Tíminn Sunnudagsblað - 09.05.1965, Side 11
HARALD K. LUND:
í V ögguvísa
[ Á miÖjum himninum máninn hlær,
I og mamma skal vaka hjá þér,
! svo bannsett músin meS beittri tönn
[ ei bíti í ranann á {sér.
[ Já, sofftu nú, krílitS mitt, korríró,
! í kjarrinu golan syngur.
Nú sofa þau, flóÖhestafrænka þín
j og frændi þinn, nashyrningur.
Gíraffinn hrýtur hátt og snjallt,
í og hópur af apabjánum
j er aí reyna aí syngja sig
í í svefn þarna hæst uppi í trjánum.
Já, sofðu nú, kríli($ mitt, sussu-ró,
| og sæg af leikföngum áttu.
í Á morgun næ ég í negrastrák,
er nota sem hringlu máttu.
fílamömmu
Og náttfötum sveipast zebradýr,
me8 svörtum og hvítum röndum,
en lefturblakan fer létt á kreik
og líður á vængjum þöndum .
Þú ert ekki svangur, og softSu nú,
en seinna færíSu a'ð vaka.
Ur hveiti af allstórum akurblett
ég ætla á morgun a<S baka.
Heyr, tígrisdýr kveíur kvöldsönginn,
metJ kveljandi veiðiþrána.
Meí hvassbrýndar klær er hlébarftinn
á hnotskóg nitSri viS ána.
Þú sefur, kríliÖ mitt, korríró,
er kyrrist skógarins dynur.
Þú baðst um eilítiÖ ævintýr,
en ert nú sofnatSur, vinur.
Jóhannes Benjamínsson þýddi.
i
í
i
í
j
í
I
i
i
i
I
5
f
í
í
j
!
I
i
I
j
„Bráðum átt þú barnið, og regn-
tíminn nálgast. Við verðum að koma
þaki á húsið. Það er ekki gott að
hleypa sér í skuldir — en hvað skal
gera? Ég verð að fara til kunningj-
anna . . .“
Það dró ský á himin, og fyrsta
haustskúrin gekk yfir. Jánnos varð
að hafa hraðan á. Hann var vakinn
og sofinn við bygginguna og skeytti
eklci um annað. Konan batt höfuð-
skýluna sína utan um matarskálarn-
ar þeirra og fór dag hvern upp á
hæðina með honum.
í dag hafði Jánnos ráðið til sín
smið. „Það borgar sig,“ sagði hann
við Vénóúlu.
Fram að þessu hafði allt gengið
hljóðalaust, en þegar tekið var að
timbra þakið, ómaði skógurinn af
hamarshöggum.
„Hvað eru þeir að gera þarna upp
frá?“ sagði nýi lögregluþjónninn for-
viða. Hann var á eftirlitsferð.
Hann silaðist upp brekkuna, þung-
ur í spori, gekk á hljóðið. Hann
kjagaði upp skógarstíginn með hend
ur á baki, unz hann rak augun í
hálfbyggt hús í skógarrjóðrinu.
Hann gekk að húsinu, nam staðar
og heilsaði. Hjónin tóku kveðju hans
kurteislega og biðu þess með eftir-
væntingu, hvað hann segði um hús-
ið þeirra.
Lögregluþjónninn starði á það eins
og naut á nývirki. Allt í einu spurði
hann:
„Hafið þið leyfi?“
„Leyfi?" endurtók Jánnos undr-
andi.
„Já — ég sagði það: Léyfi."
„Ég á þennan blett. Ég erfði hann
eftir föður minn. Og hvaða leyfi þarf
ég þá? Skilríkin eru í lagi. Og ég
hef látið kútana mína standa hérna,
þegar ég er að safna könglum af
trjánum. Hingað til hefur enginn
véfengt rétt minn til þess.“
„Það er nú allt annað,“ svaraði
lögregluþjónninn. „Það er bygging-
arleyfi, sem ég er að spyrja um . . .“
„Hvernig í ósköpunum gat ég vit-
að, að þess þyrfti hér uppi?“
„Hættu undir eins að vinna, og
gerðu eins og ég segi þér: Útveg-
aðu þér byggingarleyfi."
„Við getúm þó að minnsta kosti
lokið við að koma upp þakviðunum?“
„Þið rekið ekki einn einasta nagla
meira. Lögin banna það.“
Jánnos var orðinn náfölur. Guð
einn vissi, hve miklar hindranir yrðu
nú á vegi hans. Hann þekkti emb-
ættisreksturinn þeirra og skjalafarg-
anið, og hann óskaði öllum embætt-
ismönnum til fjandans. Einn kunn-
ingi hans hafði orðið fyrir barðinu
á þeim, og hann var ekki öfunds-
verður af því . . . Verst var þó af
öllu, að nú var vetur fram undan.
Þakið varð að komast á húsið svo
fljótt sem auðið var. Hvað yrði ann-
ars um þau?
Vénóúlu varð svo mikið um þetta,
að hún hneig niður á stein. Hún
greip andann á lofti, brjóst hennar
og höfugt skaut gekk í bylgjum.
Framhald á 406. síðu.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
395