Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Qupperneq 16
Ég var ellefu ára, þegar þetta
gerðist. ÞaS var fyrsta skóladaginn
eftir jólaleyfið, sem ég fékk heim-
boðið. Öllum bekknum var boðið
heim til Hinriks í afmælisveizlu hans,
og við töluðum ekki um annað á
leiðinni heim úr skólanum. Hinrik
átti heima í stærsta húsi bæjarins.
og það voru þrjár vinnukonur á
heimilinu. Við áttum að fá heitan
mat, og faðir Hinriks hafði fengið
töframann til að skemmta okkur.
Þessi töframaður gat töfrað lifandi,
hvítar kanínur fram úr mannsnefi.
Víst var ástæða til að vera glaður.
Þau voru farin að borða hádegis-
matinn heima. þegar ég kom. Pabbi
var að blanda meðalið sitt, og Pontus
missti skeiðina sína niður á disk-
barminn, þegar hurðin skall í lás.
Jörgen hélt rólegur áfram að borða,
en mamma horfði á mig með ávít-
unarsvip. Ég hafði alveg gleymt,
hvað tímanum leið. Á leiðinni höfð-
um við orðið ósammála um þetta
með kanínurnar. og slíkt tekur alltaf
sinn tíma.
„Þú kemur seint. Seztu niður og
farðu að borða.“
Pabbi tók inn meðalið og flýtti
sér að renna niður fullri skeið af
súpu á eftir Orð hans vörpuðu
skugga a gleði mína. Pabbi var veik-
ur og hafði ekkert unnið í þrjá mán-
uði. Hrfnn hafði breytzt bennan tíma.
Það var nærri bví eins og hann sæi
okkur ekki. Eins og hann væri bú-
inn að gleyma, að við værum til.
Við urðum að hafa hljótt um okkur,
til þess að hann hefði næði Mamma
bað okkur á hverjum degi að hafa
nú ekki hátt en það var afar erfitt
að hlýða því. Hvers vegna mátti ég
ekki láta I ljós gleði mína, þegar
ég jar glaður?
Ég gat því ekki þagað. Ég sagði
frá afmælinu og heimboðinu. Ég
stamaði af einskærum ákafa. Orðin
hrösuðu hvert um annað á vörum
mínum, og ég velti glasinu mínu
um koll. Mamma hafði risið á fæt-
ur til þess að ausa súpunni, og hún
leit aftur til mín í ávítunarskyni, en
það var of seint. Hún setti súpu-
disk fyrir framan mig. „Nú, svo þú
ætlar í afmælisveizlu.“ Ekkert meira.
Hún sýndi engan áhuga, eriga gleði,
og ég varð þögull. Einnig mamma
var breytt. Veikindi pabba voru smit-
andi á einn eða annan hátt. Hún
var ekki beinlínis veik, en mér sýnd-
ist hún ekki heldur vera hraust.
„Eigið þið að ganga kringum jóla-
tré?“ spurði Pontus. Hann var ekki
farinn að ganga í skóla og fékk
aldrei heimboð. Jörgen fór að leggja
við hlustirnar. Honum hafði tvisvar
verið boðið út, en hann kærði sig
ekki um samkvæmi. Honum leiddist.
Honum leiddist. ef hann fékk ekki
að lesa.
„Auðvitað göngum við kringum
jólatré. Tréð hans Hinriks er svo
stórt, að það nær alveg upp í loft.“
Ég ýkti raunar dálítið til þess að
vekja áhuga Pontusar. Ég náði til-
ganginum, enda þótt ég iðraðist
orða minna, óðar en ég hafði sleppt
þeim Pontus horfði á jólatréð okkar,
sem stóð á saumaborðinu hennar
mömmu Það var tæpur metri á
hæð, og það var í fyrsta sinn, sem
við höfðurn jólatré, sem stóð í blóma
potti Við höfðum einnig haft jóla
tré, sem náði upp í loft, en pabbi
fullyrti, að þau stóru hefðu öll ver-
ið uppseld, svo að við urðum að
láta okkur nægja minna.
„Það er ekki hægt að ná kanín-
um út úr mannsnefi."
Jörgen var tortrygginn eins og
venjulega. Hann las svo mikið, að
hann hafði fengið vitneskju um alla
hluti, svo að ég mótmælti ekki.
Reyndar efaðist ég sjálfur um þessa
staðhæfingu.
„Við sjáum nú til, hvort pabbi
leyfir þér að fara.“
Mamma greip fram í samræðurn-
ar, og ég leit skelkaður á pabba.
Ég hafði þó samstundis þegið boð
Hinriks. Hví skyldi ég ekki fá að
fara? Það var þó ekki daglegur við-
burður, að ég fengi heimboð.
„Við tölum um að seinna. Borð-
aðu nú.“ Pabbi batt enda á sam-
ræðurnar, án þess að komast að nokk-
urri niðurstöðu. Pontus horfði á
mig dapur í bragði, eins og hann
langaði til að sýna mér eins konar
þögla meðaumkun, en eins og skapi
mínu var farið þessa stundina, féll
mér ekki þess háttar hluttekning.
Ég var mjög vonsvikinn, og ég skildi
ekki foreldra mína. Ég dró mig í
hlé. Öllum bekknum var boðið, og
ég mátti ekki fara. Hvernig gat
pabbi fengið af sér að neita mér
um að fara? Ég skildi hann ekki.
Ekkert okkar mælti orð frá vörum,
meðan á máltíðinni stóð, og síðan
fór pabbi inn til sín að sofa. Ég
vonaði. að hann segði eitthvað, áð-
ur en hann lokaði dyrunum, en
hann sagði ekkert. Hann hafði víst
gleymt mér.
Síðar um daginn kom mamma upp
í herbergið okkar bræðranna, og
þegar hún sendi Pontus og Jörgen
út, vissi ég, að hún ætlaði að tala
við mig. Við Pontus höfðum verið
að leika okkur að tindátum, sem
við höfðum fengið í jólagjöf, en það
var ekkert gaman að leiknum. Hann
hafði oft spurt mig, hvort við mynd-
um fá banana hjá Hinrik, en ég
vissi ekki, hverju ég ætti að svara.
Bananar voru eftirlæti Pontusar, og
hann hætti ekki að spyrja, fyrr en
Það getur dregiS tði tíSðnda ð afmæiisveizlutn, jró
aB pstirnsr séu ekkð mma tíu, eilefu ®Sa tólf ára„ í
slíku samkvæsnð kunna a? hrjéta égæíi^eg o?Ó og siit-
hva$ er$i$ mðnnisstæft — minnisstæóara ®n
nokkurn fær grunaó. ítrongursnn var ellefu ára, eg
Hinrik Mtlð bauíð honum » «s!t....
184
I í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