Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 17
Frans frá Ass;sf predikar fyrir Honoriusi páfa III. bæjarins gerSust vinir hans. Góðvild hans sigraði hjarta þeirra, og þeir skildu, að hann átti í harðri baráttu. En það voru prófraunir, sem biðu hans. Dag nokkurn reið hann brott úr bænum, og varð þá á vegi hans holdsveikur maður, sem rétti fram höndina og bað um ölmusu. Frans hafði aldrei getað afborið slíka sjúkl- inga. Þegar hann átti leið fram hjá þeim stað, þar sem holdsveikum mönnum hafði verið búið hæli, leit hann jafnan undan og tók fyrir nef sér. Og í þetta skipti var viðbjóður hans svo megn, að hann vék hesti sínum við og reið sem skjótast í öfuga átt. En hér fór líkt og þegar beiningamaðurinn kom í búð föður hans. Ásakandi rödd skaut upp: „Þú ert göfugur riddari Krists, hugleys- ingi“! Þá stökk Frans af baki, gaf holds- veika manninum þá peninga, sem hann var með, tók í rotnaða og kaun- um hlaðna hönd hans og kyssti hana. Viðbjóður hans hafði á svipstundu breytzt í samúð. Og nú streymdi ósegjanleg sælukennd um hann allan. Upp frá þessum degi náði samúð með fátækum mönnum og forsmáð- um, sjúkum og undirokuðum, slíkum tökum á honum, að hann helgaði þeim allt sitt líf. Sjálfur gerðist hann fölur og magur, og fötin, sem hann klæddist, voru ekki annað en aumustu tötrar. Götustrákarnir bentu á hann, þar sem hann fór, og kölluðu hann Aulann, og faðir hans vildi ekki lengur kannast við hann. Hinn ríki kaupmaður hafði aldrei verið sínkur á fé við son sinn, þó að hann væri eyðslusamari en hæfa þótti manni af hans stigum. En honum var öllum lokið, þegar Frans fór að ganga um eins og beiningamaður og ausa þeim fjármunum, sem hann komst yfir, í úrhrakslýð bæjarins. Kaupmaðurinn var ofsareiður, og að lokum hrökklaðist Frans að heim- an. Fyrst um sinn hafðist hann við í einveru og iðkaði bænagerð alla daga. En þegar hann þóttist til þess fær, lagði hann land undir fót. Ásetn ingur hans var að fylgja fordæmi Jesú út í yztu æsar. Berfættur þrammaði hann leiðar sinnar grá- brúnum kufli og hafði bundið kaðli um mitti sér, hjúkraði sjúkum og hrjáðum og boðaði fagnaðarerindið. Hann var tuttugu og sjö ára gamall, er þessi þáttur lífs hans hófst. Hann kaus sér fátækina að fylgikonu, og samfylgdin með henni varð honum til meiri haningju en hann hafði dreymt um, að honum myndi falla í skaut á þeim árum, er hugur hans stóð til þe$s að gerast riddari. Syngjandi skundaði Frans þjóðveg ina. Syngjandi reikaði hann um með al blóma og fugla, sem hann nefndi litlu systur sínar. Einu sinni ætlaði hann að predika í skógi, þar sem allt var kvikt af kliðandi fuglum. Þá sagði hann við fuglana: „Litlu systur! Ef þið hafið nú sagt það, sem þið vilduð segja, þá væri rétt, að þið leyfðuð mér líka að tala.“ Og fuglarnir þögnuðu. Honum þótti innilega vænt um lævirkjann, sem söng svo fagurt og undi sér svo vel úti í skóginum. Honum þótti innilega vænt um lömb- in, sem voru tákn sakleysisins. Um skeið fylgdi honum jafnan lamb, sem hann hafði hænt að sér, svo að það elti hann á röndum, hvar sem hann fór. Það fylgdi honum meira að segja eftir inn í kirkjurnar, þar sem jarm þess blandaðist messusöngvum bræðr anna. Og oft bar það við, að hann keypti lömb, sem átti að slátra, ef hann hafði fjármuni til þess. Tveimur árum eftir tauSa slnn var Frans frá Assisí tekinn í dýrlingatölu, o, jafnframt var hafb.t handa um að reisa honum kirkju í fæðingarbae hans. — Henni var lokiö 1253 en breytt var henni á næstu öld. í sjö a'dlr hafa pílagrím- ar streymt til þessa musteris. llMINN - SUNNUDAGSB3JUD 545

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.