Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 06.09.1964, Blaðsíða 18
Þá Hamborgarar héldu land, hörð var ekki tíðin grand. Við þekkjum nöfn fæstra þeirra, sem voru fótumtroðnir af kaup- mannavaldinu, en upp skýtur þó nöfnum tveggja manna, sem sviptir voru aleigu sinni í kringum 1700 vegna viðskipta á Búðum. og var öðr- um þeirra búin Brimarhólmsþrælkun í þokkabót. Örlög þeirra Halls Þor- steinssonar og Tómasar Konráðsson- ar eru enn til vitnis um grimmd þá og ranglæti, sem beitt var í nafni laga og réttar. Það virðist hafa verið siður að minnsta kosti á tímabili, að kaup- skip lægju úti á Búðavik í kauptíð- inni, en á síðari hlula seytjándu ald- ar var faríð að sigla inn á Búðaós, þar sem látið var íalla undan þeim um fjöru. Þessu fylgdi sá ókostur, að ekki varð komizt í lagi, nema hátt væri í. En aftur á móti voru skipin óhult, er inn var komið. Aðfaranótt 9. janúar árið 1799 gerðist afdrifaríkur atburður. Þá gerði stórviðri mikið af suðvestri i stærstan straum. Olli það stórkost- legu sjávarflóði, og miklu tjóni víða suðvestan iands. í Staðarsveit gekk sjórinn sums staðar nálega fimmtán hundruð föðmum iengra á land upp en í öðrum stórstraumsflóðum, braut fjölda skipa og gerði sumar jarðir nálega af. Þar var þá kaupmaður legast var þó, að Búðakaupstað tók nálega af. Þar var þá kaupmaður Hans fjjaltalín, er sjálfur mun raun- ar hafa setið á Arnarstapa, og þótti honum ekki viðlit að endurreisa kaup staðinn á sama stað, svo mikið jarð- rask hafði þar orðið. Var hann þá fluttur vestur yfir ósinn í jaðar Búða hrauns. Nú munu þess engín merki sjást austan óssins, að þar hafi kaup- staður verið í margar aldir, og þar er nú engin byggð nema fiskeldis- stöð Gísla Indriðasonar á bökkunum við ósinn, þar sem hann hefur gert allmikil lón og ætlar að ala matfisk í nokkurs konar vatnagörðum. Snemma á nítjándu öld gerðist Guðmundur Guðmundsson verzlunar- stjóri á Búðum, og eignaðíst hann síðar verzlunina. Sveinn sonur hans stýrði henni síðan lengi, og eru þeir feðgar báðir nafnkunnir menn. Á efstu dögum Guðmundar gerðist það, að Hans A. Clausen, kaupmaður í Óiafsvík, hóf einnig verzlun á Búð- um og árið 1836 var reist þar stort hús, sem kallað var Sandholtshús og kennt við Árna Sandholt, mág Clau- sens. Þetta hús stendur enn, þótt ná- iega sé það orðið hundrað og þrjá- tíu ára gamalt, og má heita, að það eitt sé nú til vitnis um veg Búða á fyrri tíð. Að sönnu er þar víða tóft- arbrot og veggjaleifar uppi á bölum og niðri í hraunbollum. og langir grjótgarðar í hrauninu. en þessar minjar um bændurna og þurrabúðar- mennina á Búðum láta lítið yfir sér. Um skeið var þó allmannmargt á Búðum. Snæfellingar tóku snemma að halda úti þilskipum, og munu þau hafa verið þar um tuttugu á nesinu laust fyrir miðja nítjándu öldina. En langflest voru þessi skip eign kaup- manna, og var það undir geðþótta þeirra og gróðavonum komið, hve lengi þeim var haldið úti. Svo fór líka, að þessi útgerð koðnaði níður, og árið 1865 var svo komið, að að- eins eitt þilskip var gert út á Snæ- fellsnesi. Þegar blómlegast var á Búðum, stunduðu tíu skip þaðan há- karlaveiðar, bæði sumar og vetur, en sennilega hafa mörg þeirra verið op- ín og líklega flest. En skútur voru þar þó líka til. Þar var þá mikill umbúnaður til lifrarbræðslu, og sér þess jafnvel enn stað að nokkru. En svo fór að halla undan fæti. Verzlun Sveins Guðmundssonar komst í eigu Clausens, útgérðin dróst saman, Sveinn fluttist burt og loks lagði Clausen verzlun sína niður árið 1889. Síðan hefur staðurinn ekkí borið sitt barr, þó reynt væri að halda þar uppi verzlun og sjór væri enn stundaður þar alllengi. Nú er ekki meira umleikis á Búð- um en svo, að þar er einn bóndabær og veitingarekstri haldið uppi í Sand- holtshúsinu gamla á sumrin. Kirkja er þar og nokkuð suður frá bænum, en ekki munu messur þar tíðar frem- ur en í öðrum sveitakirkjum nú orð- ið. Aí því er dálítil saga, hvernig kirkjan er komin á þann stað, sem hún er á. Kona Guðmundar verzlun- arstjóra Guðmundssonar hét Stein- unn Sveinsdóttir. Eitt sinn, er hún var ekkja orðin, var henni reikað um túnið í góðu veðri, og settist hún niður á bala og hallaði sér út af. Rann henni í brjóst þarna á bal- anum, og dreymir hana þá, að til hennar komi maður og segi, að hér eígi hún að reisa kirkju. Þetta gerði Steinunn á sinn kostnað, og mun henni hafa þótt kennivaldið áhugalít- ið um kirkjubygginguna, því að í hurðarhringinn lét hún grafa, að kirkjan væri upp risin „án aðstoðar hinna andlegu." Ekki er Búðakirkja stórt hús, enda fámenn sóknin, og kirkjugarður lítt hirtur eins og víða annars staðar. Einn minnisvarði er þar þó, er dreg- ur að sér athygli gestsins. Þetta er steinn, sem hefur verið hvelaður, og er þar í andlitsmynd þess, sem í gröfinni hvílir, Einars Magnússonar, bónda frá Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík, föður bónda þess, er nú býr á Búðum. Þessi minnisvarði er verk þýzks tengdasonar Einars, Beck- manns, er lengi starfaði hjá Ríkarði Jónssyní myndhöggvara. Inni í kirkj- unni eru líka prýðilegir tréskurðar- gripir, sem Beckmann hefur gert Óneitanlega er fagurt á Búðum. Hraunið, ósarnir og iðjagrænt flat- lendi Staðarsveitar gleðja augað, og fjöllin að sveitarbaki eru rismikil og tíguleg. Beint upp af Búðaósi steyp- ist Bjarnarfoss fram af klettabrún, og það er reisn yfir Mælifelli og Axl- arhyrnu, sem standa vörð sinn hvoru megin dalskorunnar, þar sem þjóð- vegurinn liggur upp á Fróðárheíði. f vestri skýtur Búðaklettur upp mosa grónum kolli í miðju hrauninu, og í fjarska gnæfir Snæfellsjökull, sem kannski verður þó ekki jökull til langframa, því að á honum virðast ætla að sannast þau orð ritningar- innar, sem Ebenezer Henderson vitn- aði til, þegar hann fór um þessar Gamla verzlunarhúsiS á BúSum er veitingahús og gististaður. (Ljósm.: J.H.). 834 T Í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.