Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 7
Haustið 1738 fór Jón Eiríksson austur í Stöðvarfjörð til móðurbróð- ur síns. Var þar fjóra vetur í heima- skóla, en vann heima í Hólmi ó sumrin. Lei'ð'ir hans lágu yfir jökul- ár og fjallvegi, f vötnunum leyndust sandkvikur í botni og oft bakkafyllir. Götuslóðar tæpir í Almannaskarði, sniðin brött við Gjána í Lónsheiði, og Kambsskriður kvíðvænlegar, þar sem hafið svarrar í gjögrum undir björgum. Löngu seinna leit hann um öxl: „Svona varð ég strax á unga aldri að ferðast, oftast aleinn, vor og haust þann langa og vegna brattra fjalla og stórvatna hættulega veg, en þar með gafst mér á öndverðri ævi hent- ugt tilefni að þekkja náðarríka vernd guðs af eigin reynslu“. Um heimaskólanámið sagði hann: „Kennsla mín, einkum hjá móður bróður mínum, framfór með slíkri kostgæfni, sem ég fæ aldrei til hugs- að án innilegustu þakklætistilfinn- ingar.“ Síra Vigfús í Stöð var orðsnjall ræðumaður og skáldmæltur. Jón Ei- ríksson lét prenta ljóðakver eftir hann, Barnaljóð. Hann hefur viljað halda minningu móðurbróður sins á loft, og sýna þakklætisvott fyrir kennslustundirnar í Stöð. Heilræðavísur síra Vigfúsar eiga líka erindi við lesandann. Lögð hönd á blað og valið af handahófi: Ef þú hittir, sem oft kann vera, blíðmálugan bakvaskara, lát þú vel yfir hans vinalátum, en set traustan lás á tungu þína. Eitt er hið mesta meistarastykki, ómissandi í öllum greinum. Munninum haga mátulega. Það er vandi að þegja og tala. V. Eftir dvölina í Stöð þótti Jón Eiríksson hæfur til að hefja nám í latínuskólanum í Skálholti. Þangað lá Jió ekki greið leið. I septembermánuði 1741 hafði síra Vigfús sent línur til Jóns biskups Árnasonar, meðal annarra erinda minnzt á, að frænda sínum yrði veítt skólavist á næsta ári. Svarbréf dag- setur biskup í úthallandi marzmán uði: „Ekki kann ég að svara yður neinu um piltinn Jón Eiríksson fyrr en af alþingi, ef guð lofar, því ég veit ekki, hvað margir muni dimit- teraðir. Verið með öllum kærkomn- um guði af hjarta befalaðir." Leið svo og beið. Virtist hafa vaf- izt fyrir, að guð lofaði biskupi „að svara neinu um piltinn Jón Eiríks- son.“ Fjárhagur foreldra hans var óhægur, þau væntu þess, að hann fengi að njóta ölmusugjafar í skól- anum. En Jón biskup hafði kveðið svo á, að allir námssveinar ættu að Ijúka fullri meðgjöf á fyrsta vetri. Kallaði reynsluár og kæmi í veg fyr- ir, að styrkir yrðu veittir óverðugum og hæfileikasnauðum. Hólmshjón tóku til sinna ráða, rit- uðu biskupi um komu piltsins til skólans án meðgjafar. Loflegir vitn- isburðir frá þeim, sem höfðu búið hann undir lengra nám, áttu að eyða öllum tvímælum um hæfni hans. Haustið 1742 sendu þau drenginn áleiðis til Skálholts. Svar biskups hafa að vísu ekki borizt austur á mýrar. Von þeirra sú: að þegar suð- ur kæmi yrði hann ekki gerður aft- urreka um svo langan veg kominn og vetur á næsta leiti. Á miðri leið mætti Jóni bréf frá Skálholtsbiskupi. Það var brotið upp og lesið í eftirvæntingu. Efni þess reyndist skýrt og skorinort synjunar- svar: Allar ölmusur sagðar gefnar. Hér tjóaði ekkert að etja kapp og halda lengra, biskupsdómur blífur. Reiðskjóta vikið í götu og haldið heim í Hólm. Á öndverðu næsta ár fór Jón biskup Árnason af þessum heimi. Mál réðust svo, að Jón Eiríksson komst i Skálholtsskóla um haustið, naut að náfrænda sína, Einars Jóns- sonar frá Hnappavöllum, heyrara í Skálholti, síðan