Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 2
HERMANN PÁLSSON TVfíR DAGAR / ÆVi SKÁLDS i Eitthvert fegursta trúarljóð ís- iendinga að fornu var ort snemma á þrettándu öld af skagfirzkum höfð- ingja, Kolbeini Tumasyni á Víðimýri. Ljóð þetta er varðveitt í Guðmundar sögu Hólabiskups, og þar er þess get- ið, að Kolbeinn hafi „kveðið“ það hinn áttunda dag september árið 1208, daginn fyrir andlát sitt. Menn hafa því þótzt fullvissir um aldur 4 ljóðsins og talið það vera andláts- kvæði Kolbeins. Mér þykir þó af ýms- um rökum sennilegra, að trúarljóðið sé eldra og Kolbeinn hafi ekki ort það jafnfeigum munni og gefið er í skyn i Guðmundar sögu. Mér hefur komið til hugar, að það kunni að vera ort tæpum tveimur árum fyrr eða hinn tuttugasta og annan sept- ember 1206. Hins vegar er engin ástæða til að efast um þá staðhæf- ingu Guðmundar sögu, að skáldið haii kveðið það eða þulið sér til hug- arhægöar skömmu fyrir andlát sitt. Ilér á eftir mun ég leitast við að skýra upphaf og eðli hins forna trú- arljóðs í samræmi við þær hugmynd- ir, sem hér hefur verið drepið á lauslega, og er það nokkuð á annan veg en aðrir hafa talið. 2 Um og eftir aldamótin 1200 er Kolbeinn Tumason í hópi voldugustu höfðingja landsins og ber höfuð og heröar yfir aðra bændur norðan lands. Þegar kjósa þurfti nýjan bisk- up eftir andlát Brands Sæmundsson- ar árið 1201, er það Kolbeinn, sem réð þar einn öllu, segir í Guðmund- ar sögu biskups. Kolbeinn kom því og til leiðar, að Guðmundur Arason varð fyrir valinu. Þannig hagaði til, að kona Kolbeins og .Guðmundur voru bræðrabörn, og Kolbeinn mun hafa talið, að hinn nýkjörni biskup mundi láta hann njóta mágsemdar og sýna honum auðsveipni. „Kol- beinn vildi þvi kjósa Guðmund til biskups, að hann þóttist þá ráða meira, ef hann réði bæði leifemönn- um og kennimönnum fyrir norðan land.“ En Guðmundur Arason reyndist iioibeini ekfei jafnþægur Ijár í þúfu og tíl hafði verið ætlazt. Biskup neit- aði að hlita afskiptasemi Kolbeins um mál stóls og staðar, og brátt sprettur upp misklið á .milli þeirra, svo að fjandskapur óx af. Guðmund- ur biskup kinokaði sér ekki við að bannsetja Kolbein, þegar nokkur misserí eru liðin frá kosningu hans, og hvorugur þeirra vildi láta undan hinum. Yfir þessa áhrifamiklu sögu verður hlaupið að sinni, og vikið fyrst að atburðum, sem gerðust á Hélum haustið 1208. Biskup er heima á staðnum, en Kolbeinn og samherjar hans hafa dregið saman mikið lið og ætla að biskupi. Hinn áttunda september eru þeir Kolbeinn komn- ir heim undir staðinn með hátt á fjórða hundrað manns, og Guðmund- ar saga bregður upp eftirfarandi mynd af skáldinu þennan örlögríka dag: „Fyrir Maríumessu um kveldið var hringt á staðnum öllum klukkum til aftansöngs, og er svo frá sagt, að þeir Kolbeinn heyrðu eigi klukkna- hljóðið, þar er þeir voru í garðinum, og er það litlu meira en ördrag frá staðnum. Þá mælti Xolbeinn: „Reið- ur er Guðmundur mágur minn nú, er hann lætur eigi hringja að staðn- um slíka hátíð, sem nú er í dag.“ Kolbeinn kvað vísur þessar um dag- iitn áður en hann féll: Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður: Komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig. . Eg em þrællinn þinn, þú ert drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að þú græðir mig. Minnst þú, mildingur, mín. Mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklundur og framur, hölds hverri sorg úr hjartans borg. Gæt, mildingur, mín — mjög þurfum þín —• helzt hverja stund á hölda grund. Sendu, mey'jar mögur, málsefnin fögur — öll er hjálp af þér — í hjarta mér.“ Daginn eftir slær í bardaga n.ou' liði Kolbeins og mönnum biskups, þá fær Kolbeinn steinshögg í ennið, og var það banasár hans. Höfuðskáld Skagafjarðar lézt hinn níunda dag september árið 1208, og héraðið varð að bíða um langan aldur, unz það eignaðist annað skáld, ;:em orti jafnvel og hann. 3 Þótt höfundi Guðmundar sögu liggi þungt hugur til Kolbeins fyrir óhlýðni hans við biskup, þá leynir sér ekki aðdáun hans á trúrækni Kolbeins, og honum eigum við þaS að þakka, að þetta fagra ljóð hefur varðveitzt, ódauðleg nerla í íslenzk- um bókmenntum að fornu og nýju. í mynd þeirri, sem höfundur Guð- mundar sögu hefur gert af Kolbeini á feigðardægri hans, kennir nokk- urra andstæðna. Kolbeinn heyrir ekki í kirkjuklukkunum á Hólum, og minnir slíkt á frásagnir af illum mönnum, sem glötuðu hæfileikanum að geta skynjað góða og fagra hluti. (Allir kannast við söguna af Axlar- Birni, sem var fyrirmunað að sjá tíl sólar, og olli því illska hans.) En á hinn bóginn er hið gullfagra og einfalda trúartraust í orðum Kol- beins sjálfs, sem beinir heitum bæn- arorðum til drottins. Ljóð Kolbeins er safn af bænar- orðum, en þeim til stuðnings eru trúarjátningar skáldsins. Segja má, að bænirnar séu sex að tölu: komi mjúk miskunn þín til mín, minnst þú mín, ryð þú hverri sorg hölds úr hjartaborg, gættu mín, <iendu máls- efnin fögur í hjarta mér, ég heit á þig, að þú græðir míg. Hins vegar játar skáldið trú sína jafnhliða bæn- unum, og þessum tveim þáttum er slungið saman á listrænan og áhrifa- mikinn hátt. Hér má lauslega minna á ljóðlínuna: þú hefur skaptan mig, sem er eins konar tilvísun til hinnar almennu trúarjátningar: „Ég trúi á guð föður almáttkan skapara him- ins (sbr. himna smiður í kvæðinu) og jarðar og allrar skepnu skapara." Ávarpsorðin meyjar mögur eru einn- ig valin með svipað í huga (fæddan af Maríu mey). Næstsíðasta ljóðlín- an „öll er hjálp af þér“ mínnir með- al annars á forna hómilíu um trúar- játninguna: „Sá trúir efalaust á guð, er aUa hjálp og ærna þykist í guði eiga," og einnig: „Jesús er hjálpari á vora tungu, því að hann hjálpar öllum sínum monnum.“ Skáldið velur guði sínum cinkunn- ir, sem skera glöggt úr um samband þeirra. Sjálfur kallar Kolbeinn síg þræl hans, og heitið drottinn í sömu »18 t í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.