Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1964, Síða 21
og þá mágur Kolskeggs fróða. En
sagan í Landnámu, um að Kolskegg-
ur hafi séð ölhornið, sem var œttar-
gripur í Síðu-Hallsætt, bendir til
náins kunningsskapar milli þessara
ætta. Gissur ísleifsson hefur búið á
Hofi á árunum fyrir 1082. Hann var
fæddur um 1042. Það getur því verið
kringum 1070, að hann kvænist Stein
unni. Á það er bent hér að framan,
að Gissur Hallsson hafi verið á líku
reki og Gissur biskup. Hallui, sonur
hans, væri þá að líkindum fulltíða
um það leyti, sem Gissur varð bisk-
up. Hafi Gissur biskup farið með
mannaforráð í Vopnafirði, áður en
hann varð biskup, hefur hann ein-
mitt fengið þeim frændum sínum,
Gissuri eða Halli, syni hans, þessi
mannaforráð, meðal annars vegna
þess, að þeir áttu ætt að rekja til
hinna fornu Hofsverja. Með þessu
móti verður skiljanlegt, hvers vegna
Finnur lögsögumaður er tengdur við
Hof og Hofteig.
III.
Eins og bent er a hér áður, getur
séra Finnur Hallsson ekki verið sami
maður og Finnur lögmaður, og hann
getur ekki heldur tímans vegna ver-
ið sonur Halls Órækjusonar, Hólrn-
steinssonar, samkvæmt þeim heim-
ildum, sem fara verður eftir. Allt
bendir til þess, að séra Finnur lög-
sögumaður hafi verið afkomandi vold
ugustu ætta, og mágsemdir hans við
Hafliða Másson sýna, að svo hefur
verið. Þeir Síðu-Hallur og Gissur
hvíti voru meðal áhrífamestu höfð-
ingja um aldamótin 1000, og þótt
Þorgeir Ljósvetningagoði færi þá
með lögsögu, er augljóst, að það eru
áhrif þeirra Síðu-Halls og Gissurar,
sem ráða þar úrslitum um kristní-
tökuna. Þetta sést, ef Kristnisaga er
nákvæmlega athuguð.
Kona Hafliða Mássonar var meðal
niðja Gissurnar hvíta, og það er í
gegnum þær mágsemdir, sem Haf-
liði giftir bróðurdóttur sína séra
Finni Hallssyni, sem hefur verið vel
þekktur í Skálholti og Haukadal.
Vegna þeirra mágsemda hefur Finn-
ur þá líka verið á Breiðabólsstað,
þegar lögin voru þar skrásett, og
vegna menntunar sinnar verið meðal
þeirra, sem rituðu lögin fyrst undir
handleiðslu þáverandi lögsögumanns,
Bergþórs Hrafnssonar. Það er svo
bein afleiðing þess, að Finnur er val-
inn lögsögumaður 1139. Hann hefur
átt lagasafn og tekið þátt í að rita
það. Þetta hefur vegið meir en fjar-
lægðin frá þingstaðnum.
IV.
Sonur Finns prests Hallssonar var
Þórhallur, sem sagt er, að hafi verið
„austr í fjörðum í Fljótdalshéraði"
og var sendur Brandur prestur Úlf-
héðinsson „austur í fjörðu." Kona
VODAVERK
Einhvern tíma kringum 1645
gerðist sá atburður í Vestmanna-
eyjum, að sigamaður, Þórður Jóns
son að nafni, hrapaði til bana með
þeim hætti, að sá, er gæta skyldi
festarinnar, Hannes Eyjólfsson,
að nafni, missti hennar. Vigfús,
sonur Gísla lögmanns Hákonar-
sonar, fór þá með lögsögu í Vest-
mannaeyjum, og kom til hans
kasta að fella dóm um það, hvort
Hannes hefði fellt á sig sekt.
Ekki er nú kunnugt, hvernig
dómur hans hljóðaði. En þegar
hann var lesinn í lögréttu árið
hans var Valgerður Þorgilsdóttir,
Oddasonar. Ekkert er vitað um niðja
þeirra nema Þórólfur Bjarnason, sá
er drap Halla-Geir i Austfjörðum,
var af ætt Þorgils Oddasonar
og sennilega afkomandi Þórhalls.
