Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 9
íbró Sólak kýtti sig saman, hleypti í brýnnar, ýtti litla vagninum sínum af stað og hrópaði með margvísleg- um raddbrigðum og áherzlum: „Eldiviður, eldiviður“. Þetta var einn þessara skrítnu, kjálkalausu vagna, sem hvergi sást nema í Sarajevó — langur og mjór vagn með tvö hjól undir miðri grind. Slíkir vagnar eru ekki dregnir, held- ur er þeim ýtt. Sá, sem með liann fer, rekur magann í vagnkassann að aftan og beygir sig meira eða minna eftir því, hve hlassið er þungt, og ef hann er leikinn í að stjórna slíkum vagni, getur hann komizt leiðar sinn- ar með miklu meiri þunga en annars væri meðfæri eins manns. íbró fær vagninn leigðan hjá öku- mannsekkju og fer með liann á hverj um morgni í eldiviðargeymslur Zildz ics. Þar er honum látinn í té eldi- viður, sem hann hleður á þennan litla vagn, og síðan þræðir hann brattar og krókóttar göturnar í út- jaðri norðvesturhverfanna og hrópar í sífellu þetta eina orð: ,,Eldiviður!“. Á því þekkist hann. Tötralegur, skeggjaður, visinn og illa þrifinn, rauður og þrútinn í and- liti og með blóðhlaupin augu réttir hann þeim eldiviðinn, er við hann skipta, lítur ekki á nokkum mann og mælir ekki orð frá vörum. Stundum ber hann sjálfur eldiviðinn inn í hús- in til þeirra, sem kaupa af honum að staðaldri, og stundum stendur hann þögull og hreyfingarlaus með sígar- ettuna, sem einlægt %r hálfreykt, hangandi á milli fjólublárra vara, horfir á viðskiptavinina eins og hann sjái þá í fyrsta skipti og stingur pen- ingunum hirðuleysislega í vasa sinn. Því fleiri dínarar, sem bætast í vasa hans, því léttari verður vagninn. Þegar líður að kvöldi, heldur hann brott. Hann stendur lánardrottni sín- um skil á peningunum, og sjálfur ber hann úr býtum hálfan dínar drá Pasaga Zildzic og hálfan frá kaup- endunum á hvert eldiviðarfang, sem hann hefur selt. Þannig aurar hann saman þrjátíu til fjörutíu dínurum á dag — það fer eftir veðrinu, heppni hans og þó fyrst og fremst skaps- mununum. Enginn getur sagt fyrir um það, hvernig skapsmunirnar verða þennan _eða hinn daginn — sízt af öllum íbró sjálfur. Aftur á móti má fara nærri um það, hvernig á honum liggur — það heyrist á því, hvernig hann beitir röddinni, þegar hann kallar á götunum. Og þó er ekki til í allri veröldinni sá maður, er hafi svo næmt eyra og fullkomna hlust, að hann átti sig á öllum þeim blæbrigðum, sem íbró Sólak getur látið hljóma í þessu ómerkilega og hversdagslega orði: „Eldiviður!" íbró kallar hátt og hressilega, þeg- ar hann leggur af stað með litla vagninn sinn, því að hann sötrar úr tveimur fyrstu brennivínsstaupum í kránni, áður en hann byrjar dags- verkið, þó að hann géti ekki borgað þau, fyrr en hann er búinn að afla sér skildinga. En eitt er, hvað hann hrópar, og annað, hvað hann hugsar. Þessar hugsanir eru þó í rauninni elnna helzt sundurleit og ruglings- leg geðbrigði, sem brjótast fram í endalausum einræðum hans við for- tíð sína, sjálfan sig og umhverfið sitt. Hann fæddist fyrir fimmtíu og tveimur árum í hinu stóra og rík- mannlega húsi gamla Sólaks í Bjel- ave, og þá datt engum í hug, að þetta barn myndi nokkurn tíma fara um göturnar í Sarajevó með leigu- vagn og eldivið sem annar átti. Faðir hans hafði verið kominn fast að sextugu, og hann átti fjölda dætra: Tvær með fyrri konunni og fjórar með hinni síðari. Svo fæddist hann, einkasonurinn og erfinginn. Tilkomu hans var fagnað með höfð- inglegri veizlu, sem lengi var í minn- um höfð í hverfinu. Það eitt skorti á, að ekki var skotið af fallbyssum í Tabija. Og það voru engar ýkjur, að bernska hans og æska var sem óslit- in fagnaðarhátíð. Faðir hans sendi hann líka í gagnfræðaskóla. En í sannleika sagt var skólanámið hon um .ofraun. Það var ekki af því, að hann væri heimskari eða eftirtektar- lausari en aðrir. Því var svo varið, að hann gat ekki fest hugann við það, sem hann átti að læra af bók- um. Hugsanirnar flugu hærra og lengra. Hann hvarf úr skólanum. Og hann varð snemma fullþroska, þrótt- Sýnishorn júgósl lavnes krar smásagnagerðar II T ! M I N N — SUNNUDAOSBLA0 537

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.