Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Page 6
1 rauninni ekki annað en grófgerð stæling á blúndum, sem farið var að nota í Suður- og Vestur-Evrópu á 17. öld. íslenzkar hannyrðakonur hafa kynnzt þessum blúndum og farið að þreifa sig áfram með að búa til eitt- hvað svipað, og einhver hugvitsöm kona hefur látið sér detta í hug að nota togþráðinn. Við höfum ekki ör- uggar heimildir um skinnsaum eldri en frá þriðja fjórðungi 18. aldar. En hinar fáu heimildir, sem vitað er um, svo og uppruni saumborðanna sjálfra, eru eingöngu tengdar Suður og Vesturlandi, og gæti það bent til þess, áð þessir borðar hafi fremur tíðkazt í þeim landshlutum en öðr- um. Annars geri ég skinnsaumnum nánari skil í nýútkomnu hefti af Ár- bók Fornleifafélagsins. Nú komum við inn í sal, sem hefur að geyma kirkjulega gripi, og hér eru meðal annars altarisklæði og dúkar, sem bera því vitni, að kirkj- ur landsins hafa einnig notið góðs af iðjusemi og listfengi íslenzkra kvenna. Og Elsa heldur áfram frá- sögn sinni: — Hér er altarisklæði úr kirkj- unni á Höfða, talið vera frá 15. öld. Það var upphaflega saumað á bláleit- an grunn, sem ekki var fylltur upp. Það hefur þegar um 1700 verið orð- ið mjög slitið, og er þess þá getið, að myndirnar, sem sýna Krist á kross- inum, Maríu og Jóhannes, hafi verið klipptar úr og settar upp að nýju á grunn úr gulleitum hör. Ekki alls fyrir löngu var klæðið sent til Sví- þjóðar til viðgerðar, og þar var það sett upp á bláan grunn, mjög líkan hinum upphaflega. Það sjást enn svo- [litlar leifar af honum utan með myndunum. Myndirnar voru færðar svolítið sundur, svo að klæðið stækk- aði heldur. Sumt vantar á myndirn- ar, til dæmis krossinn og hluta af geislabaugnum um höfuð frelsarans. Það er til þjóðsaga um, að fiskimað- ur hafi dregið stúlku úr sæ á færi sitt. Hún á að hafa dvalizt vetrarlangt að Höfða og saumað þetta klæði, sem síðan var notað sem altarisklæði í kirkjunni. Um vorið hvarf stúlkan aftur í sjó. Hérna höfum við líka refilsaumað altarisklæði frá Draflastöðum. Það, sem varðveitzt hefur hér á landi af refilsaumuðum gripum frá miðöld- um, er aðeins altarisklæði, en Danir eiga enn íslenzkan refil með refil- saumi. Altarisklæðin hafa líklega sætt betri meðferð en reflarnir. Um þetta klæði hér skrifar Gísli Gestsson í Árbók Fornleifafélagsins 1963. Það er úr Svalbarðskirkju við Eyjafjörð, en þar var kirkja helguð Jóhannesi postula. Það kom á Nati- onalmuseet í Kaupmannahöfn 1847 . og var gefið hingað á safnið 1930. Á því eru tilf kringlóttir feitir og mynd í hverjum reit. Það hefur vaf- Kvenbúnlngur frá um 1800. Samfellan er blómstursaumuð af GuSrúnu, dóttur Skúla landfógeta. (Þjms. 2868). izt fyrir mönnum að ráða í efni myndanna. Gísli telur, að efni myndanna sé sótt í sögu Jóhannesar postula og guðspjallamanns. Ilann ræðir um myndirnar hverja fyrir sig og tilfærir kafla úr Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs, og kemur röð myndanna á klæðinu heim við röð sagnanna af Jóhannesi í Tveggja postula sögu. Telur Gísli allar líkur benda til þess, að kona sú, sem saum- aði klæðið, hafi þekkt söguna af Jó- hannesi í líkri gerð þeirri, sem er í Tveggja postula sögu. Ekkert verður sagt með vissu um aldur klæðisins, en trúlega er það*ekki eldra en frá því einhvern tíma á 14. öld. Þarna er eitt klæði með saumi, sem kallaður er skakkaglit. Það nafn kemur fyrst fyrir svo vitað sé 1675, en á Norðurlöndum heitir saumur þessi vefsaumur. Ekki veit ég, hvort orðið skakkaglit hefur verið til fyrr, eða notað annað orð um það áður. Annars er mikið á reiki með nöfnin á hinum ýmsu saumgerðum. Það voru mest karlmenn, sem skrif- uðu þær heimildir, sem til eru, og þeir hafa ef til vill ekki alltaf kunn- að að nefna þessa hluti alveg réttum nöfnum. Hérna er hökulkross frá Saurbæ á Kjalarnesi. Líklega hefur hann upphaflega verið ein lengja, en hún svo tekin sundur og gerður kross úr. Ekkert er vitað um, hvaðan þetta er upprunnið. Ég hef sýnt út lendum sérfræðingum myndir af krossinum, og þeir hafa komið með ýmsar getgátur, en enginn getað sagt neitt um það með vissu. Kross- inn er gullsaumaður og hefur haldið sér ákaflega vel. Þetta hér eru leifar af gullsaum- uðum messuskrúða frá Hólum og mun vera frá fyrri hluta 13. aldar. Þar eru myndir af íslenzkum dýr- lingum, Jóni og Þorláki, og hefur því verið talið, að þetta væri íslenzkt verk, en ég tel hæpið, að svo fín vinna hafi þekkzt hér á þessum tíma. Sennilega hefur þetta verið pantað frá útlendu verkstæði. Gull- þráðurinn í þessu heldur sér mjög vel, hann er áreiðanlega ekta. Víða erlendis voru margir munir sem þess ir brenndir'við siðbótina, en íslend- ingar hafa verið frjálslyndari í þeim efnum en sumir aðrir og hafa hlíft ýmsum dýrgripum. Kristján Eldjárn segir frá þessum gripum í bókinni „Hundrað ár í Þjóðminjasafni." Þetta altarisklæði hér er frá Hálsi í Fnjóskadal, frá árinu 1617. Það er með fléttusaumi, en er kallað kross- samnað í vísitazíu. Á þvi er nafnið Brettiva, en Tómas Ólafsson, sem var prestur á Hálsi, átti einmitt dóttur með því nafni, og er því vel lfklegt, að hún hafi saumað klæðið. Ekki er vitað, hvenær hún var fædd, en eftir því, sem komizt verður næst, hefur hún verið mjög ung um það leyti, sem klæðið er saumað. Klæðið gæti líka vel verið saumað af við- vaningi. Séra Tómas gaf kirkjunni það 1631. Hér er altarisklæði og altarisdúk- ur frá 1694, úr Laufáskirkju, gefið af Ragnheiði Jónsdóttur biskupsfrú og Ara, bróður hennar. Ragnheiður var þriðja kona Gísla biskups Þor- lákssonar. Hún var mikil hannyrða- kona, og er vitað, að hún hafði stúlk- ur hjá sér við sauma. Liklegt verður að telja, að báðir þessir munir séu annað hvort saumaðir af Ragnheiði sjálfri eða af stúlkum, sem unnið Uafa undir hennar stjórn. í dúknum er einkennandi enskur bekkur. Sagt er, að fengin hafi verið ensk kennslu 174 MUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.