Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Síða 19
I. Ætt séra Finns Hallssonar, lög- sögumanns 1139-1145, er hvergi rak- in í fornsögunum nema í Landnámu. Þar er hún þannig rakin: Ásröður á Ketilsstöðum átti Ás- vöru Herjólfsdóttur, landnámsmanns í Eydölum í Breiðdal. Sonur þeirra var Þorvaldur holbarki, faðir Astríð- ar, móður Ásbjarnar loðinhöfða, föð- ur Þórarins í Seyðisfirði, föður Ás- bjarnar, föður Kolskeggs hins fróða og Ingileifar, móður Halls, föður Finns lögsögumanns. í nafnaskrá íslendingasagnaútgáf- unnar er Finnur lögmaður, sem get- ur í útgáfunni á bls. 232, talinn sami maður og Finnur lögsögumaður og prestur. Þetta fær þó vart staðizt eins og Ijóst verður af eftirtöldu: Eyvindur landsnámsmaður, frændi Steinunnar gömlu, var faðir Egils, föður Þórarins, föður Sigmundar, föður Þórörnu. móður Álafar. móð- ur Finns lögmanns. Þeir Eyvindur og Herjólfur i Ey- dölum eru báðir taldir landsnáms- menn. Ef til vill hefur Eyvindur ver- ið eitthvað yngri en Herjólfur. Þeir hafa þó að líkindum komið til lands- ins fyrir 900. Ættir frá þeim eru taldar þannig í Landnámu, og við annað er ekki að styðjast: Eyvindur: Egill, Þórarinn, Sig- mundur, Þórarna, Álöf, Finnur. Herjólfur: Ásvör„ Þorvaldur, Ást- ríður, Ásbjörn Ioðinhöfði, Þórarinn, Ásbjörn, Ingileif. Hallur. Finnur lög- sögumaður. Samkvæmt þessu er Finnur lög- maður sjöundi maður frá Eyvindi, að báðum töldum, þar í eru tveir kvenliðir. Finnur iögsögumaður var tíundi maður frá Herjólfi, að báðum töldum, þar í eru þrír kvenliöir. Þetta er svo mikill munur á ættliða- fjölda, að það hvetur til nánari at- hugunar, jafnvel þótt Eyvindur væri einni kynslóð yngri en Herjólfur, sem þó er ekki gerandi ráð fyrir. Engir niðjar Eyvindar eru kunnir annars staðar frá en Landnámu. Það er því ekki unnt að ákveða tímatal á þeirri ætt. Finnur lögmaður er þó varla fæddur síðar en um 1030 og er því nálega hálfri öld eldrí en Finn- ur lögsögumaður, sem varla getur verið fæddur mikið fyrir 1080, sam- ber dánarár hans. Fræðimenn telja, að Hallur Órækjuson hafi verið faðir séra Finns lögsögumanns. Skal það nú athugað nánar. Ari fróði getur hans í íslend- íngabók. f Landnámu er hans ekki getið og hvergi annars staðar. í Landnámu eru taldir niðjar Brynj- ólfs gamla, og ber þeirri ættrakningu saman við ættfærslu Órækju í Þor- steins sögu Síðu-Hallssonar. Á báð- um stöðum er ættin þannig rakin: Brynjólfur gamli, faðir Össurar, föð- ur Bersa, föður Hólmsteins, föð'ur Órækju. Líklegt má telja, að Hallur sá, er Ari fróði getur um, hafi verið sonur Órækju Hólmsteinssonar. Hall- ur, sonur Órækju Hólmsteinssonar, getur þó ekki hafa veríð samtíma Ara og Ari ekki haft söguna um Þorvald kroppinskeggja beint frá Hallí. Hólmsteinn, faðir Órækju, er full- tíða nokkru áður en Helgi Droplaug- arson féll 998 og Órækja að líkindum fæddur fyrir árið 1000. Hallur Órækjuson er varla fæddur síðar en 1020. Þórarinn í Seyðisfirði