Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Síða 7
hann hafði veður af hlaupinu. Sneri hann þá við í skyndi og hljóp sem fætur toguðu til brúarinnar. Samt varð hann svo seinn fyrir, að hlaup- ið hafði fyllt gljúfrið, er hann kom að brúnni, og skullu bylgjurnar yfir hana gegnum handriðið. En ekki var annars úrkostar en hlaupa á brúna, og tókst honum að brjótast yfir með því að halda sér í handriðið, þó að þungur straumur væri á henni. En í somu andrá og hann var kominn yfir brúna, sópaði flóðið burt þeim hluta hennar, er nær honum var, og þegar honum varð litið til baka, sá hann, að vatnsflaumurinn ruddist yfir götu þá, er hann hafði hlaupið handan árinnar fyrir örskammri stundu. Á Söndum í Meðallandi stóð líka tæpt.Bærinn stóð á hólrna i Kúða fljóti, og tók fólkið það til bragðs að flýja. En þegar það var nýsloppið austur yfír, valt flóðið þar fram. Loks voru tveir menn frá Ásum í Skaftártungu á leið til Víkur. Þeir fóru vanleið yfir Múlakvísl, án þess að vera nokkurs áskynja, en nokkr- um mínútum síðar ruddist hlaupið þar fram. Þannig gérasl tíðindi, pegar Katla vaknar af löngum dvala, og ekki er mér grunlaust um, að sumum að- komumönnum, sem yfir sandinn fara verði hugsað til hennar með nokkr- um hrolli, nú þegar mörgum finnst, að talið hennar muni senn komið. En vonandi kemur hún mönnum ekki að óvörum, þótt hún bregði blundi, sem raunar er alls ekki víst, að hún geri að sinni. Nú er um hana setrð og yfir henni vakað með tækj- um, sem skrá hverja hræringu — nema þegar þau bila. III. Það eru mikil umskipti að koma af svörtum sandi og gráu hrauni upp í Skaftártungu, þar sem kjarrið vefst um víðlendar brekkur og bunguvaxn ar kinnar og allt er svo frítt og mjúk- látt. Kjarrið er að sönnu ekki mik- ils vaxtar og ber glöggt með sér, hve það hefur verið þrautbeitt öldum saman. En það skýlir gróðri og jarð- vegi, þar sem þess nýtur við.. og gef ur sveitinni hlýjan svip. Skaftártunga er vafalaust kosta- sveit, og á nítjándu öld voru reist þar nýbýli á ýmsum stöðum, sem óraleiðir inni á afrétti. Þá byggði Gísli búmann, allkunnur maður á sínni tíð, nýbýli í Tóftahring, firna- leiðir frá mannabyggðum, og lét ekki vetrarríkið ægja sér, og þó að hann staðfestist þar ekki til lang- frama, þá fór því fjarri, að landnáms- hugur hans hefði dvínað.- Hann reísti síðan nýbýli í hraunkarga á Selvogs- heíði. og þegar hann fiuttist þaðan, kom hann enn upp nýbýli, Gísla- stöðum undir ITestfjalIi. En þar hafði hann loks fundið þann stað, er hann undi á til æviloka. Annar nýbýlingur í Skaftártungu á nítjándu öld var Vigfús geysir. Hann bjó í Engidal við Tungufljót. Vigfús mun þó ekki hafa verið sér- lega vel til búskapar fallinn og var löngum á faralds fæti. í einni af ferð- um sínum mætti hann draugi á Mýr- dalssandi, og frá því ævintýri sagð- ist honum á þessa leið: ,,Eg var á ferð á Mýrdalssandi, og mætti eg draugi. Það var kvendraug- ur, og réðumst eg á hann, og svo fellda eg hann. Þá sagði draugurinn: „Neyttu fallsins, karlmaður.“ — Og svo gerða eg svo,“ bætti Vigfús við. Vigfús geysir varð úti í Hunku bakkaheiði á Síðu í hörkubyl föstu- daginn fyrstaii í góu árið 1869. Son- ur hans hét Árni. Hann bjó á Her- vararstöðum, heiðarkoti í landi Holts á Síðu. Hann hafði þann hátt á, að hann kveikti aldrei ljós í koti sínu, heldur sat vetrarlangt í myrkri, stundum einn síns liðs og stundum með einni kerlingu. Tilsvör hans sum voru í minnum höfð, því að hann var kringinn og meinlegur í orðum. Eitt sinn á innumannsárum hans í Tungum var hann sendur i ver út í Mýrdal. Fór hann að heiman á miðvikudegi og komst að Hííð og sat þar veðurtepptur nokkra daga. Mataðist hann á fimmtudag og föstu- dag eins og aðrír menn, og bar ekki nýrra við, fyrr en honum var færður nónverður á laugardaginn. Þá snerti hann ekki matinn, og mun það hafa borið til, að honum þótti ekki mik- ils vert um veitingarnar. Þegar hann var spurður. hverju það sætti, að hann mataðist ekki, svaraði hann: „Ég át á miðvikudaginn." í Tungunni bjó einnig á nítjándu öld Steinn Bjarnason, að því leytí ekki alls ósvipaður Bjarna á Leiti í Manni og konu, að honum voru mjög munntamar tilvitnanir í ritn- inguna. En ekki hefði honum hent- áð vera slíkur matmaður sem Bjarni var, því að stundum var þröngt í búi hjá honum, en haíði á ( hinn bóginn ekki geð í sér til þess að bera sig upp eða þiggja gjafir. Einu sinni bjó á móti Steini í Borg- arfelli í Skaftártungu gildur bóndi, er Bjarni hét Oddsson. Það var á áliðnum vetri, að hann grunaði, að þrotið myndi kornmeti hjá Steini og bauð honum því graut í aski inni á palli hjá sér. En Steinn þekktist ekki boðið, heldur svaraði með steigur- læti: „Það er ekki betri grauturinn þinn en grauturinn minn.“ Þeir Tungubændur, sem hér hefur verið vikið að, eru að sjálfsögðu á engan hátt dæmigerðir fulltrúar bændánna þar, er margir voru grón- ir í sessi og hinir mestu forsjármenn og sumir stórir í sniðum. Oddur Oddsson, ríkisbóndi í Mörtungu, tók jafnan sextíu potta brennivíns á lestunum og vænan bagga af skon- roki, og voru þá kaupstaðarferðir úr Skaftártungu meira en stekkjarveg- Framhaid á 766. sí3u. Hér heita Laufskálavörður. En laufskálarnir eru lönou horfnir on vörðukrílin standá á- nöktu holti. Ljósmynd: J.H. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 751

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.