Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 11
,,Rauður og þrútinn í andliti og meS blóðhlaupin augu réttir hann þeim oidi- viðinn, sem við Kann skipta, Iftur ekkl á nokkurn mann og mælir ekki orð frá vörum". og byggi við skorinn skammt. Falleg, hljóðlát og broshýr kom hún eins og sendiboði frá öðrum heimi. Stundum fann hún að við hann, bað hann að forðast brennivínið og aga sjálfan sig. En hún komst fljótt að raun um, að þetta bar ekki árangur. En samt sem áður hélt hún áfram að koma og hjálpa honum og kastaði aldrei til hans ásökunarorði. Sömu sögu var að segja um tengdason hans. Og þegar leið að kvöldi og drykkjufélag- amir í kránni tóku að gorta, gumaði íbro, sem hvergi eygði glætu í myrkri tilverunnar, af dótturinni og tengda- syninum. „Ja, hún dóttir mín, piltar — því- lík stúlka! Og tengdasonurinn. Það er . . . það er . . . ja, ég vil bara ekki flíka því“, snökti hann framan í drykkjubræður sína. En þegar hann hafði skolað kverk- arnar með einu brennivínsstaupi til viðbótar, gleymdi hann undir eins dóttur sinni og tengdasyni og sjálf- um sér í þokkabót. í þessari brenni- vínsmóðu gaf íbró því engan gaum, hvað það fólk aðhafðist, sem ekki drakk, eða hvað bar fyrir þá, sem allsgáðir voru. Hann rak upp stór augu, þegar hann lcomst að því einn daginn, að ný heimsstyrjöld var skollin á. „Eldiviður, eldiviður!“ Það verður eitthvað svipað og í Galisíu og Pilistýába og við Piave- fljótið, hugsaði íbró. En það urðu náttúrlega aðrir, sem lentu í þessu — þeir, sem voru yngri en hann. En samt var þetta stríð eitthvað öðru vísi, eiginlega allt öðru vísi — það fann hann hálfvegis á sér. íbró ýtti litla vagninum sínum af stað og hrópaði þetta eina, óumbreyti lega orð — það kom af sjálfu sér, rétt eins, og þegar hann andaði eða drakk brennivín. Það hefði getað far ið svo, að hann hefði rölt þannig með vagninn sinn öll stríðsárin, ut- anveltu við veröldina og óháður öllu umróti og endaveltum. En svo gerð- ist sorglegur og óvæntur atburður, sem hann gat með engu móti skilið eða tengt við stríðið eins og hann hafði kynnzt því og ímyndaði sér það: Tengdasyni hans var varpað í fangelsi. Þegar hann reyndi að kom ast á snoðir um það, hvers vegna svona hæglátur og Leiðarlegur piltur hafði verið hnepptur í fangelsi, svör- uðu menn: Stjórnmál. Það var allt og sumt. Og sá, sem þetta sagði, yppti öxl- um, dró augað í pung og bar fingur- inn að vörum sér. Sólak gerði þetta líka, þó að hann skildi hvorki upp né niður í þessu. Maðurinn var þrjár vikur í fang- elsinu. Þá var honum sleppt. Tveim- ur dögum síðar flúði hann til skógar. Þá var Semsa undir eins handtekin. Þegar fbró frétti þetfa, gekk hann frá vagni sínum til þess að spyrjast fyrir um það, hvað hún væri grunuð um. Varðliði, Múhammeðstrúarmaður trúði honum fyrir því gegn órjúfandi þagnarheiti, að hún hefði verið drep- in í yfirheyrslu á öðrum degi. Það var auðvitað tilviijun, slys, og hafði gerzt gegn vilja þeirra. Landráðamað ur hafði rekið henni utan undir, og við það steyptist hún á gólfið og stóð ekki upp aftur. Hafði höggið komið ílla á hana eða var hún svona veik- byggð og veigalítil? O — já, víst var hún það — það vissi hann mætavel. Hún var svo grönn og fíngerð og viðkvæm, lifandi eftirmynd móður sinnar og líktist ekki vitund í föður- ættina: Sólakarnir voru þreknir og burðamiklir skapmenn. Já — hún var eins og viðkvæmt blóm. „Eldivi-i-ður, eldiviðu-u-r.“! Það þurfti mikið brennivín til þess að gleyma öðru eins og þessu. En fbró rauf ekki þagnarheit sitt. Jafn- vel þó að hann væri drukkinn. Og hann drakk sífellt meira og meira og nærðist sjaldnar og sjaldnar. Stund- um blossaðl sorgir. upp, og kulnaður ættarþótti glæddist á ný og heimtaði hefnd. En slíkt fékk aðeins útrás í sífelldum köllum hans, sem orðin voru að harmakveini á mannlausum götunum, og að lokum drekkti hann harmi sínum í brennivíni og gleymdi ógæfu sinni eins og öllum öðrum hörmungum stríðsins. Nú átti hann ekki framar ncinn nákominn ættingja — engan, sem skeytti um hann. Hann gafst alveg upp. Fötin grotnuðu utan af honum, og skórnir morknuðu af fótum hans. Allt fór í brennivínið. Loks linnti svo jafnvel þessu stríði. Það hafði líka verið eins og ganga í þoku. Nýju hersveitirnar, skærulið- arnir, komu — góðu hermennirnir, sögðu grannkonur hans. Og einu sinni kom sonur einnar þeirra og hafði líka verið skæruliði. Iíann sagði íbró fréttir, að tengdasonur hans hefði fallið — hann var frægur kappi, og það höfðu verið prentaðar af lionum myndir. Daginn eftir sendi hann honum mynd. Það fóru kippir Fran-hald á 549 síSu. T I M l N N — SUNNUDAGSBLAÐ 539

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.