Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Side 7
um við búnir að vera nokkuð lengi að heiman, og mátti því búast við, að farið yrði að senda út af eyjun- um til þess að fá fréttir af okkur, Vildum við því komast heim sem fyrst. ísinn reyndist vel manngengur. þótt mikið ætti hann eftir að þykkna og styrkjast. Eftir röska tveggja tíma göngu komum við í Hvallátur. Varð Ólafur bóndi Bergsveinsson, og aðrir heimamenn í Látrum, meira en lítið hissa að sjá okkur, og ætlaði fólk varla að trúa, að við hefðum gengið alla leið úr Flatey. Ólafur hafði séð til ferða okkar út í Svefn- eyjarAdaginn sem við fórum að heim- an, og hélt, að við hefðum dúsað þar allan tímann. Þegar við höfðum hvílt okkur og þegið góðan beina í Látrum, héldum við áfram og komum heim í rökkur- byrjun. Þótti öllum sem við værum úr helju heimtir, en þó höfðu menn búizt við lengri útivist okkar eins og tíðarfarinu var háttað. Næturnar, sem við gistum í Flat- ey, sváfum við félagar í gistihúsinu hjá Þorbjörgu og Magnúsi verti í herbergi uppi á lofti í austurenda hússins. Þar voru þykkar lundafið- ursængur í rúmunum, og fór vel um okkur. En kalt var þar. Þá tíðkað- ist að hafa náttpott undir hverju rúmi. Og það, sem í þá var látið þessar nætur, var klakahella að inorgni, og munu vinnukonur hafa orðið að ylja innihaldið til þess að geta losnað við það og þrifið kopp- ana undir næstu nótt. Þar sem guf- an úr vitum okkar snerti sængurföt- in, frusu þau saman, og varð að greiða þau sundur með varúð, svo að verin ekki rifnuðu. Þannig var þetta í gömlu timburhúsunum, þótt vönd- uð væru, og tæplega myndi Það skárra í nýju steinblökkunum við sömu aðstæður. Engum varð meint af þessum kulda, og minnist ég ekki, að nokk- ur maður í eyjum fengi kvef né aðra pest því verri þennan vetur. 4. Fram af þessu hófust endalaus ferðalög um ísinn. Tveir bændur úr Múlasveit komu gangandi út í Skáleyjar daginn áður en við kom- um heim. Brautin var rudd. Unglingunum þótti það hið mesta gaman að geta nú farið frjálsir ferða sinna yfir hinum votu vegum, sem þeim fundust oft svo erfiðir farar- tálmar meðan árabátarnir voru einu farartækin milli eyja, og voru óspor- latir. Eldri mönnunum var ísinn enginn gleðigjafi, og fóru þeir ekki um hann, án þess að þeir ættu er- indi eða þættust þurfa að fylgja hin- um yngri og óreyndari, sem þeir treystu aldrei of vel. Og mikið held ég, að þeir hafi orðið fegnir, þegar ísinn hvarf af Flateyjarsundinu — ekki sízt Ólafur í Látrum og Stefán í Flatey. Ólafur mun sjaldan hafa sleppt stóra stjónaukanum sínum frá augunum, ef hann vissi menn þar á ferð. Og um Stefán sögðu Flateying- ar, að hann hefði ætt eins og óður maður um eyna og staðið löngum inn á Lundabergi, ef hann vissi um mannaferðir á ísnum, skammt frá eyjunni. Mér er nær að halda, að hvorugur hafi nokkru sinni trúað, að Flateyjarsundið væri fært gengandi mönnum, hvað þá hestum. En það má liggja á milli hluta. Margir menn úr nágrannasveitun- um og aðrir fóru á ísnum út í eyjar þennan vetur, ýmist á hestum eða gangandi. Og þær voru áreiðanlega fleiri ferðirnar, sem farnar voru af brýnni nauðsyn en að gamanmálum. Þeir, sem gengu, drógu venjulega sleða á eftir sér. Mér er í minni, hve bændurnir voru áhyggjufullir út af tíðarfarinu. Flestir beindu þeir för sinni til Flateyjar meðan gengur ís var á Flateyjarsundinu. fengu þeir hestana geymda í Inneyjum, en drógu á sleðum eða báru varning sinn á bakinu inn yfir sundið og reiddu síðan á hestum upp yfir fló- ann. Oftast fóru einn eða fleiri eyja- menn með þeim til þess að létta þeim burð og drátt um sundið. Ég man aðeins eftir einum bónda úr innsveitum Breiðafjarðar, sem fór með hest og kerru eftir ísnum alla leið til Flateyjar. Var það Sæmund- ur bóndi Guðmundsson á Svínanesi í Múlasveit. Mér er nær að halda að það hafi ekki komið fyrir áður i allri sögu Breiðafjarðar. Sæmundur var harðduglegur maður, vanur vosi á sjó og landi, og átt trausta hesta. Einkum man ég eftir tveimur rauð- blesóttum hryssum, sem hann kom með út í Skáleyjar oftar en eifcd sinni þennan vetur og þóttu bera af öðrum hestum. Minnisstætt er mér líka, hve hann lét sér annt um þær meðan hann stóð við. Sæmundi var líka brugðið um það að sigla svo djarft milli lands og eyja á litla bátnum sínum skrúfhlöðnum, að jaðraði við fifldirfsku. Og í djarf- asta lagi þótti ökuferð hans til Flat- eyjar, því að sannast mun það sagna, að ísinn á Flateyjarsundinu