Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Page 4

Tíminn Sunnudagsblað - 30.01.1966, Page 4
Skilin milli hagnýtra og fræðilcgra rannsókna eru sjaldan glögg. Það, sem í dag virðist aðeins hafa gildi fyrir vísindamanninn sjálfan, er máske á morgun orðið ómetanlcgt öllum almenningi. Þegar ég er spurður, hvort nokkurt gagn sé að þcssari eða hinni rannsókninni, verður mér stundum hugs- að til karla í Neskaupstað, sem fyrir nokkrum árum býsnuðust yfir Kobba á Strönd, sem þættist vera far- inn að læra um fiskinn af bókum úti í Aberdeen! Þeir höfðu ekki mikla trú á slíkum stúderingum. En pilturinn frá Strönd, öðru nafni Jakob Jakobsson fiskifræðingur, hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við fiski og síldarrannsóknir, fyrir löngu opnað augu sjómanna og almennings fyrir nauðsyn rannsókna og öflun þekkingar á þessu sviði. Skipstjórar sýndu hug sinn til hans í verki, þegar þeir héldu honum veglegt samsæti í Lídó síðast liðið haust. Og enginn þorskur hló. • ' • ■ ; ■ . ■ ■ xw/My/. Vestur á Melum,‘ rétt sunnan við Háskólabíó, er löng og mikil tveggja hæða bygging í smíðum. Að utan er hún fullgerð, en inni strita málar- ar og smiðir með býsna brauki. Hús þetta er framtíðarheimili Raunvísindastofnunar Háskóla ís- lands. í kjallarann er kominn raf- reiknir með sínum fylgifiskum og á efri hæðinni • hefur smástofa verið pússuð og máluð handa fyrsta eðlis- fræðingnum, sem flutt hefur með haf urtask sitt í húsið. Hann heitir Örn Helgason og fæst nú um sinn við mælingar á segul- magni í grjóti. Til þess að mæla bergsýnishorn á stærð við flöskutappa hefur hann fyrirferðarmikið tæki, um mannhæð á hvern veg. Sýnishorninu er kom- ið fyrir í gripi í miðju tækinu, þannig að það geti snúizt um tvo ása. Ofan við sýnishornið hanga tveir litlir seglar í þræði og milli þeirra spegill. Ef sýnishornið er segulmagn- að, má snúa seglunum og þar með speglinum með því að snúa sýnis- horninu Ljósi er kastað á spegilinn, og endurkastast það á kvarða, sem af má lesa segulstyrkleikann. Steínu segulmættisins má einnig finna með snúningi sýnishornsins um hina tvo fyrrnefndu ása. Við víðtækari athug- un á sýnishorninu er nauðsynlegt að upphefja jarðsegulsviðið og önn- ur utanaðkomandi seguláhrif. Eru til þess hafðar gjarðir, sem rafstraumi er hleypt á. Það segulsvið, sem þann- ig myndast, upphefur jarðsvioið á sýnishorninu, og er það þarna i eins konar segultómi. Þessar varúðarráðstafanir nægjá þó ekki, ef ó'ooðinn járngestur kem- allt í einu of nálægt segulmælinum. Örn verður að taka af sér armbands- úrið, meðan hann vinnur. „Og áður 76 T í M 1 N N — SUNNUDAGS5EAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.