er einn- ig fulltíða 998. Þá féll Þorkell svarta- skáld, bróðir hans, í bardaganum á Eyvindardal. Líklega hefur Þórarinn verið eitthvað yngri en Hólmsteinn, hann hefur verið fæddur fyrir 974. Brodd-Helgi var veginn það ár sam- kvæmt annálum. En hann krafðist þess, að Þorleifur kristni, hálfbróðir Þórarins, væri lögsóttur út af van- greiðslu hoftolla. Samanburður ætt- liða frá Þórarni og HóJmsteini lítur þannig út: Þórarinn í Seyðisfirði — Ásbjörn — Ingileif — Hallur — Finnur. Hólmsteinn á Víðivöllum — Órækja — Hallur. Sé nú rakið frá peim bræðrum, Brynjólfi gamla og Herjólfi, verður ættliðafjöldinn þessi til þeirra Þór arins og Hólmsteins, sem báðir eru á lífi fyrir 998: Herjólfur — Ásvör — Þorvaldur holbarki — Ástríður — Ásbjörn loð- inhöfði — Þórarinn. Brynjólfur — Össur — Bersi — Hólmsteinn — Órælcja — Hallur. Þetta verða sex ættliðir til Þórar- ins, en aðeins fjórir til Hólmsteins. Að vísu eru tveir kvenliðir í ætt Þor- arins, en enginn í ætt Hólmsteins. Hólmsteinn hefur eflaust verið tölu- vert eldri en Þórarinn, ef ekki vant- ar ættlið frá Brynjólfi. Órækja getur því varla verið fæddur síðar en á tímabilinu frá 980-990 og Ilallur, sonur hans, varla síðar en á tíma- bilinu frá 1010-1020. Ásbjörn Þór- arinsson er tæplega fæddur fyrr en um 1000 og litlu eldri en Hallur Órækjuson. Ingileif Ásbjörnsdóttir virðist því vera jafnaldra eða yngri en Hallur Órækjuson og gæti því ekki verið móðir hans. Þegar athugaður er ættliðafjöld- inn frá Herjólfi og Brynjólfi, bróður hans, sést, að frá Herjólfi eru níu ættliðir til Halls Ingileifarsonar. en aðeins sex ættliðir til Halls Órakju- sonar. Það er því ljóst, að í ætt Brynjólfs hafa verið um 32 ár milli ættliðanna til fæðingar Órækju. því að Brynjólfur er varla fæddur siðar en 860. Hann er talinn meðal fyrstu landnámsmanna. Sé gert ráð fyrir svipuðum aldri á niðjum Herjólfs, þegar börn þeirra faiddust, verða kvenliðirnir í ætt Herjólfs afgangs. Hvernig sem þessu er velt fyrir sér, ber að sama brunni. Hallur Órækju- son, sem varla er fæddur síðar en 1020. getur ekki verið faðir Finns lögsögumanns, sem varla er fæddur fyrir 1080 og langiíklegast er. að Hallur Órækjuson sé fæddur fyrir 1000, ef ættin er rétt talin í Land- námu. Þó gert sé ráð fyrir þeim möguleika, að ætt Brynjólfs hafi gengið mjög seint fraan, ber allt að sama brunni, því að íngileif getur ekki verið fædd miklu fyrr en Hallur og er á mjög líkum aldii og Hallur, sem ætti að vera sonur hennar, væri hann faðir Finns lögsögumanns. Það virðist að athuguðu máli fráleitt a8 Hallur Órækjuson, Hólmsteinssonar, hafi verið faðir Finns lögsögum,- is. Það er einnig óvíst, að Órækja Hóim- steinsson hafi ótt son, sem Hallur hét. f Landnámu er ætt frá Brynj- ólfi gamla rakin til Órækju Hólm I EFTIR SIGURÐ VILHJÁLMS- | SON, BÓNDA Á HÁNEFSSTÖÐUM T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 763

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.