Þórarinn Jónsson á Valþjófsstað
skaut honum undan og sendi hann
til Kolbeins unga, sem hélt hlífi-
skildi yfir honum, en hann var að
lokum drepinn norður í Skagafirði.
Auk Þórhalls hefur Finnur átt dótt-
ur, þótt hennar sé hvergi getið. Sú
dóttír séra Finns hefur verið kona
Odds djákna Gissurarsonar á Val-
þjófsstað, og sonur þeirra var Teitur,
i'aðir Gróu og Ragnfríðar. Teitur bjó
fyrst á Hofi, en síðan á Valþjófsstað,
þegar Jón Sigmundsson, sonur Arn-
bjargar, systur Teits, afsalaði sér Val-
þjófsstað og afhenti Teiti staðinn og
mannaforráð þau, sem hann hafði
farið með í Múlaþingi. En Jón tók
við staðfestu og völdum Svínfellinga.
Gissur, faðir Odds á Valþjófsstað,
var Eínarsson og vafalaust bróðir
Magnúsar biskups, sem inni brann
í Hítardal. Oddur djákn á Valþjófs-
stað hefur heitið nafni Odds Kols-
sonar, Síðu-Hallssonar, þess sem get-
ið er í formála Heimskringlu, sem
frumhöfundar Noregskonungasagna
á íslandi. Nafn Teits Oddssonar er
vafalaust úr ætt frá Gissuri hvíta og
líklegast frá Teiti, manni Gróu Síðu-
Hallsdóttur, og ekki þarf að efa, að
Gróa Teitsdóttir hefur borið nafn
úr ættum frá Síðu-Halli. ,Mlar þessar
nafnalíkingar eru órækt vitni þess,
hver var uppruni þeirra Valþjófs-
staðafeðga, Odds og Teits. Vera Teits
Oddssonar á Hofi í Vopnafirði er
bending um, að hann hefur verið
dóttursonur Finns lögsögumanns.
Við fráfall Gissurar biskups 1118
P « !> R 4<
í EYJUM
1646, virtist lögmanni og iögréttu-
mönnum, að hann fengi staðizt eft
ir þeim atvikum, sem tilfærð
voru. Var þetta ályktað voðaverk
af hálfu Hannesar, þó að hann
synjaði vilja síns með sjöttareiði.
og skyldi hann að þeim eiði unn-
um bæta erfingjum Þórðar, eftir
því sem vitnisburður þeirra, er
nærstaddir voru, þegar hann hrap
aði, gæfu tilefni til, þó
ekki meira en einn fjórða mann-
gjalda.
(Helztu héimild. Alþingisbæk-
ur).
er Gissur Einarsson einn talinn höfð-
ingi Austfirðinga, en það er vottur
þess, að um þær mundir eru öll völd
á því svæði að dragast saman á hend-
ur hans, og hafa þau lialdizt í hönd-
um niðja hans til loka þjóðveldisins.
V.
Ég þarf ekki að laka það fram,
þótt mér þyki það viðkunnanlegra,
að það, sem segir hér að framan,
eru ályktanir mínar, dregnar af
nafnalíkingum, búsetu og eðlisþátt-
um þeirra rnanna, sem fjallað er um
og kunnir eru af stuttum og losara-
legum frásögnum af þeim. Þannig
bregður Teiti Oddssyni mjög í kyn
Síðu-Halls. Teits er getið sem sátta-
manns og friðsemjanda. Þá er Finn-
ur lögsögumaður enginn friðarspillir,
en fátt um hann kunnugt annað en
það, að hann heíur haft mannheill.
Annars hefði hann ekki verið kjör-
inn lögsögumaður svo fjarri þing-
staðnum.
Rétt er enn að Denda á Arnbjarg-
arnafnið á dóttur Odds djákns á Val-
þjófsstað. Hér að framan hef ég get-
ið þess til, að móðir Finns prests
og lögsögumanns hafi verið Arn-
björg af kyni Ámunda Þorsteinsson-
ar. Sé sú tilgáta rétt, væri nafn konu
Sigmundar, föður Jóns, langömmu-
nafn hennar.
F í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
765