Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Blaðsíða 15
Bátar í vör utanvert viS þorpiS á Hellissandi. Hér hafa gömlu formennirnlr lent, Jón í Bakkabúö og hvað þeir annars hétu. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. haustinu, og vildi búa svo um hnút- ana, að hún ætti athvarf vist næsta vetur. í Hraunskarði, kotbæ ofan við Munaðarhól, bjuggu öldruð hjón, Jón Hallsson og Ingibjörg Jónsdóttir, bæði mjög þrotin að orku. Þau munu hafa verið liðsínhandi þeim, er á hjarni stóðu, þótt snauð væru, og höfðu alið upp tvo drengi, Jón Sum- arliðason, sem orðinn var átján ára, er hér var komið sögu, og Jón Bjöms son, þrettán ára eða þar um bil. Guðrún leitaði nú á náðir Ingíbjarg- ar og rakti raunir sínar fyrir henni. Og hér fór sem hún hafði vænzt: Ingibjörg hét því að skjóta yfir hana skjólshúsi næsta vetur, ef hún ætti ekki betri kosta völ. Jóni Hallssyni virðist að sönnu ekki hafa verið alls kostar um þetta gefið, en þó lét hann kyrrt liggja. Kvaðst hann ekki vilja bera konu sína ofurliði í því, er tíenni var hugleikið. Það er nú af Guðrúnu gömlu Odds- dóttur að segja, að hún hóf sumar- ferð sína allhress í bragði. Ekki seg- ir af því, hve víða hún fór um sveitir eða hve langar dvalir hún hafði, þar sem hún kom. En mat fékk hún sér til næringar og nokkru var að henni vikið að auki, einkum ull og smjöri. Með þennan feng sneri hún út í Neshrepp, þegar haust lagðist að og ekki var lengur tiltækilegt fyrir gamla konu og hálfringlaða að halda sér uppi á göngu mílli bæja. Kom hún í Hrau*skarð með pinkla sína og settist þar upp. Lítið eitt fénaðist henni til viðbótar af þorskhausum og bútungi, sem góðhjartað fólk við sjó- inn pírði í hana. Naumur var samt vetrarforðinn, þó að konan væri neyzlugrönn, en sú bót í máli, að Jón og Ingibjörg höfðu alltaf vítað, *ð hún myndi lítið geta iagt á borð með sér og fáruðust ekki svo mjög um það. Samt setti sút og angur að Guðrúnu, þegar kom fram á jóla- föstu. Þeir fóstrar, Jón Hallsson og Jón Sumarliðason stunduðu haustróðra, þegar gtí á sjó, en Ingibjörg, Guðrún eg Jón litli Björnsson önnuðust heimaverk. Þó að ekki væri mikið umleikis í Hraunskarði, voru samt ýmís vik, er gera varð dag hvern. Jón Hallsson var á báti hjá Erlendi nokkrum í Malarrifi, en Jón Sumar- liðason, ungur maður og upprenn- andi var á öðrum bátú En nokkurri sundurþykkju olli, hvar hann hafði ráðizt. Þótti einum formannanna, á Sandi, Jóni nokkrum Jónssyni í Bakkabúð, hann hafa brugðizt sér, eg voru erjur þeirra á milli. Nú leið fram að jólum. Guðrún bar sig báglega, þótt jafnan vildi hún verða að því liði, sem hún mátti, rausaði löngum um það, að sér leidd- ist að lifa við armæðu sína og var oft ekki með sjálfri sér, þegar fast- ast sótti á hana hugarangrið. Þó hlýddi hún jafnan húslestri og tuldr- aðí iðulega bænir og vers fyrir munni sér. Ingibjörg var henni nærgætin, þó að hvimleiðir væru þrálátir kvein- stafir hennar og volæðisköst, og vakti yfir henní, þegar henni virtist hún ekki með réttu ráði. Fyrir hátíðina bráði þó svo af kerlingu, að hún hafði rænu á því að kaupa sér skamm rif til jólanna fyrir smjör og ull, sem hún kleip af sumarfengnum. Þegar leið að nýári, tók hún að hressast til muna. Vílið dvínaði, og hún tók að ráðgera að skreppa niður á Brekkur og hitta að máli fólkið í Salabúð, er veitt hafði henni húsa- skjól veturinn áður. Hefur það senni- lega átt að vera kunníngjabragð, en líka getur hugsazt, að hún hafi öðr- um þræði ætlað að sjá, hvort hlypi ekki á snærið fyrir henni þar neðra. Miðvikudaginn 14. janúar var veð- ur hið bezta. Þeir Jón Hallsson og Jón Sumarlíðason fóru til sjávar fyr- ir allar aldir, og slíkt sama var að segja um aðra þá, er stunduðu sjó. Reru allir þennan morgun, ýttu flest ir á flot um háflæði, og voru hinir fyrstu komnir góðan spöl fram, er dagur sást á lofti. Ingibjörg, Guðrún og Jón Björnsson voru einnig snemma á fótum, og þegar byrja tók að skíma, kvað Guðrún upp úr með það, að nú vildi hún að láta verða af ferð sinni niður í Salabúð og bað leyfis Ingibjargar til þess. Ingibjörg kvað henni það heimilt og bað Jón Björnsson að fylgjast með ferðum hennar níður eftir. Var hann fús til þess og leit til með kerlingu, unz hún var komin niður að traðargarði, er lá að Höskuldsá skammt ofan við plássið. Ekki var nema góð- ur sterkkjarvegur frá Hraun- skarði niður að sjónum, og frá traðar garðinum voru aðeins níutíu faðmar niður að Munaðarhóli. Sneri Jón þar aftur og fór að láta ú> kindur þeirra í Hraunskarði og koma þeim á haga, svo sem hann var vanur, þeg- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 7Si

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.