rektor. Pilturinn frá Hólmi settist ofar- lega í neðri bekk. Leið ekki á löngu, unz hann ávann sér álit, enda lík- legur til námsafreka. En ýmislegt gekk úrskeiðis. Hvernig umhorfs var í þessari menntastofnun þjóðarinnar, verður bezt skýrt úr endurminning- um Jóns Eiríkssonar: „Þar á móti lá við sjálfa garða að ég minn fyrra vetur í Skálholtsskóla, ef ekki dæi útaf, þá þó — nálega koðnaði upp af sulti og órækt, þar vasapyngjan var helzt til lítthlaðin til að ég gæti keypt mér það ég við- þurfti ég og of fjarlægur foreldrum mínum til að þau gætu hjálpað mér, en skuldum vildi ég ekki safna. All- ar viðgjörðir til fæðis og þjónustu voru í sannleika svo, að gáfuvænleg- um piltum var ei viðvært, þvi síður að rétt væri af þeim betalningur heimtaður þar fyrir, framar en kon- ungleg boð tilstóðu. Það var dýr- keypt nóg, að leggja þar við fjör sitt og heilbrigði í sölurnar." Undanfarandi ár hafði danskur klerkur og menntafrömuður, Ludvig Harboe, ferðazt um á landi hér, send ur af stjórninni í Kaupmannahöfn til að athuga íslenzk uppeldis- og skólamál, hlýða á kennimenn og kynnast guðskristni í safnaðarlífi. Semja um þau efni greinargerð og gera tillögur er verða mættu til úr- bóta, þar sem miður fór en skyldi. í fylgd Harboes á vísitasíuferðalag- inu var íslenzkur skólamaður, Jón Þorkelsson fyrrverandi skólameist- ari í Skálholti, sá maður, sem átti frumkvæði að því, að umræddar rann j sóknir yrðu gerðar í landinu. j Annan vetur Jóns Eirfkssonar 1 I Skálholti stjórnaði Harboe latínu- j skólanum. Hann lét ínnleiða nýjar reglugerðir, gætti þar aukinnar nær- færni í garð námssveina, aðbúnaður batnaði, mataræði og þjónustubrögð. Við miðsvetrarpróf hlaut Jón af- bragðs einkunnir. Þessi fátæki bónda i sonur hafði brotizt í gegn engum j líkur. Hann var færður upp í bekkn- j um, orðið efstur í röð, ef hann hefði i setið þriðja árið í skólanum. En til | þess kom ekki. Á útmánuðum barst bréf sunnan j úr Skálholti til hjónanna í Hólmi. Bréfritarinn var sonurinn, sem þreytti kappsamlega glímu við iær- dómslistir. Hann hafði frá tíðindum að segja: Ludvig Harboe bauðst til að taka ! hann á heimili sitt, annast hann og ! sjá um mannan hans að öllu, koma honum í háskólanám. Fágætu og óvæntu kostaboði var vitanlega ekki hafnað, heldur tekið feginshugar, og var vel ráðið. Dómur sögunnar er sá, að eitt mesta happa- verkið, sem leiddi af komu Harboes til íslands, væri það: „að hann spandi utan með sér Jón Eiríks son.“ Harboe steig á skipsfjöl í Hólm- inum 9. dag ágústmánaðar 1745 og sigldi af landi burt eftir fjögurra ára dvöl. Honum fylgdi 17 ára gamall íslenzkur námspiltur, sem hann vænti mikils af. Langafi íslendingsins, Jón siglinga maður, hafði farið utan og leitað æv- intýra í farmennsku hjá er- lendri þjóð, unz útþráin kallaði hann heim til íslands. Stendur þessi ungi afkomandi hans ekki við borðstokk kaupfarsins, sem byrinn færir frá ströndinni? Hann ætlar að iðka lær- dóm erlendis og afla sér frægðar og frama. En hvenær mundi hann stíga fæti aftur á ættjörðina? Vindur fyllir voðir, skútan brunar fram. Fjöll blána í fjarlægð. Svo er haf og himinn í sjónhringnum. Ferða langurinn á þiljum uppi er aðeins j óharðnaður unglingur, sem á frá litlu j að hverfa. En hvað er smátt, þegar j tregi leitar í huga og brjóst? * T I M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ 535

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.