Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 20
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli {iiiiiiiimmiimiiiiiiiimmmimiiinmiimimmiiiimmiiiimmimiimimmmiiiim Afrískar þjóðsögur mujiu nœsta tttið kunnar E hér á landi, og þvi birtum við hér þrjár sem E sýnishorn. Þessar þrjár sögur eru þó engan = veginn réttur þverskurður af afrískum munn- E mœlum, því að þœr eru allar úr ákveðnum flokki sagna og tvœr þeirra nœsta keimttkar = og auk þess allar frá vesturhluta álfunnar. En E þvi eru þessar sögur valdar að þœr eru ffóð = dœmi um eitt merkasta atriðið i afrískri = sagnahefð: Siðferðilegar sögur, frásagnir, þar E sem dregnar eru wpp aðstæður, sem hljóta að koma mönnum i siðferðilegan vanda. Slíkar 5 sögur eru mjög algengar í Afriku og að jafn- E aði sker ekki saggn sjálj úr þvi, hvað sé rétt- ast að gera, heldur lýkur henni með spurn, sem, j= áheyrandinn verður sjálfur að svara fyrir sig. E Hvað myndi hann gera í sömu sporum og sögu- = hetjan? Af þessu tagi eru tvœr sagnanna: (Aug- E að, sem var afgangs, og Sonur veiðimannsins), en þriðja sagan (Visdómur hundsins), er nán- = ast smásaga, raunsœ oq dálitið kaldranaleg. E Hún hefði sómt sér vel hjá ýmsum nútíma- höfundum. = 111111111111111111111111111111 ■ 1111111II1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 llf Vísdómur hundsins. Einu sinni fóru níu villihundar á veiðar. Á leiðinni hittu þeir Ijón sem sagðist líka ætla á veiðar og stakk upp á, að þeir hefðu sam- flot og veiddu í samein- ingu. Hundarnir féllust á það, og þeir veiddu saman allan daginn. Þegar nótt féll á, höfðu þeir veitt tíu antílópur. Ljónið mælti: „Nú verðum við að fara og finna ein- hvern, sem er nógu vitur til þess að skipta kjötinu milli okkar á réttan hátt.“ Einn hundurinn sagði: „Hvers vegna þarf þess? Það þarf engan sérstakan vitring til þess að leysa úr þessu. Erum við ekki tíu? Við höfum veitt tiu antílópur, og því er rétt, að við tökum sína hver.“ Ljónið spratt upp eins og eld- ing og laust hundinn með hrammi sínum, svo að hann blindaðist. Hinir hundarnir urðu hræddir og niðurlútir. Síðan hætti einn þeirra á að segja: „Nei, nei, bróð- ur okkar skjátlaðist. Þetta er ekki rétt skipting á veiðinni. Ljónið er konungur heimsins, og ef við lát- um það fá níu antílópur, verða það tíu samtals. Við erum hins vegar níu, og ef við fáum eina antílópu, verðum við líka tíu, Þetta eru beztu skiptin. Ljónið var ánægt, spígsporaði um og sagði: „Þú ert ekki eins heimskur og hann bróðir þinn — einstaklega gáfaður hundur. Hvernig öðlaðist þú þennan mikla vísdóm“? Og hundurinn svaraði: „Þegar þú laust bróður minn og blindað- ir hann, þá lærði ég þennan vis- dóm, ljón konungur". Augað, $em var afgangs. Gefið gaum að þessari frásögn. Þetta er frásögn um atburði, sem aldrei hafa gerzt. En við skulum gera ráð fyrir, að þeir hafi gerzt, því að vissulega eru þeir hugsan- legir. Þetta er saga um blindan mann. Móðir hans var líka blind. Konan hans og móðir konunnar voru líka blindar. Þau lifðu öll saman í mikilli eymd, akur þeirra var rýr og hús þeirra hrörlegt. Þau ráðg- uðust hvert við annað og ákváðu að fara burt. Þau ætluðu að fara þangað, sem hlutskipti þeirra yrði betra. Þau lögðu af stað og gengu út eftir veginum. Á leiðinni hrasaði maðurinn um eitthvað. Hann tók það upp og þuklaði á því, og þá varð hann þess vísari, að hann hafði fundið sjö augu. Hann gaf konu sinni str'ax tvö af augunum, og síðan tók hann tvö fyrir sjálf- an sig. Af þeim þremur, sem eftir voru, lét hann móður sína fá eitt og móður konu sinnar annað. Hann átti eitt auga eftir. Og þá hófust erfiðleikarnir. Annars veg- ar stóð móðir hans og horfði von- góð á hann sínu eina auga. Hins vegar stóð móðir konu hans og horfði vongóð á hann sínu eina auga. Hvorri átti hann að gefa augað, sem eftir var? Ef hann gæfi móður sinni aug- að, myndi hann ætíð blygðast sín fyrir konu sinni og móður hennar. Ef hann gæfi það móður konu sinnar, óttaðist hann beiskju og vonbrigði móður sinnar. Og mæð- ur láta ekki að sér hæða. Þetta er býsna erfitt. Annars vegar er ljúfleiki konu hans. Hún er blíð og ástrík. Hvernig getur hann sært hana? En mó.ðir hans er líka góð móðir og ástrík. Getur hann sært hana með þessu? Hvort væri léttara og hvort væri réttara að gera? Ef þú yrðir fyrir þessu, hvora myndir þú velja? Sonur veiðimannsins Gefið gaum að þessari sögu um föður og son. Veiðimaður nokkur fór ein- hverju sinni með syni sínum, sem hét Zinnah, út í skóginn til þess að stunda vipnu sína. Þeir leituðu allan morguninn, en fundu ekkert ætilegt nema hérakríli. Zinnah fannst hann ekki vera til neins nýtur og fleygði honum inn í skóginn. En þeir gátú ekki fundið neitt annað veiðidýr þennan dag, og um kvöldið tók þá að svengja. Faðirinn sagði: „Steiktu hérann, sonur sæll, við erum þó ekki alveg matarlausir." En þegar hann komst að þvi að drengurinn hafði fleygt héran um, reiddist hann ákaflega. í æði sínu laust hann Zinnah með öxi sinni og fór burt, en sonur hans lá eftir á jörðinni. Síðla kvölds raknaði Zinnah við og hélt heimleiðis. Hann beið þess, að allir væru sofnaðir, tók þá eigur sínar og hélt á brott. Hann stefndi til mikillar borgar, er hét Quendeh, og kom þangað, er langt var liðið á nóttu. Hann hélt inn í miðja borgina og nam staðar fyrir framan hús höfðingj- ans. Höfðinginn vaknaði, sá hann og spurði: „Ilvaðan ber þig að?“ Zinnah svaraði: „Úr þessu og þessu þorpi." 548 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.