Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 20
SéS út yfir Breiðuvík. Jónsson á Hamraendum 1 hríðar- veðri veturinn 1705 og fannst vorið eftir í gili fyrir neðan — fáum harm- dauði, að sögn. Sumir hafa likað end að þarna ævi sína, þó að ekki hafi þeir farið fram af brúnni. Saga er til um kerlingu eina, er hvarf á leið yfir Fróðárheiði. Síðar bar það til í haustgöngum, að smali einn tyllti sér niður uppi á Knarrarklettum. Þegar hann hafði horft um stund yf- ir sveitina, varð honum litið um öxl. Ginu þá við honum holar augnatóft- ir beinagrindar, sem hallaðist upp að kletti eða steini fyrir aftan hann. Það var kerlingin týnda, og hafði hana sýnilega dagað uppi þarna á klettabrúninni. Vestan við Breiðuvik eru hraun, er runnið hafa fram með Stapafelli. Rennur þar til sjávar árspræna sú, er heitir Sleggjubeína. Á eystri bakka hennar eru vallgrónar rústir eyðibæjar. Þar hétu Grímsstaðir, þar var annállinn skrifaður í lágu hreysi, og þar bjó Sigurður Breiðfjörð í nokkur ár með Melabúðar-Kristínu Illugadóttur, maður sekur um tví- kvæni, þar eð hann hafði ekki fengið löglegan skilnað við fyrri konu sína, er hann gekk að eiga Kristínu. Hér kvað hann að skilnaði: Fjórum sinnum lét ég li? leiðar-þúfur rota. Aldrei komi af beim stra eiganda til nota Nú er allt hljótt a Grímsstöðum. og enginn kveður framar vísu á vell- inum. Það er í hæsta lagi, að lítill fugl í lágum mó ljóði í einverunni. X. i Utan við Sleggjubeinu er svonefnd . ur Sölvahamar, og lá þar fyrrum veg ur tæpt á brún. Á þeirri tíð var Arnarstapi staður, sem sjaldan var sneitt hjá. Nú liggur þjóðvegurinn út Snæfellsnes spottakorn ofan við Stapaplássið og blasa þaðan við af melahjalla mikil tún Stapa- bænda undir hárri brekku. En eng- inn ætti að láta sér nægja að horfa þaðan niður að bæjunum. Á Arnar- stapa er mikill og sjaldgæf fegurð, ef menn gefa sér tíma til þess a.ð nálg- ast hana. Hinar undarlegu bergmynd anir við sjóinn eru þess virði, að þar sé staðnæmzt. Meðal annars, sem þar er að sjá, er hinn frægi gat- klettur, sem stjórnmálaritstjórar landsins deildu um af mestri heift á morgni þessarar aldar. Þær deilur hafa sjálfsagt verið römm alvara fyr- ir sextíu árum, svo grátlegar og hlægi legar sem þær voru í senn, og mun vart finnast afglapalegra dæmi um þrákelkni og óvirðingu á sannleikan- um í hinu smæsta atriði og þó margt illt og ömurlegt að finna í stjórnmálasögunni. Það hefur verið mikil saurgun að draga meistara- brögð náttúrunnar á þessum stað niður í svaðið á þennan hátt. Á Arnarstapa var allmikil byggð um langan aldur, og líkt og víðar á Snæfellsnesi var það sjórinn, sem lað aði menn þangað. Á nítjándu öld sat þar amtmaðurinn vestan lands, Bjarni Thorsteinsson, og hafði við hlið sér skrifarann, sem nú er þjóð kunnur orðinn af bréfum sínum, Pál Pálsson. Og þar ólst upp Stein grímur skáld Thorsteinsson og fann þann tón, sem ratað 'iefur beina leið að hjörtum íslendinga. Enn í dag eru ekki oftar sungin kvæði eftir önnur skáld. Það var síðsumardag fyr ir meira en heilli öld, að. amtmanns- sonurinn ungi kvaddi ættjörð sína til langrar dvalar á erlendri grund. En Snæfellsnes sleppti ckki tökum sín- (Ljósm.: J.H.). um á honum. Löngu síðar kvað hann um Snæfellsjökul: Kærst mér er af öllum þín eyðilega sveit, beltuð brunafjöllum brims við kaldan reit. Dapran frá þér dröfn mig sleit, er af þiljum hafskips hám þig hinzta sinn ég leit. Ég sá þig síðla á kveldi, sveif í vindi fley, rennandi röðuls eldi roðinn og vissi ei, er þúfa hvarf mér hæsta þín, hvort að földu hann fyrir sjón haf eða tárin mín. Löngu fyrr var annað skáld á Arn arstapa, dvergurinn Guðmundur Bergþórsson, er orti þjóð sinni Heim spekingaskóla, söguljóð, rímur og marga aðra langa kvæðabálka, sem gengu í afskriftum manna á meðal. Vegna vanburða sinna hlaut hann að berja ofan af fyrir 'ér víð skriftir, barnakennslu og skáldskap, og þó að ekki hafi þessum örkumlamanni ver- ið greitt aðgöngu um bækui vestur á Snæfellsnesi á síðari hluta sey- tjándu aldar, tókst honum eigi að síður að verða hinn víðlesnasti mað- ur. Og skáldskapurinn hans var ekki neitt blávatn. Samlandar hans hugðu hann svo miklu magni gæddan, að vísa af munni Guðmundar Bergþórssonar yrði að áhrínsorðum. En samt réði hann ekki niðurlögum tizkunnar, sem geystíst yfir landið á hans dög- um. Krókfaldurinn stóðst allan hans kveðskap, þó að óspar væri Guðmund ur að yrkja um hann háð og spé. Það gilti einu, þó að hann kallaði hann stert, uglu, hrútshorn, kattarrófu og Fróðárrófu: 836 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.