐUR - SMÁSAGAN - T I M I N N — STJNNUDAGSBLAÐ 549

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.