Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 10
Skjaldbökurnar verpa eggjum sínum i holur, sem þær grafa niSur í sandinn. um, hefst pílagrímsferð skjaldbakn- anna til varpstöðva sinna, sem þá ,eru enn undir djúpu vatni. Þær halda niður eftir öllum þverám og hliðar- ir.kjum til fljótsins mikla, og þegar þangað kemur, steinhætta þær að éta og kgppa að því einu að komast á leiðarenda. Karldýrin eru yfirleitt á undan, en þegar þau eru' búin að velta sér í makindum í nokkra daga í gnunum undir sandeyrunum, koma kvendýrín, og ’afnskjótt kemst astalífið í algleyming. Síðan gengur allt í föstum skorð- um. Vatnsborðið fer sílækkandi og fíeiri og fleiri sandhólar og eyrar rísa upp úr ánni. Og einhvern tíma seint í janúar er ströndin allt í einu orðin krök af skjaldbökum. Þetta eru kvendýrin, sem hafa skrið- ið upp úr til að sóla sig. Fyrstu dagana fara aðeins fáar skjaldbök- ur á land, en áður en líður á löngu skríða eins margar' upp á sandinn og komast þar fyrir. Árekstrar verða þó engir í þessu sambandi, því að þær, sem ekki komast að strax, bíða af stakri þolinmæði eftir því, að eín hver þeirra, sem fyrst fór á land, fái nóg af sólarhitanum og skríði aftur niður í svalt árvatnið. Skjaldbökurnar virðast þola sólar- hitann vel. Sumar geta legið í sól- baðinu sex klukkustundir samfleytt eða jafnvel lengur, en aðrar þola ekki við nema klukkustund í einu. Þessi sólböð er liður í æxlunarstarf- semi skjaldbakanna. Eins og önnur skriðdýr eru þær með kalt blóð, en sólarhitinn hefur áhrif á eggjaþrosk- ann. Næsta stig hefst nokkru síðar, áð ur en vatnsmagnið er búið að ná lágmarki. Skjaldbökurnar hafa sólað sig um daginn að vanda og hverfa aftur til vatnsins við sólsetur, e/i að- eins skamma hríð. í náttmyrkrinu skríða þær aftur upp á sandbakkana, og morguninn eftir má rekja slóðir þeirra fram og aftur um sandinn. Sumar skjaldbökurnar verpa strax fyrstu nætumar, en flestar láta sér nægja að sinni að leita að hentugum varpstað. Síðustu árin hafa fræðimenn fylgzt vandlega með atferli skjaldbaknanna um varptímann. Háskólinn í Venezú- ela stendur fyrír þeim rannsóknum, en tilgangur þeirra er, auk þess að afla sem gleggstrar vitneskju um líf þessarar dýrategundar, að finna ráð til þess að koma í veg fyrir útrým- ingu stofnsins, en margt bendir til þess, að hann fari nú minnkandi sök- um síaukinnar veiði. Dýrafræðingarn ir hafa komið sér upp bækistöð á eyju í fljótinu, skammt frá landa- mærum Venezúela og Kólumbíu, en strendur þeirra eyju eru helztu varp- lönd skjaldbökunnar. Það, sem hér segir um Orinoco-skjaldbökuna, er byggt á þessum athugunum. Skjaldbökurnar koma á land í smá Skjaldbökuegg. í hverju hreiSri eru aS meSaltali 82 til 85 egg. Stauturinn, sem stendur £ höfSi þess- arar skjaldböku, er gamall örvaroddur, sem hún hefur greinilega boriS nokkuS lengi. hópum. Fjórar eða fimm fara á und an nokkurn spöl, en nema þá staðar og leggja við hlustirnar. Annar álíka stór hópur fer þá fram fyrir þær og tekur við forystunni, en nemur síðan líka staðar eftir fáeina metra. Þriðji hópurinn fer þá í fararbrodd- inn, og þannig er haldið áfram, þar til allur skarinn er kominn efst upp ír fjöruna. Þar eru hreiðrin grafin. Á leiðinni þangað nema skjaldbök- urnar öðru hverju staðar og þeyta upp sandi með framfótunum yfir höf uð sér eins og til þess að reyna gæði sandsins. Þar sem skjaldbök- urnar fara yfir, marrar líka á sér- stakan hátt í sandinum, og þetta hljóð er sterkast við hreiðurstæðin. Þetta marrhljóð heyrist hins vegar ekki í sandi, sem skjaldbökur fara ekki tun, og það virðist standa í sam- bandi við einhverja eiginleika sands ins, sem skjaldbökurnar valda. Þegar skjaldbaka hefur fundið sér hreiðurstæði, byrjar hún strax að grafa og notar alla fjóra fæturna við það verk. Fyrst þeytir hún sand inum aftur undan sér með framfót- unum, síðan taka afturfæturnlr við. Holan, sem skjaldbakan grefur, er um þrjú fet að þvermáli og tveggja feta djúp, en gröfturinn er oft tals- vert meiri, því að sandurinn er þurr og mikið hrynur jafnan úr börmun- um. Þegar þessi hola hefur verið graf- in, grefur skjaldbakan minni holu niður í botn hennar með afturfót- unum. í þá holu verpir skjaldbakan eggjum sínum. Sandurinn er þar far- inn að verða rakur, og auk þess gef- ur skjaldbakan frá sér vökva bæðí til þess að auðvelda varpið og styrkja hreiðurveggina. Þegar hreiðrið er fullgert, fer skjaldbakan-á afturend- ann niður í holuna, og úr því er hún 826 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.