Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Qupperneq 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Qupperneq 9
sem Sá, þekkir nýja tónlist, getur endur- skapað gamla Ekki kemst maður í neitt sér- stakt hátíðaskap, þegar maður fer á tónleika, ef ekki eru nema fáeinir aðrir áheyrendur. Þannig var það um daginn, þegar Paul Zúkefskí lék á fiðlu nútímatónlist í Austurbæj- arbíói. Klukkan sjö voru komnir fá- einir áheyrendur, sem horfðu vand- ræðalega líver á annan, litlir í þessu stóra húsi. En tveimur tímum síðar hafði orð- ið mikil breyting. Menn stóðu upp skellihlæjardi eftir aukalagið „Hlöðuball' (Charles Ives), sem kikn aði ekki undir nafni og kepptust við að hæla fiðluleikaranum. „Þegar hann tók fyrsta tóninn, heyrði ég, að hann var góður.“ Eða: „Þetta er ein- hver bezti fiðluleikari, sem hingað hefur komið." Þetta kvað við úr öll- um áttum. Zúkofskí er aðeins tuttugu og tveggja ára, en hefur samt leikið opinberlega í tólf ár. Ef við forvitn- umst um ætt hans og uppruna kem- ur í ljós, að faðir hans hefur hlotið viðurkenningu sem ljóðskáld. Móð- urfaðir hans og amma voru rússn- eskir skraddarar af Gyðingaættum, sem komu með tvær hendur tómar til New York um síðustu aldamót. Þau þræluðu myrkranna á milli þangað til þeim tókst að kaupa sér dálítið hús langt úti í Brooklyn og koma börnum sínum til mennta. Föðurfaðirinn og kona hans voru líka skraddarar frá Rússlandi, Odessa. Sjálfur er hann Ameríkumaður í húð og hár og býr í New York. Hann er New Yorkbúi eins og þeir gerast beztir: Líflegur, greind- ur, fróðleiksfús, elskulegur, frjáls- lyndur. Þessi geðuga manntegi id hefur litlar áhyggjur af klæðabuiði sínum. Eftirlætisklæðnaður hans er mollskinnsbuxur og mórauð peysa með rennilás. Sem sé þess konar föt, sem vel má sofa í að nóttunni, án þess að saki. Hann er kátur og óþvingaður í framkomu, hlær oft, hermir eftir. Við fyrstu sýn er hann mesti hæg- lætismaður, en strax og hann fer að tala, lifnar yfir honum. Áður en var- flMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 1089

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.