var aldrei traustur. Og fljótur var hann að fara, þegar að því kom. Það þurfti ekki annað en örlitla, lága vestan- lognöldu til að hjálpa Ægi til þess að rífa sig úr böndunum og lyfta af sér hinu kalda fargi. Það var 3. febrúar i góðu veðri, að þrír menn úr Skáleyjum voru á ferð út í Flatey. Eftir að þeir komu út um Látralönd, tóku þeir stefnu beint á Flatey eins og venja var og uggðu ekki að sér. En þegar þeir voru komnir út á mitt Flateyjar- sund, heyrðu þeir sjávarhljóð og brimið, sem var orðið óvanalegt á þeim slóðum. Litlu seinna fannst þeim sem ísinn gengi í bylgjum und- ir fótum þeirra. Þeir biðu þá ekki boð anna — skildu eftir lítinn sleða, sem þeir drógu, ventu sínu kvæði í kross og hlupu sem fætur toguðu suður yf* ir sundið til Svefneyja og gistu þar næstu nótt. Að morgni þegar birti af degi, var ein morandi ísjakabreið* þar sem þeir gengu daginn áður. Þóttust þeir þá eiga fótum sínum fjör að launa. — Síðan hefur ekki verið gengið um Flateyjarsund. En þótt fsinn hyrfi af Flateyjar- sundinu, var langt fram eftir vetri hestheldur is til lands úr Inneyjum og á milli þeirra. Við þann ís voru menn ekki eins hræddir. Það voru t ekki sízt Ólafur í Látrum og Stefán í Flatey. Ólafur mun sjaldan hafa sleppt stóra stjónaukanum sínum frá augunum, ef hann vissi menn þar á ferð. Og um Stefán sögðu Flateying- ar, að hann hefði ætt eins og óður maður um eyna og staðið löngum inn á Lundabergi, ef hann vissi um mannaferðir á ísnum, skammt frá eyjunni. Mér er nær að halda, að hvorugur hafi nokkru sinni trúað, að Flateyjarsundið væri fært gengandi mönnum, hvað þá hestum. En það má liggja á milli hluta. Margir menn úr nágrannasveitun- um og aðrir fóru á ísnum út í eyjar þennan vetur, ýmist á hestum eða gangandi. Og þær voru áreiðanlega fleiri ferðirnar, sem farnar voru af brýnni nauðsyn en að gamanmálum. Þeir, sem gengu, drógu venjulega sleða á eftir sér. Mér er í minni, hve bændurnir voru áhyggjufullir út af tíðarfarinu. Flestir beindu þeir för sinni til Flateyjar meðan gengur ís var á Flateyjarsundinu. fengu þeir hestana geymda í Inneyjum, en drógu á sleðum eða báru varning sinn á bakinu inn yfir sundið og reiddu síðan á hestum upp yfir fló- ann. Oftast fóru einn eða fleiri eyja- menn með þeim til þess að létta þeim burð og drátt um sundið. Ég man aðeins eftir einum bónda úr innsveitum Breiðafjarðar, sem fór með hest og kerru eftir ísnum alla leið til Flateyjar. Var það Sæmund- ur bóndi Guðmundsson á Svínanesi í Múlasveit. Mér er nær að halda að það hafi ekki komið fyrir áður i allri sögu Breiðafjarðar. Sæmundur var harðduglegur maður, vanur vosi á sjó og landi, og átt trausta hesta. Einkum man ég eftir tveimur rauð- blesóttum hryssum, sem hann kom með út í Skáleyjar oftar en eiftd sinni þennan vetur og þóttu bera af öðrum hestum. Minnisstætt er mér líka, hve hann lét sér annt um þær meðan hann stóð við. Sæmundi var líka brugðið um það að sigla svo djarft milli lands og eyja á litla bátnum sínum skrúfhlöðnum, að jaðraði við fifldirfsku. Og í djarf- asta lagi þótti ökuferð hans til Flat- eyjar, því að sannast mun það sagna, að ísinn á Flateyjarsundinu var aldrei traustur. Og fljótur var hann að fara, þegar að því kom. Það þurfti ekki annað en örlitla, lága vestan- lognöldu til að hjálpa Ægi til þess að rífa sig úr böndunum og lyfta af sér hinu kalda fargi. Það var 3. febrúar i góðu veðri, að þrír menn úr Skáleyjum voru á ferð út í Flatey. Eftir að þeir komu út um Látralönd, tóku þeir stefnu beint á Flatey eins og venja var og uggðu ekki að sér. En þegar þeir voru komnir út á mitt Flateyjar- sund, heyrðu þeir sjávarhljóð og brimið, sem var orðið óvanalegt á þeim slóðum. Litlu seinna fannst þeim sem ísinn gengi í bylgjum und- ir fótum þeirra. Þeir biðu þá ekki boð anna — skildu eftir lítinn sleða, sem þeir drógu, ventu sínu kvæði í kross og hlupu sem fætur toguðu suður yf* ir sundið til Svefneyja og gistu þar næstu nótt. Að morgni þegar birti af degi, var ein morandi ísjakabreið* þar sem þeir gengu daginn áður. Þóttust þeir þá eiga fótum sínum fjör að launa. — Síðan hefur ekki verið gengið um Flateyjarsund. En þótt fsinn hyrfi af Flateyjar- sundinu, var langt fram eftir vetri hestheldur is til lands úr Inneyjum og á milli þeirra. Við þann ís voru menn ekki eins hræddir. Það voru t T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 439

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.